þriðjudagur, apríl 20, 2004

útdauður Geirfugl

Nú er ég orðinn útdauður Geirfugl. Seldi hlutinn minn í dag þannig að það verður ekkert meira einkaflug á næstunni..... nema bara á PARAGLIDER! Búinn að borga minn hluta í honum þannig að ég er stolltur eigandi hlutar í PARAGLIDER. Þannig að PARAGLIDER er málið í dag og reikna ég ekki með að verða viðræðuhæfur næstu mánuðina nema kanski ef umræðuefnið er PARAGLIDER. Á morgun er planið að rúlla til Keflavíkur þar sem PARAGLIDER-inn er geymdur. Ætlunin er að taka PARAGLIDER-inn með til eyja og hafa hann uppá Bakka í nokkra daga þar sem við Bjarni (flugstjóri og leiðarflugsprófdómari (einkahúmor)) ætlum að æfa okkur þegar veður gefst. Mig grunar reyndar að ég þurfi að fá mér sér hjálm á melónuhausinn minn.... finnum útúr því.

Nú er allt að gerast í "bílamálinu" í eyjum. SökuDÓLGURINN er fundinn og reyndist það vera bíllinn sem mig grunaði frá upphafi. Ökkumaðurinn var hinsvegar að fá bílinn lánaðann og ákvað að þakka fyrir sig með einu nettu HIT-N-RUN. DÓLGURINN sem reyndist vera ung stúlka stakk svo samdægurs af uppá land og hefur ekki sést aftur. Interpol og FBI hafa lýst eftir henni og verður hún sett í gapastokk, hídd, hædd og niðurlægð á þann hátt sem Bæjarfógeta Vestmannaeyja einum er lagið þegar næst til hennar. Þannig að það er allt í réttum farvegi. Ég lét kíkja á tjónið á réttingarverkstæði. Það þarf að skipta um afturhurð!!!!!!!!!!!!!!!!

Var ég búinn að minnast á PARAGLIDERINN....... ætli það ekki.

Bara svo allir viti það, HELGA DRÖFN er í útlöndum. Hún lætur svona vita af því á mjög snyrtilegan hátt, sbr. eftirfarandi sem er tekið af commnetinu:
"Já og ég er á leiðinni .... þarf að koma fyrst heim frá Corbridge en kem svo.. name the date
já hehe Helga Dröfn hérna | 04.17.04 - 4:22 pm | "
"og ég skal bara hringja héðan frá Corbridge UK og reddissu "
"Annars allt gott að frétta héðan frá Englandi svo sannarlega búið að strauja vísa!! "
En það er nú bara gott mál því þá hef ég eitthvað að skrifa um hérna. Helga Dröfn, góða skemmtun í útlandinu.

Ráðningamál í eyjum eru öll að skýrast. Ég reyndar veit ekki af hverju ég er eitthvað að mynnast á það hér þar sem kanski einn aðili sem les þetta hefur áhuga á þessu efni, en hvað gerir maður ekki til að hafa bloggana sem lengsta. Það er búið að ráða þrjá aðila eftir því sem ég best veit. Fyrstan ber að nefna Jóa Pálma sem var einmitt með mér í bekk og er fæddur og uppalinn í eyjum. Hann hefur lokið sinni P68B/C þjálfun og mun mæta fílefldur til leiks á mánudaginn næstkomandi. Næstur er hann Siggeir. Siggeir ákvað að kíkja til eyja í gær til að reyna að hitta á Valla (Bossinn) og vildi svo til að Valli réð hann á staðum. Hér kemur svo parturinn sem Hr. Icelandair og Frú FLugfélag Íslands ættu að kíkja á og taka Flugfélag Vestmannaeyja sér til fyrirmyndar í. Siggeir er ráðinn í gær. Innan við hálftíma frá ráðningu er hann kominn um borði í P68C flugvél Flugfélags Vestmannaeyja og þjálfun er hafin. Í lok dags er Siggeir búinn að fara fjöldann allan af ferðum milli Bakka og Eyja, eina ferð til Reykjavíkur og þjálfunarflug yfir norður Atlandshafinu, þar sem Bjarni (leiðarflugsþjálfunarprófdómari) lét reyna á færni hins nýráðna. Það má því segja að Siggeir hafi lokið þjálfuninni á sama degi og hann var ráðinn! Siggeir var einmitt með okkur Jóa í bekk. Sá þriðji, svo ég haldi nú áfram, er Hilmir Steindórsson. Hvenar hann byrjar þori ég ekki að tjá mig neitt um, giska á einhverntíman í maí.

Og að lokum. Eins og allir vita þá eru flugmenn áskrifendur að laununum sínum. Í þau fáu skipti sem þeir eru ekki í fríi þá er ófært og þegar þeir eru ekki í fríi og það er ekki ófært þá kvarta þeir yfir því hvað þeir vinna mikið. Ég hef ákveðið að nota þann gríðarlega aukatíma sem ég hef milli þess sem ég er í fríi að "gera upp" litla kommóðu sem ég fékk gefins síðasta sumar frá mömmu hans Ómars. Kommóðan er máluð rauð og hef ég hugsað mér að pússa hana alla upp og svo lakka hana eða olíubera eða einhvern anskotann. Áætlaður verktími er 2-3 mánuðir. Ég mun regluglega setja inn upplýsingar um framgang verkefnisins hér en ef ykkur er farið að lengja sérstaklega eftir fréttum af kommóðunni þá látið þið mig bara vita. Svo þið áttið ykkur á því á hvaða tempói þetta er unnið kemur hér smá tímaröð aðgerða hingaðtil:

Lok febrúar: Kem til vinnu í Eyjum, ákveð að gera upp kommóðuna

Fysta vika mars: Hugleiði það hvort ég eigi að taka kommóðuna í heilu lagi uppá flugvöll eða hvort ég ætti kanski að taka skúffurnar fyrst og svo sjálfa kommóðuna síðar

Önnur vika mars: Ræði það við Hannes flugvirkja hvort ég fái ekki lánaðar græjur og aðstöðu í flugskýlinu til að vinna verkið

Þriðja vika mars: Tek eina skúffu uppá völl, set restina af kommóðunni fram á gang.

Fjórða vika mars: Skrúfa haldföngin af skúffinni og geri mig líklegan til að byrja að pússa
Síðar í fjórðu viku mars: Byrja að pússa en kemst að því að sandpappírinn (180) sé ekki nógu góður fyrir þetta, viðaráferðin sem er undir rauðu mállingunni bráðnar þegar ég reyni að pússa með svona fínum pappír. Ræði það við Hannes að ég þurfi væntanlega grófari pappír og hvar ég fái hann

Fyrsta vika apríl: Ræði það betur við Hannes hvar ég fái sandpappír

Önnur vika apríl: Hannes reddar mér grófasta sandpappír sem hann fann á pússigræjuna (90)

Þriðja vika apríl: Hér fara hlutirnir að gerast hratt. Ég ákveð að taka kommóðueininguna uppá völl, geri það, byrja að pússa hana og klára toppplötuna.

Hér erum við komin í þessu ferli, spurning hvað gerist næst.


nú er komið nóg
kveðja

Engin ummæli: