Og hvað haldið þið...
Er ég ekki bara kominn heim á klakkann í nokkra daga. Hversu lengi veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá, eitt er víst að það verður vonandi rétt yfir áramót.
Ég lýsi hér með eftir einhverjum sem vill koma með mér á skíði/bretti í vetur á einhverjum góðum stað í evrópu í um viku eða svo.
kv.
mánudagur, desember 27, 2004
Jólasól
Kominn til baka frá Libreville í Gabon. Jólin fóru í að liggja við laugina og passa sig að brenna ekki, það tókst mis vel. Jólastemningin átti bágt með að láta á sér kræla að hluta til út af sólinni og hitanum og að hluta til út af “jóla” tónlistinni sem var á fóninum á hótelinu, sungin af Eine Berliner í þý skum þjóðlaga/Tyrola stíl.
Annars gleðilega hátíð enn og aftur.
Kveðja
Annars gleðilega hátíð enn og aftur.
Kveðja
fimmtudagur, desember 23, 2004
Gabon.. here I come, part two
Þriðja tilraun til að fara til Gabon verður framkvæmd í kvöld. Á mánudag og svo á þriðjudag átti ég að fara en það kom babb í bát báða dagana og allt fór í vaskinn. Loksins virðist allt vera eins og það á að vera og brottför áætluð einhverntíman uppúr níu í kvöld. Jólin verða haldin í Gabon því ég flýg ekki til baka fyrr en á sunnudag.
Gleðileg jól, aftur og farsælt komandi ár
kv.
Birkir Örn
Gleðileg jól, aftur og farsælt komandi ár
kv.
Birkir Örn
þriðjudagur, desember 21, 2004
Gabon, here I come
Gabon í kvöld, til baka á föstudag, Gabon á laugardag og til baka á mánudag... held ég... gleðileg jól o.s.frv.
sunnudagur, desember 19, 2004
París
Mættur til París. Flaug örstutt hopp yfir sundið í gær frá Gatwick til Charles De Gaulle. Er staddur á Sofitel Paris sem er á vellinum og ég er með útsýni beint yfir stæðið sem vélinni er lagt. Mér skilst að þetta sé bara tímabundið og eftir áramót verði fundin endanlegri lausn á gistimálim því þetta er víst tveggja ára samningur.
Næsta sem ég veit er að ég flýg á mánudag með engum öðrum en Elvis til Gabon, er þar í einn dag og kem svo til baka á miðvikudag.
Símanúmer á hótelinu er +33 149 19 29 29 og herbergi 466
Næsta sem ég veit er að ég flýg á mánudag með engum öðrum en Elvis til Gabon, er þar í einn dag og kem svo til baka á miðvikudag.
Símanúmer á hótelinu er +33 149 19 29 29 og herbergi 466
föstudagur, desember 17, 2004
Gatwick
Ekki hefdi eg truad thvi fyrir um tvei manudum ad eg yrdi anaegdur ad koma aftur til Gatwick. En her sit eg nu samt i finum filing a Gatwick Hilton i thetta skiptid, thokkalega sattur vid tilveruna thratt fyrir ad liti ut fyrir ad eg komist ekkert heim naesta einn til tvo manudina...
Fra Paris fluag eg i dag a bissnes class og fekk thvi toluvert betri samloku en almuginn a monkyclass og complementary Kit-Kat i thokkabot. Maeti eg hingad, threittur eftir ad hafa flakkad milli heimsalfa, og fae herbergi 7442. Herbergi 7442 er ekkert slor, stadsett i nyja executive vaeng Hilton hotelsins og pakkfullt af fridindum sem aetla engan enda ad taka. Fri timarit, badsloppur, inniskor, adgangur ad executive lounge thar sem eg sit nuna i godu yfirlaeti og thad besta... hatalari fyrir sjonvarpid inna badi thannig ad thad tharf ekkert ad fara framhja manni, jafnvel thott manni verdi bratt i brok og getur ekki bedid eftir auglysingahl'ei.
En thad er skammgodur vermir ad missa piss i skona thvi strax i fyrramalid fer eg hedan, aftur til Paris med velina sem a ad fljuga fra Paris til Gabon. I beinu framhaldi af thvi fer eg sjalfsagt til Gabon thadan sem eg flyg vaentanlega til Paris a manudag. Godu frettirnar eru thaer ad eg er vonandi, vaentanlega laus vid Oran i bili og verd stadsettur i romantiskustu borg heims, fljugandi nidur a midbaug og til baka. En hver veit, adur en eg get sagt rabbabarasulta gaeti eg verid kominn aftur til Oran, sem vaeri ekki gott thvi eftir sjo vikur thar eru atferlisbrestir farnir ad lata a ser kraela.
kv.
Fra Paris fluag eg i dag a bissnes class og fekk thvi toluvert betri samloku en almuginn a monkyclass og complementary Kit-Kat i thokkabot. Maeti eg hingad, threittur eftir ad hafa flakkad milli heimsalfa, og fae herbergi 7442. Herbergi 7442 er ekkert slor, stadsett i nyja executive vaeng Hilton hotelsins og pakkfullt af fridindum sem aetla engan enda ad taka. Fri timarit, badsloppur, inniskor, adgangur ad executive lounge thar sem eg sit nuna i godu yfirlaeti og thad besta... hatalari fyrir sjonvarpid inna badi thannig ad thad tharf ekkert ad fara framhja manni, jafnvel thott manni verdi bratt i brok og getur ekki bedid eftir auglysingahl'ei.
En thad er skammgodur vermir ad missa piss i skona thvi strax i fyrramalid fer eg hedan, aftur til Paris med velina sem a ad fljuga fra Paris til Gabon. I beinu framhaldi af thvi fer eg sjalfsagt til Gabon thadan sem eg flyg vaentanlega til Paris a manudag. Godu frettirnar eru thaer ad eg er vonandi, vaentanlega laus vid Oran i bili og verd stadsettur i romantiskustu borg heims, fljugandi nidur a midbaug og til baka. En hver veit, adur en eg get sagt rabbabarasulta gaeti eg verid kominn aftur til Oran, sem vaeri ekki gott thvi eftir sjo vikur thar eru atferlisbrestir farnir ad lata a ser kraela.
kv.
miðvikudagur, desember 15, 2004
Update
Jæja, nýjasta nýtt.... o.s.frv.
Ég kem ekki heim á morgun 16/12. Nýjasta nýtt er að ég fer væntanlega á föstudaginn til UK. Á laugardaginn flýg ég svo TF-ATT sem er B767-300 frá annaðhvort Gatwick eða Manston til Charles De Gaulle þar sem hún fer að fljúga margumtalaðan Gabon samning. Hvort ég fæ svo frí eftir það, verð staðsettur á Gabon samningi í París eða fer aftur til Oran á eftir að koma í ljós, það er allavegana ekki búið að útiloka alveg þann möguleika að ég nái að kíkja heim einhverntíman í kringum jólin, hvort sem það er fyrir, yfir eða eftir jól.
Franskan er öll að koma til og ótrúlegustu hlutir sem maður man síðan í menntó.
PNC a vous poste svp,
PNC dix minute a l’atterissage mercy
Sava.... Sava bien, et toi?
Kv.
Ég kem ekki heim á morgun 16/12. Nýjasta nýtt er að ég fer væntanlega á föstudaginn til UK. Á laugardaginn flýg ég svo TF-ATT sem er B767-300 frá annaðhvort Gatwick eða Manston til Charles De Gaulle þar sem hún fer að fljúga margumtalaðan Gabon samning. Hvort ég fæ svo frí eftir það, verð staðsettur á Gabon samningi í París eða fer aftur til Oran á eftir að koma í ljós, það er allavegana ekki búið að útiloka alveg þann möguleika að ég nái að kíkja heim einhverntíman í kringum jólin, hvort sem það er fyrir, yfir eða eftir jól.
Franskan er öll að koma til og ótrúlegustu hlutir sem maður man síðan í menntó.
PNC a vous poste svp,
PNC dix minute a l’atterissage mercy
Sava.... Sava bien, et toi?
Kv.
laugardagur, desember 11, 2004
Með dollarann í frjálsu falli hafa launin mín lækkað um 5% milli mánaða uppa síðkastið, gaman að því.
Nýjustu fréttir eru að Gabon samningurinn margumtalaði sé nú loks orðinn að veruleika og byrji á þriðjudag. Svipað hefur heyrst áður en ekkert gert þannig að maður heldur ekkert í sér andanum en ef úr verður þá á ég bágt með að sjá frí í kortunum á næstu vikum.
Var að koma úr flugi, gekk svona líka vel... sem er gott miðað við frammistöðu mína síðast, þannig að það er óhætt að segja að ég sé “back on track”.
kv
Nýjustu fréttir eru að Gabon samningurinn margumtalaði sé nú loks orðinn að veruleika og byrji á þriðjudag. Svipað hefur heyrst áður en ekkert gert þannig að maður heldur ekkert í sér andanum en ef úr verður þá á ég bágt með að sjá frí í kortunum á næstu vikum.
Var að koma úr flugi, gekk svona líka vel... sem er gott miðað við frammistöðu mína síðast, þannig að það er óhætt að segja að ég sé “back on track”.
kv
mánudagur, desember 06, 2004
Jæja, nýjasta nýtt
Ég þyki, hér á Oran base, sérlega líkur Harry Potter og hafa vissir aðilar tekið upp þá óþolandi iðju að reyna að ná kontakt við mig með því að ávarpa mig sem annaðhvort Harry eða Potter. Það gengur hinsvegar seint og illa
Ráð dagsins:
Ekki fara í klippingu hjá klippara sem skilur ekki ensku nema þú talir tungumál klipparans.
Ráð gærdagsins:
Ekki trúa neinu sem kemur hér fram varðandi tímasetningar í tengslum við vinnuna... fyrr en þið sjáið það gerast.
Planið er að ég komi heim um næstu helgi
Kveðja
Ráð dagsins:
Ekki fara í klippingu hjá klippara sem skilur ekki ensku nema þú talir tungumál klipparans.
Ráð gærdagsins:
Ekki trúa neinu sem kemur hér fram varðandi tímasetningar í tengslum við vinnuna... fyrr en þið sjáið það gerast.
Planið er að ég komi heim um næstu helgi
Kveðja
föstudagur, desember 03, 2004
Survivor ORAN
Hér er ég staddur í ORAN, dagur 36. Nú þegar er búið að reka 10 manns, átta úr CAPTAIN ættflokknumflokknum en aðeins tvo úr FIRSTOFFICER hópnum. Áskoranirnar verða erfiðari með hverjum deginum sem líður, stöðugt verið að reyna á sálartetrið, sjá hversu lengi maður tollir áður en maður brotnar niður. Áskoranir á borð við:
Hversu margar flugur geturu drepið áður en þú ferð að sofa í þágu þess að geta sofið óáreittur morguninn eftir;
Fara á diskótekið og dansa við alsírska teknó tónlist;
Sannfæra bílstjórann á crew rútunni í Jeddah að maður viti við hvaða flugvél hann eigi að hleypa manni út og að upplýsingarnar sem hann hefur séu rangar;
Og sú erfiðasta hingað til... þar til í dag:
Fjögurra daga samfellt í frí í Oran
Í dag komu skipuleggendur keppninnar verulega á óvart með mjög frumlegri og óvæntri áskorun og tel ég líklegt að með því að vinna hana þá hafi ég unnið mér inn ónæmi (IMMUNITY) fyrir næstu keppni og hljóti að auki vikufrí á kaldri eyju norður í íshafi.
Sat ég við borðhald á FIMM stjörnu veitingastaðnum sem ég hef nefnt áður hér. Með mér sátu gríska goðið Dimitri og kanadíski kapteinninn Patrice. Þeir skella sér á spagetti bolognese en ég fer beint í eftirréttinn, sem er á góðri leið með að koma mér yfir 200 kílóa múrinn, CHOCKOLATE MOUSSE að hætti sænska kokksins í prúðuleikurunum. Óaðvitandi gekk áskorun dagsins út á það hver væri fyrstur að finna pöddu í matnum sínum. Þarna sitjum við grunlausir, þeir borða bolones og ég nýt mússins, nammnammnammmmmmm...... ahhhhhhhhh,,,,, lífið er ljúft í ORAN, ég vil hvergi annarstaðar vera, góð múss......... þar til ég tek á að giska þriðju síðustu skeiðina úr skálinni. Sting henni upp í mig, nýt þess að láta súkkulaðibitana bráðna á tungunni og renna svo ljúflega niður. Þar til.... bíddu nú við, þetta er ekki súkkulaðibiti, smjatta aðeins á þessi, ohhhhhh þeir hafa misst plastdrasl í mússina mína... eða hvað, smjatta meira, nei þetta er ekki plast, þetta er pappi.... gaddavírs sóðar eru þessir kokkar hérna, smjatta meira.... svoldið þykkur pappír.... jæja tek þetta út úr mér og kvarta. Detti mér nú allar dauðar lýs, var þetta ekki bara nákomið frændsyskini lúsarinnar, einhvernskonar fluga, stærri en húsfluga, minni en fiskifluga en þó lengri (má vera að hún hafi virst löng því hún var vel kramin). Það var þar og þá sem ég gerði mér grein fyrir því að ég hafði unnið áskorunina og ég kunni mér vart fyrir kæti. Ég hef ákveðið að láta hér við sitja í chockolade mousse áti og skella mér í megrun.
kv
Hversu margar flugur geturu drepið áður en þú ferð að sofa í þágu þess að geta sofið óáreittur morguninn eftir;
Fara á diskótekið og dansa við alsírska teknó tónlist;
Sannfæra bílstjórann á crew rútunni í Jeddah að maður viti við hvaða flugvél hann eigi að hleypa manni út og að upplýsingarnar sem hann hefur séu rangar;
Og sú erfiðasta hingað til... þar til í dag:
Fjögurra daga samfellt í frí í Oran
Í dag komu skipuleggendur keppninnar verulega á óvart með mjög frumlegri og óvæntri áskorun og tel ég líklegt að með því að vinna hana þá hafi ég unnið mér inn ónæmi (IMMUNITY) fyrir næstu keppni og hljóti að auki vikufrí á kaldri eyju norður í íshafi.
Sat ég við borðhald á FIMM stjörnu veitingastaðnum sem ég hef nefnt áður hér. Með mér sátu gríska goðið Dimitri og kanadíski kapteinninn Patrice. Þeir skella sér á spagetti bolognese en ég fer beint í eftirréttinn, sem er á góðri leið með að koma mér yfir 200 kílóa múrinn, CHOCKOLATE MOUSSE að hætti sænska kokksins í prúðuleikurunum. Óaðvitandi gekk áskorun dagsins út á það hver væri fyrstur að finna pöddu í matnum sínum. Þarna sitjum við grunlausir, þeir borða bolones og ég nýt mússins, nammnammnammmmmmm...... ahhhhhhhhh,,,,, lífið er ljúft í ORAN, ég vil hvergi annarstaðar vera, góð múss......... þar til ég tek á að giska þriðju síðustu skeiðina úr skálinni. Sting henni upp í mig, nýt þess að láta súkkulaðibitana bráðna á tungunni og renna svo ljúflega niður. Þar til.... bíddu nú við, þetta er ekki súkkulaðibiti, smjatta aðeins á þessi, ohhhhhh þeir hafa misst plastdrasl í mússina mína... eða hvað, smjatta meira, nei þetta er ekki plast, þetta er pappi.... gaddavírs sóðar eru þessir kokkar hérna, smjatta meira.... svoldið þykkur pappír.... jæja tek þetta út úr mér og kvarta. Detti mér nú allar dauðar lýs, var þetta ekki bara nákomið frændsyskini lúsarinnar, einhvernskonar fluga, stærri en húsfluga, minni en fiskifluga en þó lengri (má vera að hún hafi virst löng því hún var vel kramin). Það var þar og þá sem ég gerði mér grein fyrir því að ég hafði unnið áskorunina og ég kunni mér vart fyrir kæti. Ég hef ákveðið að láta hér við sitja í chockolade mousse áti og skella mér í megrun.
kv
þriðjudagur, nóvember 30, 2004
Ræningjar og ruslalýður, kolsvartir kolkrabbar og hryggleysingjar..........
Hvað haldið þið, símanum mínum var stolið... þannig séð. Var með hann í vasanum, fékk mér sæti í lobbíinu, virðist hafa dottið úr þar, ég fer til París í tvo daga, enginn kannast við að hafa séð hann þegar ég kem til baka.
Ég er því sambandslaus á þessum síðustu og verstu tímum. Ekki það að ég hafi verið að fá mikið af símtölum, en við þurfum ekkert að ræða það neitt frekar.
Ég er því sambandslaus á þessum síðustu og verstu tímum. Ekki það að ég hafi verið að fá mikið af símtölum, en við þurfum ekkert að ræða það neitt frekar.
sunnudagur, nóvember 28, 2004
Svaf hjá Paris Hilton um helgina. Naut matar og mall-menningar. Notaði hvert tækifæri til að éta á mig gat af öllu því sem ég komst í návígi við. Kíkti í verslunarmiðstöð og verlsaði jólagjafir fyrir örfáa útvalda sem verða ekki taldir upp hér til að valda ekki slagsmálum og ósætti.
Flaug svo í dag frá París til Paradísar og ekkert meira um það að segja.
Var í sambandi við heimildarmenn á íslandi sem sögðu mér að ólíklegasta fólk var sótölvað um helgina og bættu upp fyrir mína góðu hegðun á hótelinu í París. Sérlega góð kveðja til þeirra sem eru um það bil að hrista af sér þynnkuna í þessum töluðu og á það við um eyjamenn jafnt sem borgarbörn!
Að lokum verður maður auðvitað að óska Ömmu gömlu til hamingju með daginn, þó ég viti ekki hvort hún lesi þetta eða ekki. Ef ég vissi ekki betur þá héldi ég að hún væri 35 en sannleikurinn í málinu er sá að hún er örfáum árum eldri.
kv
Flaug svo í dag frá París til Paradísar og ekkert meira um það að segja.
Var í sambandi við heimildarmenn á íslandi sem sögðu mér að ólíklegasta fólk var sótölvað um helgina og bættu upp fyrir mína góðu hegðun á hótelinu í París. Sérlega góð kveðja til þeirra sem eru um það bil að hrista af sér þynnkuna í þessum töluðu og á það við um eyjamenn jafnt sem borgarbörn!
Að lokum verður maður auðvitað að óska Ömmu gömlu til hamingju með daginn, þó ég viti ekki hvort hún lesi þetta eða ekki. Ef ég vissi ekki betur þá héldi ég að hún væri 35 en sannleikurinn í málinu er sá að hún er örfáum árum eldri.
kv
miðvikudagur, nóvember 24, 2004
mánudagur, nóvember 22, 2004
Jeddah Express
Enn ein Jeddah ferðin að baki og óhætt að segja að maður sé orðinn nokkuð góður í þessu öllu saman. Arabískan er öll að koma til sbr. “massalamanamanamm” og “only for you my friend”. Og ekki er franskan slæm “voule vous couche avec moi?..... se soir?” og “mersí bjúká”
Í þetta skiptið var ekki mikið verslað frekar en fyrri daginn, örfáir DVD diskar og íþróttabuxur því nú á að fara að taka á honum stóra sínum í líkamsræktarmálum og má t.d. nefna það að í morgun hugsaði ég mjög stíft um það hvort ekki væri sniðugt að fara kanski að gera uppsetur og armbeigjur, verst að ég hafði ekki kaloríumæli til að mæla nákvæmlega hversu mikið ég brenndi við þetta.
Er væntanlega að fara í nokkurra daga frí til París og er öllum velkomið að taka þátt í því, kjörið að versla í fjörið fyrir jólin!
Ert þú í starfsmannaráði? Ertu að skipuleggja óvissuferð? Af hverju ekki að kíkja á veitingastaðinn á Hotel Phoenix í Oran?
Gaman frá því að segja að manni leiðist seint við að fara í kvöldmatinn hérna niðri. Maturinn er allt í lagi en það sem er mest spennandi á hverju kvöldi er hvernig gengur að panta og það sem meiru máli skiptir, fá það sem maður pantaði.
Dæmi: Áður en við fórum til Jeddah í fyrradag kíktum við Brian flugstjóri í snæðing. Tíminn var knappur þannig að við fengum fljugþjón sem talar betri alsírsku en við til að tala við þjóninn og segja honum að okkur lægi á þannig að við viljum bara súpu. Þjóninum þótti gríðar leiðinlegt að tjá okkur það að því miður væri ekki til súpa í kvöld. Jæja, tökum þá ommilettu með sveppum og skinku “AND STEP ON IT”. Fimm mínútum seinna kemur annar þjónn labbandi úr eldhúsinu með fulla skál af Algerian soup og skenkir manni sem situr rétt hjá okkur. Við heimtum súpu og fáum hana. Eftir tuttugu mínútna bið fær flugstjórinn ommilettuna sína, með köldum frönskum. Líðurogbíður, ræðum við þjóninn um það hvar ommilettan mín sé, vill svo til að hún er bara alveg að koma, hænan hefur sjálfsagt verið með harðlífi. Fimm mínútum síðar þegar ég var búinn að bíða í 35 mínútur fæ ég ommilettu. Engir sveppir, engin skinka og kaldar franskar.
Annað dæmi, aðeins styttra: Ég panta piparsteik, bíðlengilengi, bið aftur um steikina, stuttu seinna fæ ég súpu, sem ég borða, stuttu seinna fæ ég bourek sem er hálfgerð vorrúlla og er mikið borðað um ramödu, fæ piparsteik stuttu eftir að bourekið er búið og stuttu eftir að piparsteikin er búin fæ ég aðra piparsteik.
kv
Í þetta skiptið var ekki mikið verslað frekar en fyrri daginn, örfáir DVD diskar og íþróttabuxur því nú á að fara að taka á honum stóra sínum í líkamsræktarmálum og má t.d. nefna það að í morgun hugsaði ég mjög stíft um það hvort ekki væri sniðugt að fara kanski að gera uppsetur og armbeigjur, verst að ég hafði ekki kaloríumæli til að mæla nákvæmlega hversu mikið ég brenndi við þetta.
Er væntanlega að fara í nokkurra daga frí til París og er öllum velkomið að taka þátt í því, kjörið að versla í fjörið fyrir jólin!
Ert þú í starfsmannaráði? Ertu að skipuleggja óvissuferð? Af hverju ekki að kíkja á veitingastaðinn á Hotel Phoenix í Oran?
Gaman frá því að segja að manni leiðist seint við að fara í kvöldmatinn hérna niðri. Maturinn er allt í lagi en það sem er mest spennandi á hverju kvöldi er hvernig gengur að panta og það sem meiru máli skiptir, fá það sem maður pantaði.
Dæmi: Áður en við fórum til Jeddah í fyrradag kíktum við Brian flugstjóri í snæðing. Tíminn var knappur þannig að við fengum fljugþjón sem talar betri alsírsku en við til að tala við þjóninn og segja honum að okkur lægi á þannig að við viljum bara súpu. Þjóninum þótti gríðar leiðinlegt að tjá okkur það að því miður væri ekki til súpa í kvöld. Jæja, tökum þá ommilettu með sveppum og skinku “AND STEP ON IT”. Fimm mínútum seinna kemur annar þjónn labbandi úr eldhúsinu með fulla skál af Algerian soup og skenkir manni sem situr rétt hjá okkur. Við heimtum súpu og fáum hana. Eftir tuttugu mínútna bið fær flugstjórinn ommilettuna sína, með köldum frönskum. Líðurogbíður, ræðum við þjóninn um það hvar ommilettan mín sé, vill svo til að hún er bara alveg að koma, hænan hefur sjálfsagt verið með harðlífi. Fimm mínútum síðar þegar ég var búinn að bíða í 35 mínútur fæ ég ommilettu. Engir sveppir, engin skinka og kaldar franskar.
Annað dæmi, aðeins styttra: Ég panta piparsteik, bíðlengilengi, bið aftur um steikina, stuttu seinna fæ ég súpu, sem ég borða, stuttu seinna fæ ég bourek sem er hálfgerð vorrúlla og er mikið borðað um ramödu, fæ piparsteik stuttu eftir að bourekið er búið og stuttu eftir að piparsteikin er búin fæ ég aðra piparsteik.
kv
föstudagur, nóvember 19, 2004
Partí
Jæja, var ekki bara afmælispatrí hér í gær. Ég hélt mér á mottunni en mikil upplifun... förum ekkert mikið nánar út í það, obbobobb
Nú eru þær fréttir nýjastar að Gabon samningurinn er víst aftur kominn á dagskrá þannig að fyrr eða síðar verður maður sendur í smá tíma þangað. Það góða við þann samning að mér skilst er að gist er í París, nema ein og ein nótt í Liberville og það er víst bara mjög fínt að vera þar. Þetta þýðir væntanlega það að ég verð ekki heima um jólin því nú skilst mér að það verði brjálað að gera...
Ég er búinn að næla mér í post Rammada/Haj kvefið. Maður nær sér í það með því að fljúga með fulla vél af hóstandi fólki frá Jedda, skilst að þetta sé árlegur viðburður hjá flestum hér.
kv.
Nú eru þær fréttir nýjastar að Gabon samningurinn er víst aftur kominn á dagskrá þannig að fyrr eða síðar verður maður sendur í smá tíma þangað. Það góða við þann samning að mér skilst er að gist er í París, nema ein og ein nótt í Liberville og það er víst bara mjög fínt að vera þar. Þetta þýðir væntanlega það að ég verð ekki heima um jólin því nú skilst mér að það verði brjálað að gera...
Ég er búinn að næla mér í post Rammada/Haj kvefið. Maður nær sér í það með því að fljúga með fulla vél af hóstandi fólki frá Jedda, skilst að þetta sé árlegur viðburður hjá flestum hér.
kv.
mánudagur, nóvember 15, 2004
SJITT!
Aðalmálið!!
Dr. Birkir Örn tók sig til í gær og gaf sjálfum sér sprautu við Lifrabólgu A/B. Ég sat á rúmgaflinum drykklanga stund og virt nálina vel fyrir mér og velt því fyrir mér hversu sársaukafullt það yrði að stinga sjálfan sig með nál af þessari stærðargráðu. Eftir nákvæmar, ýtarlegar mælingar var niðurstaðan ljós: Nálin var á stærð við tveggja tommu garðslöngu!! Fyrst tilraun tókst ekki, ekkert meira að segja um það. Önnur tilraun, ég táraðist við tilhugsunina. Þriðja tilraun...... AAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGGGGGHHHHHHHHHHHHHHHH
En hvað haldið þið..... fann ekki fyrir því.
