miðvikudagur, september 14, 2005

Hér sit ég við eldhúsborðið á Hjarðarhaganum, hakka í mig skúffuköku sem slett var í í morgun. Ómar fer hamförum á skúffukökunni, bætti ís við og afsakar sig á sunnudagsreglunni með því að hann verði ekki heima næsta sunnudag. Sjálfsblekking af verstu sort if you ask me. Pælingar dagsins sem ég hef reynt af fremsta megni að halda mig sem lengst frá eru ryksugur. Alveg sárlega vorkenni ég sölumanninum í Eyrvík sem veit meira en góðu hófi gegnir um ryksugur og allt sem þeim fylgja. Ómar mætir í Eyrvík og spyr hvort hann eigi að fá sér 1800W eða 1900W ryksugu.
Líkt og ljón yfirbugar bráð sína er sölumaðurinn kominn á Ómar og segir:
"Þegar menn mæta hingað og spurja þessarar spurningar spyr ég alltaf á móti; viltu kaupa bíl sem eyðir 10 eða 20 lítrum á hundraðið. Wöttin segja EKKERT um það hversu mikinn sogkraft ryksugan hefur!!! EKKERT!"
Í framhaldi af þessu hefst hann handa við að lista þá hluti sem fara verst í ryksugur í krónólógískri röð. Á þeim tímapunkti sé ég mig knúinn til að snúa mér um 180° og finna eitthvað áhugaverðara til að skoða. Fljótlega finn ég mér gashelluborð sem er með nógu mörgum tökkum og snerlum til að halda mér uppteknum í góða stund.
Eftir að hafa tekið grand túr um verslunina á ég leið hjá ryksugusekjsóninu og yfirheyri hver staðan er á ryksugurannsóknum Ómars.
"þannig að er það rétt skilið hjá mér að vöttin segja ekkert um sogrkaft ryksugunnar" segir Ómar
"Já, það er rétt, wöttin segja ekkert, EKKERT til um sograft ryksugunnar. Þú getur kíkt á síður eins og test.de sem er þýsk síða sem fer yfir svona hluti"
sé ég að það lifnar yfir ómari og sölumaðurinn heldur áfram
"og þar eru einmitt ryksugur prófaðar og sogkrafturinn mældur og þeir komust t.d. að þeirri niðurstöðu að þessi hér"
bendir af miklum ákafa á eina af ryksugunum sem hann selur
"sem er 1800w var með gríðarlega góða sograft í sínum flokki."
Það er eins og við manninn mælt, ég finn hjá mér óstjórnlega löngun til að fikta í gufuháf með fjöldan allan af styllingum og ótalmörgum tökkum. Tíminn þýtur hjá og áður en ég veit af er bankað í öxlina á mér. Ég sný mér við og fyrir framan mig stendur Ómar, fölur og fár.
"Þessi maður er ótrúlegur, hann veit allt um ryksugur" segir hann með lotningu fyrir gáfum sölumannsins.
Við göngum út úr verslun Eyrvíkur við Suðurlandsbraut, Ómar margs vísari en ég bara í nokkuð góðum fíling.

Stefnir í nýjar myndir á myndasíðunni

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahahahaha...þetta var fyndið blogg hjá þér :)

Ragga

Nafnlaus sagði...

Þetta hljómar frábærlega. Hvað gerðist svo, spennan er að fara með mig .... eða þannig. M

Nafnlaus sagði...

Mmmmm... sogkraftur...

Nafnlaus sagði...

JA hérna - en spennandi að kynnast svona gaur.
"Já sæl ég heiti Abratakus og ég sérhæfi mig í ryksugum hvað má bjóða þér að vita um þær???"
Ótrúlega spennandi saga =) vonandi kemur framhald bráðum

CRUSTY