Nú er ég hneikslaður og finn mig knúinn til að segja frá.
Fór ég á stúfana nú í vikunni að leita að afmælisgjöf fyrir frænda sem er ótrúlegt en satt að verða sjö ára. Lego lestarteinar eru efstir á afmælisóskalistanum því hann fékk lest þegar fjölskildan fór til DK hér um árið en teinarnir sem fylgdu henni ná bara í hálfan hring eins einkennilegt og það má vera. Hvað um það, eftir að hafa gert víðreist um borgina fann ég loks besta legóúrval landsins í Leikbæ Skeifunni. Þar finn ég fyrrnefnda teina og gríp tvo pakka í þeim hugleiðingum að versla þá og bæta þar við 80 tommum í lestarkerfi Hraunbæjar 188. Verður mér þá snarlega litið á verðmiðan sem mynnir mig svo um munar á þá svellköldu staðreind að ég er flugmaður. Tvö þúsund kall fyrir hvorn pakkann, varla handfylli! "Nei takk, hingað og ekki lengra, ég tek ekki þátt í svona löguðu" hrópa ég yfir búðina svo allir nærstaddir átti sig á afsöðu minni í málinu. Legg ég þá frá mér teinana og tek stefnuna rakleiðis út úr versluninni, staðráðinn í að finna teinana ódýrari á netinu og versla þá í UK.
Á vegi mínum út úr búðinni er Playmo deildin. Verður mér litið á stórt plaggat af Playmo hjónum í rómantískri lautarferð, ein án barnanna því þau eru sjálfsagt í pössun hjá Playmo afa og ömmu. Rekur mig þá í rogastans þar sem ég sé hvernig klámmenningin hefur rutt sér leið inn í leikfangaiðnaðinn. Playmokonana, eiginkona Playmomannsins var með barm. Þá erum við ekki að tala um neinn lítinn, svona til málamynda til að aðgreina Playmokonuna frá Playmokallinum ef maður skyldi vera með samfélag sköllóttra Playmo karla og kvenna heima hjá sér og hefði þ.a.l. ekki síða hárið til að aðskilja. Best held ég sé að láta myndirnar tala því þær segja meira en þúsund orð. Hér gefur að líta Playmo brúðhjón, ný gift og ótrúlega hamingjusöm, hvað ætli þau geri í kvöld eftir veisluna???? Það eina sem vantar er að háu ljósin séu kveikt. Þetta var ekki svona þegar ég var lítill að leika mér að Playmo og ég er mjög ósáttur við þessa þróun.
meira var það ekki
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ja hérna já ég man ekki betur en að karlar og konur hafi verið eins "til bringunnar". Eins og þú segir hárið og kannski var hún í kjól og hann í peysu.. eða eitthvað þannig!! Man ekki betur. Og það dugði ótrúlega vel. Maður ímyndaði sér rest... ekki að maður væri eitthvað sérstaklega að pæla í brjóstum á leikföngunum sínum.
En já er erfitt að vera flugmaður með nýja íbúð upp á budduna? Gott þú ert ekki atvinnulaus! c",)
En já hamborgarar verða heima"bakaðir" héðan í frá, án efa.
Adjö HD
Oooo ég elska playmo....vá hvað ég lék mér mikið með það :)
Ragga
Skrifa ummæli