Þarna stóð sprautan beinstíf, lóðrétt uppúr lærinu á mér og ég fann ekki fyrir því. Sannaðist enn einusinni hversu mikið hörkutól ég er, ég get tekið hverju sem er, just bring it on baby! En þá var komið að því að koma eitrinu inn. Ekki málið, var búinn að fá ýtarlega brífingu frá foreldrunum fyrir mánuði síðan, verst að ég var búinn að steingleyma hvað þau sögðu. Þýddi ekkert að gugna á þessum krítíska tímapunkti, alvöru karlmenn eru ekki þekktir fyrir slíka framgöngu, ég er nú læknis og hjúkku sonur, hlýtur að vera í blóðinu. Svo ég byrjaði að sprauta honum. Fyrir leikmenn þá má taka það fram að í svona sprautu er alltaf smá loft sem fer inn síðast til að loka fyrir svo það blæði ekki.... sagði mér hjúkrunarfræðingur. Allavegana, ég sprauta, og sprauta, og sprauta og sprauta, nema ég gleymi, að ég held að draga hana aðeins út áður en kemur að loftinu. Kemur þá að loftinu og upp frá þeim stað sem nálin situr í lærinu á mér heyrist nett fruss hljóð... Fagmannlega dreg ég nálina úr fæti og finn að sjálfsögðu ekkert fyrir því. Nema bara að þar og þá byrjar að blæða úr fætinum á mér og ef ég vissi ekki betur þá hefði ég giskað á að þar væri slagæðablæðing á ferðinni. En ég er með þetta allt í bóðinu og sá að ekki var um alvarlega blæðingu að ræða nema bara að ég var ekki með neitt til að þurka og blóðgúlpurinn stækkaði bara þar sem ég sat á rúminu mínu á herbergi 218 á Hótel Phoenix í Oran. Nú voru góð ráð dýr því ekki vildi ég þurka blóð í fínu satín rúmfötin sem við erum með hér. Kappinn tók sig þá til og smurði blóðinu yfir lærið á sér svo það mundi ekki leka og hljóp svo inn á bað með gallabuxurnar á hælunum. Þar þreif ég blóðbaðið af fætinum og fór svo að spila Civilization 3 í tölvunni minni. Snilli mín ætlar engan enda að taka...
Kv.
Dr. Birkir Örn tók sig til í gær og gaf sjálfum sér sprautu við Lifrabólgu A/B. Ég sat á rúmgaflinum drykklanga stund og virt nálina vel fyrir mér og velt því fyrir mér hversu sársaukafullt það yrði að stinga sjálfan sig með nál af þessari stærðargráðu. Eftir nákvæmar, ýtarlegar mælingar var niðurstaðan ljós: Nálin var á stærð við tveggja tommu garðslöngu!! Fyrst tilraun tókst ekki, ekkert meira að segja um það. Önnur tilraun, ég táraðist við tilhugsunina. Þriðja tilraun...... AAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGGGGGHHHHHHHHHHHHHHHH
En hvað haldið þið..... fann ekki fyrir því.
Þarna stóð sprautan beinstíf, lóðrétt uppúr lærinu á mér og ég fann ekki fyrir því. Sannaðist enn einusinni hversu mikið hörkutól ég er, ég get tekið hverju sem er, just bring it on baby! En þá var komið að því að koma eitrinu inn. Ekki málið, var búinn að fá ýtarlega brífingu frá foreldrunum fyrir mánuði síðan, verst að ég var búinn að steingleyma hvað þau sögðu. Þýddi ekkert að gugna á þessum krítíska tímapunkti, alvöru karlmenn eru ekki þekktir fyrir slíka framgöngu, ég er nú læknis og hjúkku sonur, hlýtur að vera í blóðinu. Svo ég byrjaði að sprauta honum. Fyrir leikmenn þá má taka það fram að í svona sprautu er alltaf smá loft sem fer inn síðast til að loka fyrir svo það blæði ekki.... sagði mér hjúkrunarfræðingur. Allavegana, ég sprauta, og sprauta, og sprauta og sprauta, nema ég gleymi, að ég held að draga hana aðeins út áður en kemur að loftinu. Kemur þá að loftinu og upp frá þeim stað sem nálin situr í lærinu á mér heyrist nett fruss hljóð... Fagmannlega dreg ég nálina úr fæti og finn að sjálfsögðu ekkert fyrir því. Nema bara að þar og þá byrjar að blæða úr fætinum á mér og ef ég vissi ekki betur þá hefði ég giskað á að þar væri slagæðablæðing á ferðinni. En ég er með þetta allt í bóðinu og sá að ekki var um alvarlega blæðingu að ræða nema bara að ég var ekki með neitt til að þurka og blóðgúlpurinn stækkaði bara þar sem ég sat á rúminu mínu á herbergi 218 á Hótel Phoenix í Oran. Nú voru góð ráð dýr því ekki vildi ég þurka blóð í fínu satín rúmfötin sem við erum með hér. Kappinn tók sig þá til og smurði blóðinu yfir lærið á sér svo það mundi ekki leka og hljóp svo inn á bað með gallabuxurnar á hælunum. Þar þreif ég blóðbaðið af fætinum og fór svo að spila Civilization 3 í tölvunni minni. Snilli mín ætlar engan enda að taka...
Kv.
Ekkert að frétta, sameolsameol, launin lækka með hverjum deginum sem líður út af dollaranum, ekki búast við stórum jólagjöfum frá mér... ekki búast við neinu yfir höfuð HAHAHAHAHA
Styttist í að það fari að snjóa hérna í Alsír og það er ekkert grín. Ég kom hingað niðreftir til að liggja við laugina baðaður í ólífuolíu en viti menn, það hefur ringt annanhvern dag síðan ég kom hingað og hina dagana er kalt.... svona næstumþví. Þessi staður er ekki fjarri því að vera rassgat alheimsins. Fer til Jeddah á morgun og er með stór verslunarplön: Hafrakex, pistasíuhnetur, DVD diskar, tölvumús og hver veit nema ég lifi hættulega og versli mér úr.
Kv.
Styttist í að það fari að snjóa hérna í Alsír og það er ekkert grín. Ég kom hingað niðreftir til að liggja við laugina baðaður í ólífuolíu en viti menn, það hefur ringt annanhvern dag síðan ég kom hingað og hina dagana er kalt.... svona næstumþví. Þessi staður er ekki fjarri því að vera rassgat alheimsins. Fer til Jeddah á morgun og er með stór verslunarplön: Hafrakex, pistasíuhnetur, DVD diskar, tölvumús og hver veit nema ég lifi hættulega og versli mér úr.
Kv.
föstudagur, nóvember 12, 2004
Spekfeitt
Búið ykkur undir það að taka á móti spikfeitum bastarði þegar kemur að því að ég kem heim næst, hvenar sem það verður. Kokkunum á Orly hefur tekist að setja saman hættulega góða uppskift að súkkulaðiköku sem kemur alltaf með matnum þegar maður kíkir þangað uppeftir. Samviskusamur eins og ég er klára ég matinn minn því annars eignast maður ljót börn.........
Kv.
Kv.
fimmtudagur, nóvember 11, 2004
Jæja, búinn að jafna mig eftir stórutánna.
Breytingar á linkunum hérna hægramegin. Ragga frænka, sem er á lausu nb. var að skipta um bloggsíðu. Af hverju veit ég ekki, hún vill ekki segja mér það en mig grunar að það hafi einhver verið að ofsækja hana á hinni síðunni, einhver leinilegur aðdáandi kanski....
kv
Breytingar á linkunum hérna hægramegin. Ragga frænka, sem er á lausu nb. var að skipta um bloggsíðu. Af hverju veit ég ekki, hún vill ekki segja mér það en mig grunar að það hafi einhver verið að ofsækja hana á hinni síðunni, einhver leinilegur aðdáandi kanski....
kv
miðvikudagur, nóvember 10, 2004
Mér leiðist,
Var í fríi í gær og aftur í dag til að ná lágmarks hvíld sem hljóðar uppá 60 að maður þarf að ná 60 tímum á 10 dögum.
Þegar ég var í parís um daginn á leiðinni hingað, fyrir um hálfum mánuði síðan, fjárfesti ég í forkunnarfögrum Quicksilver sandölum til brúks hér í norðanverðri afríku við strendur kyrrahafsins og jafnvel líka við strönd rauða hafsins eða á Saudi Arabísku Rivierunni eins og svæðið mætti kallast til að draga að ferðamenn á svæðið nema hvað að á þeirri stundu þar sem ég sat á bólstuðum stól inní Quicksilver búðinni við Rivoli mjóstrætið eða Rue De Rivoli í París gerði ég mér enga grein fyrir því hversu mikið impact, ef ég má sletta, þessir sandalar, eða flip flops eins og bretar kalla þá, mundu hafa á líf mitt vegna þess að í hendingskasti byrjaði ég að nota sandalana hér í paradís en skildi aldrei af hverju mér fór að verkja í stórutá á vinstri fæti eftir ekki svo langa gögu í hvert skipti sem ég spásseraði um ganga hótelsins í nýju fínu sandölunum sem ég hafði nýverið keypt í París. Ég leiddi hugann ekkert mikið meira að þessu en hugsaði að ég væri karl í krapinu frá lítilli eyju norðan úr íshafi og ég gæti nú vel látið mig hafa það að ganga um í sandölum án þess að væla yfir stórutánni á vinstifæti sem mig verkjaði í í hvert skipti sem ég hafði gengið um í sandölunum nýju í skamma stund nema hvað að ég tók eftir því að verkurinn þráláti hjaðnaði smá saman eftir því sem ég notaði flipfloppana meira og meira og meira og þá sérstaklega eftir að ég fór að stunda meðvitaða göngu eða enlightened walking og á endanum var hann sama sem nonexistent allavegana fyrir hörkutól eins og mig, veit ekki með ykkur, og fann ég þá meðal annars að rakinn í Jeddah hjálpaði til sem og sú staðreynd að eftir því sem ég notaði þá meira og meira þjálfaðist stóra táin á vinsti fæti upp í að ganga á þeim og sandalarnir mýktust upp eftir því sem leið á. Nema hvað að ég er svona líka að verða sáttur við fínu sandalana sem ég verslaði á Rue De Rivoli en við þá götu er meðal annars Louvre safnið og í vestri endar strætið á hinu víðfræga Place De La Concorde sem er þekkt fyrir að vera sá staður þar sem Marie Antoinette (ábyrgist ekki stafsetningu) var hálshöggvin eða hengd ásamt fleirum og segir sagan að eitt sinn þegar reka átti hjörð nautgripa yfir torgið hafi nautin verið lítið sátt við það þar sem svo megn ,og nú leyfi ég mér að sletta, “gore” lykt lagði af torginu eftir aftökurnar sem farið höfðu þar fram og varð að reka hjörðina eftir öðrum leiðum. Þegar ég er umþaðbil að taka sandalana fínu, sem eru úr ekta burstuðu leðri af bestu sort, í sátt tek ég eftir því að sandalinn á vinstri fæti er á einhvern hátt mun lausari á fæti en félagi hans á hægri fæti, ég fer að sjálfsögðu að leggja saman tvo og tvo og kemst að því við ýtarlega rannsókn á fæti og flipflop að stóra táin á vinstri fæti og næsta tá við liggja hreint ekki saman, ÞÆR GAPA! Við svo liggur að ég verð að sætta mig við alvarlegan fæðingargalla sem hefur í gegnum öll þessi ár farið leynt og sætir furðu að hann hafi ekki komið í ljós hér um árið þegar ég brúkaði sandala af svipaðri sort á Nýja Sjálandi og víðar. Ég mæli því með því áður en þið fáið ykkur sandala ef þessari gerð að þið kannið stöðuna á stóru tánum.
Munið svo bara að það eru litlu hutirnir sem skipta máli!
Bið að heilsa öllum eyjamönnum úr heimalandi þeirra og ég skil núna eftir dvölina hér af hverju eyjaskeggjar eru eins og þeir eru....
kv
Þegar ég var í parís um daginn á leiðinni hingað, fyrir um hálfum mánuði síðan, fjárfesti ég í forkunnarfögrum Quicksilver sandölum til brúks hér í norðanverðri afríku við strendur kyrrahafsins og jafnvel líka við strönd rauða hafsins eða á Saudi Arabísku Rivierunni eins og svæðið mætti kallast til að draga að ferðamenn á svæðið nema hvað að á þeirri stundu þar sem ég sat á bólstuðum stól inní Quicksilver búðinni við Rivoli mjóstrætið eða Rue De Rivoli í París gerði ég mér enga grein fyrir því hversu mikið impact, ef ég má sletta, þessir sandalar, eða flip flops eins og bretar kalla þá, mundu hafa á líf mitt vegna þess að í hendingskasti byrjaði ég að nota sandalana hér í paradís en skildi aldrei af hverju mér fór að verkja í stórutá á vinstri fæti eftir ekki svo langa gögu í hvert skipti sem ég spásseraði um ganga hótelsins í nýju fínu sandölunum sem ég hafði nýverið keypt í París. Ég leiddi hugann ekkert mikið meira að þessu en hugsaði að ég væri karl í krapinu frá lítilli eyju norðan úr íshafi og ég gæti nú vel látið mig hafa það að ganga um í sandölum án þess að væla yfir stórutánni á vinstifæti sem mig verkjaði í í hvert skipti sem ég hafði gengið um í sandölunum nýju í skamma stund nema hvað að ég tók eftir því að verkurinn þráláti hjaðnaði smá saman eftir því sem ég notaði flipfloppana meira og meira og meira og þá sérstaklega eftir að ég fór að stunda meðvitaða göngu eða enlightened walking og á endanum var hann sama sem nonexistent allavegana fyrir hörkutól eins og mig, veit ekki með ykkur, og fann ég þá meðal annars að rakinn í Jeddah hjálpaði til sem og sú staðreynd að eftir því sem ég notaði þá meira og meira þjálfaðist stóra táin á vinsti fæti upp í að ganga á þeim og sandalarnir mýktust upp eftir því sem leið á. Nema hvað að ég er svona líka að verða sáttur við fínu sandalana sem ég verslaði á Rue De Rivoli en við þá götu er meðal annars Louvre safnið og í vestri endar strætið á hinu víðfræga Place De La Concorde sem er þekkt fyrir að vera sá staður þar sem Marie Antoinette (ábyrgist ekki stafsetningu) var hálshöggvin eða hengd ásamt fleirum og segir sagan að eitt sinn þegar reka átti hjörð nautgripa yfir torgið hafi nautin verið lítið sátt við það þar sem svo megn ,og nú leyfi ég mér að sletta, “gore” lykt lagði af torginu eftir aftökurnar sem farið höfðu þar fram og varð að reka hjörðina eftir öðrum leiðum. Þegar ég er umþaðbil að taka sandalana fínu, sem eru úr ekta burstuðu leðri af bestu sort, í sátt tek ég eftir því að sandalinn á vinstri fæti er á einhvern hátt mun lausari á fæti en félagi hans á hægri fæti, ég fer að sjálfsögðu að leggja saman tvo og tvo og kemst að því við ýtarlega rannsókn á fæti og flipflop að stóra táin á vinstri fæti og næsta tá við liggja hreint ekki saman, ÞÆR GAPA! Við svo liggur að ég verð að sætta mig við alvarlegan fæðingargalla sem hefur í gegnum öll þessi ár farið leynt og sætir furðu að hann hafi ekki komið í ljós hér um árið þegar ég brúkaði sandala af svipaðri sort á Nýja Sjálandi og víðar. Ég mæli því með því áður en þið fáið ykkur sandala ef þessari gerð að þið kannið stöðuna á stóru tánum.
Munið svo bara að það eru litlu hutirnir sem skipta máli!
Bið að heilsa öllum eyjamönnum úr heimalandi þeirra og ég skil núna eftir dvölina hér af hverju eyjaskeggjar eru eins og þeir eru....
kv
mánudagur, nóvember 08, 2004
laugardagur, nóvember 06, 2004
أثق ثق ثل سفشييعق ه ـثييشاو لآ×ٌلأ ]ِ‘]ِآٍ!
Thegar madur reynir ad fara inn a www.hgret.blogspot.com i Jeddah gerist thett:
Access to the requested URL is not allowed!
Please, fill out the form below if you believe the requested page should not be blocked:
Form for URL unblocking request
Please, send other sites you feel should be blocked using the following form:
Blocking Request Form
This page was generated by cache13.ruh.isu.net.sa on Sat, 06 Nov 2004 14:54:13
Magnad
Er maettur aftur i studid i Jeddah.
24 tima stopp eins og sidast thannig ad madur gerir ekki mikid annad en ad fara a internetcafe
kv.
Access to the requested URL is not allowed!
Please, fill out the form below if you believe the requested page should not be blocked:
Form for URL unblocking request
Please, send other sites you feel should be blocked using the following form:
Blocking Request Form
This page was generated by cache13.ruh.isu.net.sa on Sat, 06 Nov 2004 14:54:13
Magnad
Er maettur aftur i studid i Jeddah.
24 tima stopp eins og sidast thannig ad madur gerir ekki mikid annad en ad fara a internetcafe
kv.
fimmtudagur, nóvember 04, 2004
Í fríi í Oran
Í dag átti ég frídag í Oran, það er langt síðan ég hef gert jafn lítið á jafn löngum tíma.
Man nú ekki hvað ég var búinn að skrifa mikið um Jeddah. Fór þangað um daginn og stoppaði í 24 tíma. Það vill svo skemtilega til að í Saudi Arabíu eru tveir punktar sem maður flýgur yfir á leiðinni frá Alsír sem heita DEDLI og OSAMA. OSAMA er beint á eftir DEDLI og maður fer yfir þá stuttu fyrir lendingu í Jeddah. Hvað maður á að halda veit ég ekki, veit bara að Osama BinLanden er frá Sádí.
Nú er strákurinn kominn með um 40 tíma á vélina þannig að með þessu áframhaldi verð ég kominn með 4000 tíma eftir rúm fimm ár og um 31420 tíma þegar ég hætti að vinna 65 ára gamall. Flaug með Tom síþyrsta Dietpepsí þambaranum aftur í gær. Góður gamall kani sem flýgur um í kúrekastígvélum.
Annars bara allt í syngjandi sveittru sveiflu, ætla að sjá hvort ég komi ekki bara heim yfir jólin, hver veit, heldur dapurlegt að eyða jólunum í Oran með Jónasi kakkalakka herbergisfélaga mínum, hann biður að heilsa btw.
kv
Man nú ekki hvað ég var búinn að skrifa mikið um Jeddah. Fór þangað um daginn og stoppaði í 24 tíma. Það vill svo skemtilega til að í Saudi Arabíu eru tveir punktar sem maður flýgur yfir á leiðinni frá Alsír sem heita DEDLI og OSAMA. OSAMA er beint á eftir DEDLI og maður fer yfir þá stuttu fyrir lendingu í Jeddah. Hvað maður á að halda veit ég ekki, veit bara að Osama BinLanden er frá Sádí.
Nú er strákurinn kominn með um 40 tíma á vélina þannig að með þessu áframhaldi verð ég kominn með 4000 tíma eftir rúm fimm ár og um 31420 tíma þegar ég hætti að vinna 65 ára gamall. Flaug með Tom síþyrsta Dietpepsí þambaranum aftur í gær. Góður gamall kani sem flýgur um í kúrekastígvélum.
Annars bara allt í syngjandi sveittru sveiflu, ætla að sjá hvort ég komi ekki bara heim yfir jólin, hver veit, heldur dapurlegt að eyða jólunum í Oran með Jónasi kakkalakka herbergisfélaga mínum, hann biður að heilsa btw.
kv
þriðjudagur, nóvember 02, 2004
Jeddahhhhhhhhhhh
Þá er ég kominn frá Jeddah og landi og þjóð er svo um að elgos er hafið í Grímsvötnum! Get ekki sagt mikið um Jeddah nema bara að þar var heitt, 28°c þegar við stigum út úr vélinni klukkan 03:30 um miðja nótt. Kíkti í mallið og keypti mér kex, rakst á DVD diska sem eru að verða nauðsinjavara hérna í austurogsuðurlöndum nær. Fór í klippingu í Jeddah, fékk þessa líka fínu Saudi Arabísku klippingu og er óhætt að segja að Rakarinn við Rauðahafið standi kollegum sínum í norðri hvergi að baki.
Le capitain Tom Raniere frá California í BNA var hinn kátasti með að komast til Jeddah því þar gat hann keypt sér Diet Pepsí í stórum stíl en það virkar á brosvöðvana hjá honum eins og spínat virkar á framhandleggsvöðva Stjána Bláa.
Kv.
Le capitain Tom Raniere frá California í BNA var hinn kátasti með að komast til Jeddah því þar gat hann keypt sér Diet Pepsí í stórum stíl en það virkar á brosvöðvana hjá honum eins og spínat virkar á framhandleggsvöðva Stjána Bláa.
