Þá hefur mér tekist að setja reykskynjarann í gang tvisvar við eldamensku hérna í eyjum. Væri reykskynjari útá svölum væru skiptin orðin þrjú og meiri líkur en minni að hann hefði brunnið á kjúklingabrennuni sem ég hélt eina kvöldstund hérna fyrir vinnufélaga mína. Í gærkvöld var ég að elda vorrúlur og ákvað það að þótt þær eigi að eldast á 200°c í 20-22 mínútur væri sjálfsagt sniðugt að hafa þær í 25 mínútur og blasta 250°c á þær síðustu fimm mínuturnar. Það reyndist ekki vera góð hugmynd. Til allrar hamingju eldaði ég grjón fyrir fjóra þannig að ég leið ekki skort.
Ég gleymdi að mynnast á það hérna um daginn þegar ég var að bjóða uppá fría gistingu í eyjum að inní henni fylgi lágmark ein frí máltíð, elduð af húsbóndanum, mér. Ég er búinn að taka batteríið úr reikskynjaranum þannig að hann ætti ekki að trufla mig framar við eldamennskuna.
Hér er tilkynning til ungra sveina á leiðinni út á lífið:
Frést hefur af skæðum faraldri kvenna á “besta” aldri í bænum eftir miðnætti um helgar. Þekkja má óargadýrin á danssporum þeirra og því að þær skilja eftir sig bláa marbletti á rasskinnum fórnalamba sinna. Tilraunir benda til þess að hægt sé að losna við þær með því að fá vini sína til að spurja ykkur spurninga eins og “ertu kominn á séns með tengdamömmu?”. Ef það ber ekki árangur má fara í róttækari aðgerðir og varpa fram vangaveltum á borð við “hvernig var það á stríðsárunum, óðuð þið ekki í strákum þá?” og “gætiru sagt mér, á hvaða hæð býrðu á Hrafnistu? Ég er eiginlega alveg viss um að ég hafi séð þig síðast þegar ég heimsótti langömmu!”.
Fórnalömbum er bent á að taka stóran skamt af alkahóli til að gleyma.
Fór í mitt fyrst sjúkraflug í gærmorgun... svosum kanski ekkert til að gleðjast yfir, þannig, en samt reynsla.
Nú er ég búinn að finna mér nýtt hobbí, eða öllu heldur var ég dreginn inn í hóp af ofurhugum sem ætla að stunda PPG í sumar. PPG stendur fyrir Powerised paragliding og virkar einfaldlega þannig að maður hangir í nokkurskonar fallhlíf sem er eins og mjög stór vængur í laginu. Á bakinu er maður með mótor sem knýr mann áfram og gerir manni kleyft að fljúga um. Maður kemst í loftið frá láglendi, þarf ekki að hoppa fram af fjalli eða úr flugvél og maður getur víst klifrað alveg ótrúlega hátt í þessu. Meira um þetta síðar en fyrir áhugasama þá má skoða síður á borð við Skytoy og paragliding.com
Þegar ég hef komið myndasíðu í gang hérna þá hefst ég handa við að dæla inn myndum af þessu.
Kveðja
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli