miðvikudagur, september 28, 2005

Jæja, eins og sjá má af myndinni fyrir ofan, eða neðan, þá er strákurinn búinn að fá sér nýtt úr. Kaupverð verður ekki gefið upp enda trúnaðarmál milli mín og seljanda en ég get þó gefið það upp að úrið fékkst á mjög góðum prís einhverstaðar undir 640.000kr.

Fyrir ljósmyndasnillinga tuttugustuogfyrstu aldarinnar langar mig að koma með ábendingu og þá sérstaklega fyrir þá sem taka mikið af myndum út um fram- og hliðarrúður þrýstilofts- og skaftdrifinnagastúrbínuloftafar úr hærri hæðum lofthjúpsins. Glímum við mikið við það vandamál að rakinn í lofthjúpnum vill gera myndirnar sviplausar. Örvæntið ekki því ég er með lausn á þessu hvimleiða vandamáli.
Í öllum betri myndvinnsluforritum svo sem Photoshop og Photoshop Elements er fúnksjón sem gerir manni kleift að fikta í LEVELS. Ég kann ekki öll góðu íslensku orðin til að geta útskýrt hvað þetta gerir nákvæmlega þannig að ég ætla að sleppa því. Hinsvegar get ég sýnt ykkur muninn á mynd eins og hún kom beint úr kúnni og svo þegar ég var búinn að láta Photoshop Elements laga LEVELS.
Það fer eftir forritum hvernig þetta virkar en oft er bæði hægt að láta forritið gera þetta fyrir mann sem og að gera þetta handvirkt. Fyrir leikmenn held ég að það sé betra að gera þetta automatiskt en það er samt góð æfing að fikta og gaman að sjá hvað kemur út úr því. Í Photoshop Elements sem dæmi er farið í Enhance -> Auto Levels og bing barabúmm ef myndin er verðugur kandidat batnar hún margfallt. Annars er mjög góð lesning um þessa hluti á dpreview.com

Annars búið að vera nokkuð gott að gera undanfarna vikuna. Adam er hinsvegar yfirleitt ekki lengi í paradís hér í UK og uppistaða næstu daga er standby sem er þó alltaf betra en ekki neitt, nema maður hafi eitthvað betra að gera en við þær kringumstæður er sby góð leið til að spilla góðum degi. Hvað um það,

kv.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HEHEHEHE já þetta er smart mynd af þér verð ég að segja!! :D

THE CRUSTY