Ætla að byrja á því að vara Tryggva og önnur háskólanörd við því að það verður svoldið svæsið flugblogg í dag. Ef þið hafið á annað borð áhuga á að lesa bloggið mitt en nennið ekki að fræðast um áhugaverða, flugtengda atburði í lífi mínu þá bendi ég ykkur á að sleppa fyrstu málsgreininni. Grunar samt að forvitnin eigi eftir að hafa yfirhöndina og láta ykkur lesa allan pakkann.
Þá er aldeilis almennilegur dagur að baki hjá pjakknum. Gærdagurinn fór í vaskinn vegna vinds og misstum við því af fullt af ferðum á Selfoss á Chieftaininum (stóru vélinni). Í dag kom hinsvegar upp leiguflug á Bíldudal frá Reykjavík. Bíldudalur er fyrir þá sem ekki vita rétt hjá Patreksfirði en hann er einmitt rétt hjá Tálknafirði sem er rétt hjá Þingeyri. Þingeyri er rétt hjá Flateyri sem er rétt hjá Bolungavík. Ef þið eruð ekki enþá með á nótunum þá legg ég til að þið kíkið í landabréfabókina sem þið fenguð gefins í grunnskóla. Áhöfnin í þessu flugi voru Kapteinn og Leiðarflugsprófdómarinn Bjarni og aðstoðarflugmaðurinn hans, Birkir Örn. Á leiðinni vestur vorum við með tvo farþega og þrjúhundruð og fimtíu kíló af frakt og á leiðinni til baka vorum við með sjö farþega og smotterí af frakt. Flugið var flogið á flugnúmeri frá Íslandsflugi, sem er ótrúlega töff fyrir svona amatöra eins og okkur. “Íslandsflug 721 óskar eftir lækkun....”. Við vorum mestu töffararnir í íslenska flugstjórnarrýminu og þótt víðar væri leitað. Inná Bíldudal tókum við Fossheiðar aðflugið og tókst það bara nokkuð vel. Bíldudalur var skemtilega local og má kanski benda á að það er ekki GSM samband á flugvellinum fyrir þá sem hyggjast leggjast í ferðalög. Böddi í turninum bauð uppá kaffi og Lási Lögga kom og sótti tölvuna sína sem við vorum að fljúga með. Á leiðinni til Reykjavíkur fengum við fluglag 100 (FL100), sem er töff, og náðum að krúsa þar í 10 mínútur. Svo þegar við lentum í Reykjavík eftir flugið komu tvær dömur og löguðu til í vélinni fyrir okkur. Þetta allavegana bjargaði deginum fyrir okkur, mig og kapteininn. Svo virðist sem það hafi verið orðið kjúklingalaust í Vestmannaeyjabæ í dag því á lokaleggnum til Vestmannaeyja vorum við beðnir um að flytja hálft tonn af frosnum kjúklingum. Við gátum auðvitað ekkert tekið það allt en um tvöhundruð kíló af frosnum kjúklingalíkum komust með. Svo var bara þjóðhátíðarstemning í Bakkafluginu þegar við komum til baka því rúmlega 60 manns hafði safnast saman á Bakka þegar við komum örlítið of seinir frá Reykjavík. Að lokum munaði litlu að dagurinn yðir sleginn út með sjúkraflugi en það varð ekkert úr því.
Á þriðjudag ákvað ég að nú væri komin tími til að taka sig til í andlitinu og fara að elda eitthvað annað en vorrúllur og grjón í matinn. Fyrst ég var að taka mig á á einu sviði í heimilishaldinu fanst mér rétt að ganga aðeins lengra og taka mig á í innkaupum. Ég settist niður, gerði innkaupalista og fór í Krónuna og verslaði viku fram í tímann! Allt var útpælt útfrá síðasta söludegi á hverjum hlut fyrir sig o.s.frv. Fyrsta daginn, sjálfan þriðjudaginn, skyldi vera kjötfarsbollur eins og ég lærði að gera í matreiðslu einhverntíman um árið. Þær eru einfaldlega þannig að maður slettir kjötfarsi í pott með vatni í og lætur sjóða. Kartöflur voru ætlaðar sem meðlæti en þar sem mér var aldrei kennt elda svoleiðis í matreiðslu þurfti ég að hringja í mömmu og spurja hvernig maður færi að. Þetta er með ógirnilegri máltíðum sem ég hef eldað og allt kvöldið var ég ropandi upp fitumettuðum kjötbolluropum. Ég mæli ekki með kjötfarsbollum.
Síðan á þriðjudag er ég búinn að elda máltíðir eins og Krónupizzu með aukaosti og ananas, Knorr 5 minute Spagetteria, og Knorr lasagna. Planið í kvöld er að fá sér Vorrúllur og grjón, öllum velkomið að kíka í mat.
Nú ákvað ég um daginn að tími væri kominn til að þrífa aðeins á heimilinu. Haldið þið að ég hafi ekki rekist á snilldar hlut í 10-11. AJAX FÊTE DES FLEURS – FESTBUKETT UNIVERSAL/ALLRENGÖRING. Þetta eru svona blautklútar frá Ajax sem maður notar á allt og þegar ég segi allt þá meina ég ALLT. Klósettið, eldhúsborðið, sjónvarpið, sófaborðið o.s.frv. Ég sveif hérna um heimilið eins og Mr. Muscle. Nú ilmar allt á heimilinu eins og í Ajax auglýsingu, get ég ímyndað mér, eins og veislublómvöndur (festbukett). Eins og þið getið ímyndað ykkur þá er ég í skýjunum yfir þessu.
Nú ætla ég að hafa þetta gott í bili en ef þið viljið leita ráða varðandi eldamennsu eða heimilisþrif þá vitið þið að ég ykkur alltaf innan handar, 24/7.
kveðja
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli