Hvað skal segja þegar ekkert er að segja. Menn eru bara í fríi heima hjá sér, drekka latte og slappa af. Kaffihúsalíf mitt er reyndar það langt gengið að ég verslaði mér latte klippikort á Kaffibrennslunni um daginn og er vel á veg kominn með það. Á hinum enda lífs míns sem er um þessar mundir Wilmslow í nágrenni Manchester er ég orðinn það reglulegur gestur Cafe Nero að starfstúlkunar voru farnar að spurja mig þegar ég kom hvort það væri það sama og venjulega.
Hef síðustu þrjú kvöld sótt námskeið til endurnýjunar á FI(A) flugkennararéttindum. Nú er því lokið og get ég ekki á nokkurn hátt megnað að lýsa hversu ánægður ég sé að þetta sé yfirstaðið. Reyndar var síðasta kvöldið ágætt því þar var farið yfir hluti sem maður gat meðtekið. Fyrri tvö kvöldin voru hinsvegar svo langt fyrir utan mitt athyglisspan að þó það hafi máski litið út fyrir það á tíðum að ég væri að fylgjast með þá var það einfaldlega vegna þess að mér er að takast ágætlega til við að þróa svip (facial expression) sem ég kýs að kalla "já er það virkilega!!??!?!" og nota gjarnan á flugstjóra sem vita það að jörðin er flöt.
Hvað um það.
Snjór niður fyrir miðjar hlíðar á Akureyri í morgun.
góða nótt
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ennþá of hlýtt hérna fyrir snjó eða aðra hluti tengda kulda.
Kv Eskilstuna
Latte i hádeginu...
Skrifa ummæli