þriðjudagur, desember 06, 2005

Hajj = Hats = Pílagrímaflug

Nú eru hlutir all verulega farnir að skírast, enda ekki seinna vænna. Ferðalagið hefst í fyrramálið með flugi frá Keflavík til London. Í London verður lagst inn á hótel í nokkra tíma þegar skundað verður aftur út á völl og tékkað inn hjá Cathay Pacific. Eftir tólf tíma endalausa gleði og hamingju í háloftunum tillum við niður fæti í gleðiborginni Hong Kong. Það verður þó stutt gaman því tveim tímum síða eigum við flug yfir til Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Um tuttugu og sjö tímum eftir brottför frá Keflavík verðum við í blíðunni í Indó, helþreytt en vel sátt vona ég.

meira síðar

kv.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá þetta er ekkert smá ferðalag...

Ragga

Nafnlaus sagði...

Jättekul...

Værirðu ekki til í að taka Kallinn minn með? Það þarf eitthvað að viðrann og hressann við. Geturðu ekki tillt niður tá hérna - hann er enga stund að stökkvum borð.

Gangi þér vel, ADJÖ, HD

Nafnlaus sagði...

Hvers vegna er ég ekki að fara til Jakarta - alger bömmer.
Ég bið að heilsa öllum kellingum sem eru fyrir augað.
HIC