
Kæra dagbók, í morgun vaknaði ég klukkan níu. Ég leit á klukkuna og hugsaði, ahhhh fimmtán tímar af hreynni sælu framundan, svo lagði ég mig í hálftíma í viðbót.
Kæra dagbók, í dag fór ég í kringluna og keypti mér ostaskera. Þetta er enginn venjulegur ostaskeri skal ég segja þér kæra dagbók því hann er úr plasti og á ekki í neinum vandræðum með að skera mjúkan ost. Ómar keypti sér alveg eins ostaskera og var það í rauninni að hans frumvæði að við gerðum okkur ferð í Kringluna til að versla ostaskerana. Hann hafði frétt af því hjá Kára og Ragnhildi að þeir fengjust í búsáhaldabúðinni í Kringlunni og gerðum við okkur því ferð til að versla þá. Við vorum svo


2 ummæli:
Það má vart á milli sjá hvort sé lekkerararara... skerinn ellegar Ómarinn.
Já þetta er hinn fínasti ostaskeri enda get ég vottað góðleika hans. Ekki akkúrat þessarra 2gja skera en svona eins skera. Til lykke með skerann.
Dagbókin (SE)
p.s Líkt ómari að klára heilt stykki til að prufa. HAHAHAHHAHAHA
Skrifa ummæli