Ævintýri dagsins.
Fékk góða gesti í heimsókn. Ómar sjarmör mætti með þrjár gellur í annari og sóleraugu í hinni á litlu veðurvinina í suðurhöfum. Sem stoltur innfæddur Eyjamaður reyndi ég að fræða gestina um allt sem fyrir augu bar við mis góðar undirtektir/eftirtektir/áhuga. Farið var í bátsferð með Viking Tours sem er snilldar fyrirtæki sem ég mæli eindregið með og bendi ég á síma 488-4884. Eftir rúnt um helstu perlur eyjarinnar s.s. Golfvöllinn, Flugvöllinn og Foldahraun 42 var endað á Cafe Maria þar sem lúffengar pizzur voru snæddar af bestu lyst. Kvartettinn yfirgaf svo eyjuna með tárin í augunum í kringum fréttir. Ég þakka góða heimsókn.
Í gær fór fram hið margumrædda kvennahlaup. Gott og vel, ég er ánægður með að konur skuli taka upp á því að hreyfa sig því það er gott fyrir þær, rétt eins og það er gott fyrir okkur karlpeninginn. Eitt er það í tengslum við þetta hlaup sem fer mjög fyrir brjóstið á mér, nefnilega nafnið. KvennaHLAUP stendur á auglýsingunum vítt og breitt um bæinn. Konur rotta sig saman í heitupottunum og tala um kvennaHLAUPIÐ, hverjar ætli að vera með í HLAUPINU o.s.frv. Svo kemur stóri dagurinn, stórfylking kvenna af öllum stærðum og gerðum teppa bílastæðið við sundlaugina þannig að grandlausir karlmenn eiga erfitt með að komast leiða sinna. Bleiki liturinn tröllríður öllu sem kemur nærri, maður verður hálf smeikur og ákveður að halda sig innandyra. Þegar HLAUPIÐ stendur sem hæst kíki ég svo út um gluggan, svona rétt til að sjá hvernig gengur hjá stelpunum, hvort þær séu ekki að standa sig. Og hvað blasir við? Jú stórfylkingin er svo sannarlega komin með einhvern skriðþunga en hann er ekki mikill. Við mér blasir fjöldinn allur af bleikum bolum í rólegheitar sunnudagsgöngutúr. Ein og ein smástelpa sprettir úr spori en meira er það ekki. Um kvöldið sé ég svo fréttir þar sem fjallað er um kvennaHLAUPIÐ og myndir sýndar frá öllum helstu þéttbýlisstöðunum s.s. Tálknafirði, Króksfjarðarnesi, Hauganesi og Bolungavík. Allstaðar blasir við sama sjónin, tugir ef ekki hundruðir kvenna á rólegheitagöngu um götur og torg. Og þá er ég kominn að kjarna málsins. Af hverju heitir þetta kvennaHLAUP? Af hverju ekki bara hreyfingardagur kvennar, eða kvenna gangan/hlaupið, eða eitthvað sem kemst nær því að lýsa því sem fram fer?
Að lokum langar mig til að birta textann við hið stórgóða Kennahlaupslag sem heitir því skemtilega nafni "Hlauptu stelpa hlauptu!"
Álfrúnu finnst sport að fara í hlaupaföt
Inga fílar útiloftið tært.
Eydís þolir ekki að liggja inni löt
Og amma Lúlú elskar frægðarljósið skært.
Kittý þykir kílómetrinn taka í
Kötu finnst það bæði ljúft og létt
Sigga tók sér pásu og skrapp í bakarí
En tók svo svakalega langan endasprett
Viðlag
Hlauptu stelpa hlauptu
Sýndu hvað þú getur
Hlauptu stelpa hlauptu
Leti gefðu spark!
Hlauptu stelpa hlauptu
Sumar, vor og vetur
Hlauptu stelpa Kvennahlaup
Alla leið í mark!
Íris hefur eyrnaskjól og vettlinga
Anna gamla dúkkuvagninn fann
Þar má finna kisu og nokkra kettlinga
Sem konan vildi ekki skilja útundan!
Rúnar vildi líka reyna að taka þátt
Keppnisþrá í Rúnka brjósti brann
En snemma hlaups fékk Rúnar greyið sinadrátt
Og síðan fauk burt síðan krulluhárkollan!
Viðlag
Hlauptu stelpa hlauptu…
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ dúllan mín.. hehe djók! Kann ekki að vera væmin :S
Til hamingju með þetta skyndi-Svíþjóðar-ævintýri. Do your best, hlakka til að heyra frá þér!
Skrifa ummæli