Jæja, haldið þið ekki að hetjan ykkar hafi ekki bara FLOGIÐ paraglidernum sínum í dag. Ekki bara einusinni, heldur tvisvar! Það dró reyndar fleira til tíðinda en ég fer útí þá sálma síðar í bloggnum. Ég og Hannes, aðal töffari Vestmannaeyja, skelltum okkur uppá Bakka í dag eftir vinnu því veðrið var eins og best verður á kosið. Við byrjuðum á því að hamast með vænginn einan á mótors. Það gekk svona líka glimmrandi vel að við ákváðum að skella mótornum á bakið og prófa með hann. Og viti menn, ég var varla búinn að koma honum í gang að ég var kominn í loftið. Þar flögraði ég um í smá tíma og tók svo þessa fínu lendingu. Þetta var alvegt ótrúlega afslappað en flugtúrinn var þó stuttur því ég var í jaðrinum á flugvellinum og þorði hvorki að fara útfyrir hann né að fljúga undan vindi. Þessi stutti túr var enganvegin nóg þannig að við keyrðum niðrá austurenda flugbrautarinnar með apparatið þar sem ég gat flogið uppí vindinn (til vesturs) góðan spöl. Fugtakið þar gekk vonum framar og áður en hægt var að segja rabbabarasulta var ég kominn í loftið aftur. Þarna flögraði ég í smá tíma, beygði til hægri, beygði til vinstri, klifraði, lækkaði flugið og tók svo þá afdrifaríku ákvörðun að nú væri kominn tími til að fljúga undan vindi. Ég tók því netta vinstir beygju í þveröfuga átt og hóf flug til austurs. Á þessari austuferð minni missti ég hinsvegar hæð smá saman. Flygildið virkar einfaldlega þannig að þegar maður gefu í þá klifrar maður og þegar maður dregur af þá lækkar maður flugið. Svo ég fari nú útí smá tæknilega útskýringu þá er proppurinn gíraður niður í hlutföllunum 2,42:1. Gírinn er einfaldlega tvö mismunandi stór hjól sem eru tengd saman með viftureim (eða reim... eða hvað sem það kallast). Þegar ég var þarna á flugi áttaði ég mig á því að reimin snuðaði þegar ég gaf fullt afl og var ég því ekki að fá allt það þröst sem mótorinn getur boðið uppá. Þetta voru slæmar fréttir því mig sárlangaði til að klifra. Það gekk hinsvegar ekki og endaði með því að þyngdarhröðun jarðar bar sigur af hólmi og ég krassaði. Nú kann amatörinn að spyrja: Af hverju lentiru ekki bara???? Svarið er einfalt, þetta er fáránleg spurning!!! Förin eftir mig þar sem ég skautaði eftir þverum og endilöngum móanum á Bakka mældust 15 metrar en vildi þó svo vel til að ég var utan brautar þar sem jarðvegurinn er mjög mjúkur. Og eftirköstin.... Proppurinn (hreyfillinn) er ónýtur, grindin utanum hann er skökk og netið á grindinni rifið. Ég hinsvegar er heill á húfi og hyggst fljúga aftur við fyrsta tækifæri með strekkta viftureim. Það versta er að nú er ekki hægt að fljúga tækinu næstu dagana á meðan varahlutir eru í pöntun og gert er við skemmdir.
Nú ætla ég að biðja OG Vodafone afsökunar. Hjá OG vinnur einungis fyrsta flokks fólk, menntað og ótrúlega hæft í sínu fagi. OG er gott símafyrirtæki og jafnvel enþá betra Internet fyrirtæki. Nafnið, OG Vodafone, er alveg ótrúlega skemtilega frumlegt og vísa ég alfarið á bug gagnrýni Gunna í kommentunum mínum. Ég vil nota tækifærið og mæla sérstaklega með OG Vodafone framyfir Símann.
Og af hverju er ég að biðjast afsökunar?? Allt þetta tengingarvesen hjá þeim reyndist vera eitthvað rugl hjá Símanum. Það hlaut að vera því Síminn er þvílíkt pappakassa fyrirtæki að það sætir furðu að það haldist á floti. Annað eins þjónustuleysi, leti og aulagangur...... maður bara nær þessu ekki. Það er alveg ljóst að ég mun aldrei eiga viðskipti við þetta...... nei þetta er full langt gengið, hætti hér.
kv.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli