fimmtudagur, september 29, 2005
Ætla að byrja á því að óska honum Bjarka Fannari Snorrasyni til hamingju með daginn í gær. Hann er reyndar ekki einn af tveim lesendum þessa bloggs af þeirri einföldu ástæðu að drengurinn er rétt orðinn sjö ára gamall, en ég treysti á að hamingjuóskum verði komið á framfæri við hann við tækifæri.
Svo er það spurning sem hefur nagað mig og mitt litla sálartetur núna í nokkra daga. Hver býr til nöfnin á kaffi?? Mocca Frappuchino, eitthvað í þá áttina. Er nefnd einhverstaðar í Brasillíuborg sem hittist á fimm og hálfs vikna fresti, sest niður, fær sér heitt Stro og piparkökur og hefst svo handa við að gera grín að heimsbyggðinni??
kv.
miðvikudagur, september 28, 2005
Jæja, eins og sjá má af myndinni fyrir ofan, eða neðan, þá er strákurinn búinn að fá sér nýtt úr. Kaupverð verður ekki gefið upp enda trúnaðarmál milli mín og seljanda en ég get þó gefið það upp að úrið fékkst á mjög góðum prís einhverstaðar undir 640.000kr.
Í öllum betri myndvinnsluforritum svo sem Photoshop og Photoshop Elements er fúnksjón sem gerir manni kleift að fikta í LEVELS. Ég kann ekki öll góðu íslensku orðin til að geta útskýrt hvað þetta gerir nákvæmlega þannig að ég ætla að sleppa því. Hinsvegar get ég sýnt ykkur muninn á mynd eins og hún kom beint úr kúnni og svo þegar ég var búinn að láta Photoshop Elements laga LEVELS.
Það fer eftir forritum hvernig þetta virkar en oft er bæði hægt að láta forritið gera þetta fyrir mann sem og að gera þetta handvirkt. Fyrir leikmenn held ég að það sé betra að gera þetta automatiskt en það er samt góð æfing að fikta og gaman að sjá hvað kemur út úr því. Í Photoshop Elements sem dæmi er farið í Enhance -> Auto Levels og bing barabúmm ef myndin er verðugur kandidat batnar hún margfallt. Annars er mjög góð lesning um þessa hluti á dpreview.com
Annars búið að vera nokkuð gott að gera undanfarna vikuna. Adam er hinsvegar yfirleitt ekki lengi í paradís hér í UK og uppistaða næstu daga er standby sem er þó alltaf betra en ekki neitt, nema maður hafi eitthvað betra að gera en við þær kringumstæður er sby góð leið til að spilla góðum degi. Hvað um það,
kv.
föstudagur, september 23, 2005
Hefst þá ritningin:
1) Ég er takkaóður fjandi, sýnið því skilning því hvernig lærir maður öðruvísi en að prófa sig áfram?
2)Ég veit allt og skil allt manna best. Ekki segja mér að ég hafi rangt fyrir mér, ég hef aðeins einusinni haft rangt fyrir mér, þá hélt ég að ég hefði rangt fyrir mér.
3)Mér leiðist leiðinlegt fólk. Ekki vera leiðinleg(ur) í kringum mig. Ég neita að fara út í þá umræðu hvernig leiðinlegt fólk er leiðinlegt.
4)Ég hef orðið var við það að eightís (80's) klæðnaður er að komast aftur í tísku, sé að verða móðins. Ég er alfarið á móti þessari þróun og krefst þess að fólk klæði sig ekki eins og fífl í kringum mig
5)Ekki gera eitthvað sem ég skil ekki í kringum mig, ég þoli það ekki þegar fólk hagar sér á einkennilegan máta og heldur að ekkert sé eðlilegra. Hreinlega óþolandi.
nú ætla ég að "klukka" bumbubræðurna Hjalta og Steindór og skella einum á Lalla því ég sé að konan hans er bara búin.
kv.
fimmtudagur, september 22, 2005
ég var klukkaður
1) Þetta verður að bíða betri tíma því mér dettur ekkert í hug
kv.
þriðjudagur, september 20, 2005
Annars er það að frétta að ég ætti að fá íbúðina stuttu áður en ég fer út næst. Ég kem heim 10 okt en stefnan er að þetta gerist einhverntíman í kringum 26. eða 27. okt. Vegna þess að ég er í kappi við Ómar þá stefni ég á að halda innflutningspartí strax helgina eftir þ.e.a.s. 28. eða 29. okt. Þetta er samt ekki 100% en maður vonar bara það besta.
kv.
mánudagur, september 19, 2005
föstudagur, september 16, 2005
Fór ég á stúfana nú í vikunni að leita að afmælisgjöf fyrir frænda sem er ótrúlegt en satt að verða sjö ára. Lego lestarteinar eru efstir á afmælisóskalistanum því hann fékk lest þegar fjölskildan fór til DK hér um árið en teinarnir sem fylgdu henni ná bara í hálfan hring eins einkennilegt og það má vera. Hvað um það, eftir að hafa gert víðreist um borgina fann ég loks besta legóúrval landsins í Leikbæ Skeifunni. Þar finn ég fyrrnefnda teina og gríp tvo pakka í þeim hugleiðingum að versla þá og bæta þar við 80 tommum í lestarkerfi Hraunbæjar 188. Verður mér þá snarlega litið á verðmiðan sem mynnir mig svo um munar á þá svellköldu staðreind að ég er flugmaður. Tvö þúsund kall fyrir hvorn pakkann, varla handfylli! "Nei takk, hingað og ekki lengra, ég tek ekki þátt í svona löguðu" hrópa ég yfir búðina svo allir nærstaddir átti sig á afsöðu minni í málinu. Legg ég þá frá mér teinana og tek stefnuna rakleiðis út úr versluninni, staðráðinn í að finna teinana ódýrari á netinu og versla þá í UK.
Á vegi mínum út úr búðinni er Playmo deildin. Verður mér litið á stórt plaggat af Playmo hjónum í rómantískri lautarferð, ein án barnanna því þau eru sjálfsagt í pössun hjá Playmo afa og ömmu. Rekur mig þá í rogastans þar sem ég sé hvernig klámmenningin hefur rutt sér leið inn í leikfangaiðnaðinn. Playmokonana, eiginkona Playmomannsins var með barm. Þá erum við ekki að tala um neinn lítinn, svona til málamynda til að aðgreina Playmokonuna frá Playmokallinum ef maður skyldi vera með samfélag sköllóttra Playmo karla og kvenna heima hjá sér og hefði þ.a.l. ekki síða hárið til að aðskilja. Best held ég sé að láta myndirnar tala því þær segja meira en þúsund orð. Hér gefur að líta Playmo brúðhjón, ný gift og ótrúlega hamingjusöm, hvað ætli þau geri í kvöld eftir veisluna???? Það eina sem vantar er að háu ljósin séu kveikt. Þetta var ekki svona þegar ég var lítill að leika mér að Playmo og ég er mjög ósáttur við þessa þróun.
meira var það ekki
miðvikudagur, september 14, 2005
Líkt og ljón yfirbugar bráð sína er sölumaðurinn kominn á Ómar og segir:
"Þegar menn mæta hingað og spurja þessarar spurningar spyr ég alltaf á móti; viltu kaupa bíl sem eyðir 10 eða 20 lítrum á hundraðið. Wöttin segja EKKERT um það hversu mikinn sogkraft ryksugan hefur!!! EKKERT!"
Í framhaldi af þessu hefst hann handa við að lista þá hluti sem fara verst í ryksugur í krónólógískri röð. Á þeim tímapunkti sé ég mig knúinn til að snúa mér um 180° og finna eitthvað áhugaverðara til að skoða. Fljótlega finn ég mér gashelluborð sem er með nógu mörgum tökkum og snerlum til að halda mér uppteknum í góða stund.
Eftir að hafa tekið grand túr um verslunina á ég leið hjá ryksugusekjsóninu og yfirheyri hver staðan er á ryksugurannsóknum Ómars.
"þannig að er það rétt skilið hjá mér að vöttin segja ekkert um sogrkaft ryksugunnar" segir Ómar
"Já, það er rétt, wöttin segja ekkert, EKKERT til um sograft ryksugunnar. Þú getur kíkt á síður eins og test.de sem er þýsk síða sem fer yfir svona hluti"
sé ég að það lifnar yfir ómari og sölumaðurinn heldur áfram
"og þar eru einmitt ryksugur prófaðar og sogkrafturinn mældur og þeir komust t.d. að þeirri niðurstöðu að þessi hér"
bendir af miklum ákafa á eina af ryksugunum sem hann selur
"sem er 1800w var með gríðarlega góða sograft í sínum flokki."
Það er eins og við manninn mælt, ég finn hjá mér óstjórnlega löngun til að fikta í gufuháf með fjöldan allan af styllingum og ótalmörgum tökkum. Tíminn þýtur hjá og áður en ég veit af er bankað í öxlina á mér. Ég sný mér við og fyrir framan mig stendur Ómar, fölur og fár.
"Þessi maður er ótrúlegur, hann veit allt um ryksugur" segir hann með lotningu fyrir gáfum sölumannsins.
Við göngum út úr verslun Eyrvíkur við Suðurlandsbraut, Ómar margs vísari en ég bara í nokkuð góðum fíling.
Stefnir í nýjar myndir á myndasíðunni
miðvikudagur, september 07, 2005
Hef síðustu þrjú kvöld sótt námskeið til endurnýjunar á FI(A) flugkennararéttindum. Nú er því lokið og get ég ekki á nokkurn hátt megnað að lýsa hversu ánægður ég sé að þetta sé yfirstaðið. Reyndar var síðasta kvöldið ágætt því þar var farið yfir hluti sem maður gat meðtekið. Fyrri tvö kvöldin voru hinsvegar svo langt fyrir utan mitt athyglisspan að þó það hafi máski litið út fyrir það á tíðum að ég væri að fylgjast með þá var það einfaldlega vegna þess að mér er að takast ágætlega til við að þróa svip (facial expression) sem ég kýs að kalla "já er það virkilega!!??!?!" og nota gjarnan á flugstjóra sem vita það að jörðin er flöt.
Hvað um það.
Snjór niður fyrir miðjar hlíðar á Akureyri í morgun.
góða nótt
fimmtudagur, september 01, 2005
Ísland.... BEST Í HEIMI!
Þær fréttir bárust í vikunni frá Kína að fornleifafræðingar hefðu grafið 1.000 m niður í jörðina og fundið koparvíra. Kínversk stjórnvöld segja að þetta sýni svo að ekki verði um villst að Kínverjar hafi verið búnir að finna upp símann fyrir 1.000 árum.
Daginn eftir bárust þær fréttir frá Þýskalandi að fornleifafræðingar hefðu grafið 1.000 m niður í jörðina og fundið ljósleiðara. Stjórnvöld þar í landi og Evrópusambandið segja að þetta sýni að þjóðir meginlandsins hafi fundið upp stafrænar símstöðvar fyrir 1000 árum.
Í gær bárust þær fréttir frá íslandi að fornleifafræðingar hefðu grafið 1.000 m ofan í jörðina en ekki fundið neitt.
'islensk stjórnvöld fagna þessu mjög og segja hafið yfir allan vafa að það hafi verið íslenskir landnámsmenn sem fundu
upp þráðlaust símkerfi.