Finn mig knúinn til að setja eitthvað smá inn því ég verð eitthvað lítið í tölvusambandi næstu dagana.
Ætla að byrja á því að óska honum Bjarka Fannari Snorrasyni til hamingju með daginn í gær. Hann er reyndar ekki einn af tveim lesendum þessa bloggs af þeirri einföldu ástæðu að drengurinn er rétt orðinn sjö ára gamall, en ég treysti á að hamingjuóskum verði komið á framfæri við hann við tækifæri.
Svo er það spurning sem hefur nagað mig og mitt litla sálartetur núna í nokkra daga. Hver býr til nöfnin á kaffi?? Mocca Frappuchino, eitthvað í þá áttina. Er nefnd einhverstaðar í Brasillíuborg sem hittist á fimm og hálfs vikna fresti, sest niður, fær sér heitt Stro og piparkökur og hefst svo handa við að gera grín að heimsbyggðinni??
kv.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Jú better say something. Takka.
HAHAHa sé þessa nefnd fyrir mér að störfum HAHAHAHAHAHa sitjandi saman með Stro og piparkökur í sólbaði... nei það passar ekki. Maður borðar bara piparkökur í kulda að vetri svo þú verður að finna eitthvað annað.
Skrifa ummæli