mánudagur, júní 07, 2004

Top Gun

Jæja, þá er strákurinn búinn að horfa á Top Gun, kominn tími til.
Ég var orðinn þreyttur á að fá alltaf sömu viðbrögðin þegar fólk og þá sérstaklega kollegar mínir fréttu af því að ég væri orðinn 26 ára og hefði aldrei séð myndina. "HEFURU ALDREI SÉÐ TOP GUN?!!!?!?!??????!, ER EITTHVAÐ AÐ ÞÉR????!?, ÞÚ ERT EKKI ALVÖRU FLUGMAÐUR FYRR EN ÞÚ HEFUR SÉÐ TOP GUN!!!!!!!!!!!!!!!!". Frekar lummó og þreitt komment. Þannig að ég tók málin í mínar hendur og horfði á meistarastykkið. Þvílíkt og annað eins, ég hef bara aldrei á ævi minni allri séð nokkuð sem kemst í hálfkvist við þvílíka mesitarasnilldarótrúlega snilld. "Talk to me GOOSE" og "(ICEMAN)You are still dangerous......... you can be my wingman anytime, (MAVERICK)bullshit, you can be mine!" eru snilldar textar sem eiga sér enga líka í kvikmyndasögunni. Ég einfaldlega held ekki vatni!

Svo ég renni nú í stuttu máli yfir söguþráð myndarinnar fyrir þá sem ekki hafa séð hana sem og þá sem hafa séð hana en eru búnir að gleyma.

Myndin fjallar um Maverick (leikinn af Tom Cruise) og Goose (leikinn af Dr. Green þegar hann var nógu ungur til að hafa hár og nógu viltur til að hafa yfirvaraskegg). Maverick svipar mjög til mín, ungur og snargeðveikur orustuflugmaður, algjör töffari með gríðarlega hæfileika í genunum. Goose er á hinn bóginn mun jarðbundnari en þó léttgeggjaður með yfirvaraskegg, aðstoðarmaður Maverick í flugvélinni. Maverick og Goose eru staðsettir á flugmóðurskipi á Indlandshafi eitthvað að dandalast þegar þeir komast að því að þeir hafa verið teknir inn í TOP GUN skólann. Top Gun skólinn er líkur Flugskóla Íslands að því leiti að þar læra aðeins Best of the Best of the Best! Þeir Maverick og Goose eru feikna kátir með að hafa fengið að fara í þennan gríðargóða skóla en komast þó fljótlega að því að samkeppnin er mjög hörð. Meðal nemenda í téðum skóla er t.d. ICEMAN, hrokafullur vitleysingur, kallaður ICEMAN vegna þess að hann er svo svalur þegar hann flýgur að hann gerir aldrei mistök. Skólinn gengur aðalega út að það að leika sér í Dogfight á móti kennurunum tvisavar á dag. Verðlaun eru í boði fyrir þann flugmann sem vinnur oftast og er baráttan feiknar hörð milli þeirra erkifjendanna Maverick og ICEMAN. Verðlaunin eru ekki af lakari taginu, verðlaunabikar, nafn vinningshafans uppá vegga og staða sem Top Gun kennari! Það dregur svo til tíðinda þegar Maverick lendir í því að fá jetwash í mótórinn hjá sér sem veldur flameout á mótorinn stórnborðsmeginn og svo bakborðsmegin og að lokum flötum spuna sem hann gat ekki náð sér úr.
Fyrir þá sem eru ekki mikið í flugi er hægt að útskýra þetta á eftirfarandi máta: þú ert að keyra strætó á 230km/klst niður brekku og framundan er hengiflug. Fyrst springur hægra framdekk, svo stuttu síðar vinstra...... nema þú hafir einhverja leið til að skjóta þér út í fallhlíf eru dagar þínir taldir.
Þeir Maverick og Goose voru svo hepnir að vera staddir í frekar tæknilegri flugvél sem býður uppá það sem staðalbúnað að hægt sé að skjóta sér út í fallhlíf. Það tók hinsvegar tíma að teigja sig í handfangið og þegar það tókst reyndist búnaðurinn ekki betur en svo að Goose skellur með höfuðið í gluggann og lætur lífið. Við tekur um tólf mínútna langt drama sem ég mæli með að fólk spóli yfir en í stuttu máli þá ætlar Macerick að hætta í skólanum en hættir við að hætta eftir samtal við kennara sem hann lítur upp til. Maverick útskrifast svo, er sendur á flugmóðurskip og lendir í bardaga við vonda menn ásamt Iceman. Þeir standa sig eins og hetjur, allt endar vel, þeir verða félagar og wingman setningin sem ég nefndi kemur. Í gegnum alla myyndina er svo eitthvað ástarsamband að þróast milli Maverick og eins kennarans (sem er kona).

kv.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ok,ok,ok, stoppum aðeins hérna, vóó,vóó,vóó.
Segjum sem svo að ég sé ekki búinn að sjá þessa mynd.
Þá myndi ég segja núna eftir að hafa lesið þessa mestaralýsingu hjá þér kall: "Váááá, þetta hlítur bara að vera mynd aldarinnar. Ég verð að sjá hana STRAX"
Ég þakka fyrir að rifja þetta meistarastikki upp fyrir mig. Ég hafði mikið gaman af.

Melurinn