miðvikudagur, október 05, 2005

Hefst þá leitið. Leitin að þeim sem eru willing and able. Nú fæ ég íbúðina afhenta 4. nóvember en Á hvern maður getur treyst og hvern ekki.
Ég hef þegar hringt í Icelandair og beðið um frí fyrir Ómar í byrjun mánaðarins. Steindór, Hjalta og Rúnu þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því þau verða öll á landinu. Það verður orðið svo lítið að gera hjá Flugfélaginu Ernir að þeir verða teknir í heilu lagi. Frændgarðurinn bregst að sjálfsögðu ekki. Allt í allt telst mér til að um tuttugu manns verði í því að flytja fyrir mig á meðan ég hef það náðugt í UK. Svo verð ég bara í símasambandi til að gefa skipanir um hvert hvað á að fara.

kv.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertu viss um að þú eigir nógu mikið af dóti til að flytja til að ca 20 manns geti hjálpað þér?
"Já þú getur tekið þennan létta litla kassa - þú tekur lampann og svo megiði bara fara heim takk og bless"

HAHAHAHHAAHAHAH sé þetta alveg fyrir mér. Er eitthvað af þessu fólki laust núna til að hjálpa mömmu minni og pabba að flytja sem staðgengill minn. Er með samviskubit í að vera bara stungin af til útlanda og sé ekki á heimleið. Huhumm...
Krullan eina sanna

Nafnlaus sagði...

Ég bara verð að segja að þetta er ekkert smá flott mynd sem þú varst að fixa þarna í photoshop með þrýstilofts- og skaftdrifinnagastúrbínuloftafarinu.