Kv.
laugardagur, október 30, 2004
"Fancy a solitary weekend in Oran" gæti Air Algerie auglýst til að selja pakkaferðir til wonderfull ORAN.
Lífið hérna snýst að mestu leiti um að fljúga og svo þegar maður fær frí þá er því raðað þannig upp að maður fær nokkra daga í röð og getur tekið þá í París. Hótelið er fínt með sundlaug, gym-i og hárnsnyrtistofu, nema bara að nú er Rammadan þannig að allt er lokað næsta hálfa mánuðinn.
Fór í fyrst flugið héðan í dag, blendnar tilfinningar. Hræðsla (hvar er ég, hvert er ég að fara, hvaðan er ég að koma???), skelfing (þeir sjá allir í gegnum mig, þeir vita að ég veit að þeir vita að ég veit ekki neitt), ofsgleði (jíha), sorg (syrgði gáfurnar sem ég taldi mig hafa en flugstjórinn sannaði fyrir mér að ég hefði ekki) og að lokum léttir (þegar ég komst að því að flugstóranum var ekki illa við mig og mér tókst að gera mannsæmandi lendingu).
En allt á þetta eftir að verða betra eftir því sem flugunum fjölgar og ég verð meiri töffari. Fyrir þá sem þekkja Stellu í orlofi þá er ég núna eins og aðstoðarflugmaðurinn sem ég man ekki hvað hét en stefni á að verða sjálfur Anton.
kv.
Lífið hérna snýst að mestu leiti um að fljúga og svo þegar maður fær frí þá er því raðað þannig upp að maður fær nokkra daga í röð og getur tekið þá í París. Hótelið er fínt með sundlaug, gym-i og hárnsnyrtistofu, nema bara að nú er Rammadan þannig að allt er lokað næsta hálfa mánuðinn.
Fór í fyrst flugið héðan í dag, blendnar tilfinningar. Hræðsla (hvar er ég, hvert er ég að fara, hvaðan er ég að koma???), skelfing (þeir sjá allir í gegnum mig, þeir vita að ég veit að þeir vita að ég veit ekki neitt), ofsgleði (jíha), sorg (syrgði gáfurnar sem ég taldi mig hafa en flugstjórinn sannaði fyrir mér að ég hefði ekki) og að lokum léttir (þegar ég komst að því að flugstóranum var ekki illa við mig og mér tókst að gera mannsæmandi lendingu).
En allt á þetta eftir að verða betra eftir því sem flugunum fjölgar og ég verð meiri töffari. Fyrir þá sem þekkja Stellu í orlofi þá er ég núna eins og aðstoðarflugmaðurinn sem ég man ekki hvað hét en stefni á að verða sjálfur Anton.
kv.
fimmtudagur, október 28, 2004
Je suis un pilot avec le 767
Hér er ég staddur í bullandi rómantík í borg rómantíkinnar......... einn!
Kíkti dowtown í dag, heimsótti Arafat félaga minn á spítalanum hérna í parís, kíkti á Eiffel turninn (fór ekki uppí hann, er of lofthræddur) skoðaði Louvre safnið stuttlega, fékk mér franskan McDonald og komst að því að það er bull sem sagt er um frakka og eldamensku.
Staðreind:
Frakkar eru kurteisir, skilja ensku vel og eru vel skiljanlegir á ensku.
Dæmi:
Ónefndur útlendingur: Does this coach go to termirminal one?
Ónefndur franskur bílsjtóri á complementary rútu hjá ónendu Holliday Inn hóteli á Charles De Gaulle flugvellinum: OK
Ónefndur útlendingur, skildi ekki alveg svarið: Does this coach go to TERMINAL ONE???
Ónefndur franskur bílstjóri sem ákveður að leggja áherslu á orð sín með því að kinka kolli: OK!
Ónefndur útlendingur að kaupa lestarmiða til París: Where does the train stop?
Ónefnd miðasölustúlka hjá frönsku ríkislestunum: The train.... IN PARIS!
..... Útlendingur....: Yes but where do I catch the train?
..... miðasölust.....: Here? Downstairs!
....Útl...: Ok is there a certain track?
...miðas...: Track 11 and 12... nextplees
Alltaf gott að geta sagt,
Je ne parle pas fransei
kv.
Kíkti dowtown í dag, heimsótti Arafat félaga minn á spítalanum hérna í parís, kíkti á Eiffel turninn (fór ekki uppí hann, er of lofthræddur) skoðaði Louvre safnið stuttlega, fékk mér franskan McDonald og komst að því að það er bull sem sagt er um frakka og eldamensku.
Staðreind:
Frakkar eru kurteisir, skilja ensku vel og eru vel skiljanlegir á ensku.
Dæmi:
Ónefndur útlendingur: Does this coach go to termirminal one?
Ónefndur franskur bílsjtóri á complementary rútu hjá ónendu Holliday Inn hóteli á Charles De Gaulle flugvellinum: OK
Ónefndur útlendingur, skildi ekki alveg svarið: Does this coach go to TERMINAL ONE???
Ónefndur franskur bílstjóri sem ákveður að leggja áherslu á orð sín með því að kinka kolli: OK!
Ónefndur útlendingur að kaupa lestarmiða til París: Where does the train stop?
Ónefnd miðasölustúlka hjá frönsku ríkislestunum: The train.... IN PARIS!
..... Útlendingur....: Yes but where do I catch the train?
..... miðasölust.....: Here? Downstairs!
....Útl...: Ok is there a certain track?
...miðas...: Track 11 and 12... nextplees
Alltaf gott að geta sagt,
Je ne parle pas fransei
kv.
þriðjudagur, október 26, 2004
Her eru akvardanir teknar a hrada ljossins
Eg vaknadi i morgun vitandi thad ad eg vaeri ad fara til Tobago a fimtudag,
að eg mundi þruma mer í gott sólbað, liggja á bekk með bland og bús og bjórinn teyga úr líters
krús, grísaveisla, sangría og sjór, senjórítur, sjóskíði og bjór, nautaat og næturklúbbaferð, nektarsýningar af bestu gerð...... thid thekkid thetta.............
Svo kom thad a daginn ad Paris verdur mitt rekkjubol a morgun og Alsir tharaeftir. Haldid ykkur fast thvi innan skams mun eg birta nanari upplysingar fyrir tha fjolmorgu sem hyggjast hringja i mig i solina.
kv.
Eg vaknadi i morgun vitandi thad ad eg vaeri ad fara til Tobago a fimtudag,
að eg mundi þruma mer í gott sólbað, liggja á bekk með bland og bús og bjórinn teyga úr líters
krús, grísaveisla, sangría og sjór, senjórítur, sjóskíði og bjór, nautaat og næturklúbbaferð, nektarsýningar af bestu gerð...... thid thekkid thetta.............
Svo kom thad a daginn ad Paris verdur mitt rekkjubol a morgun og Alsir tharaeftir. Haldid ykkur fast thvi innan skams mun eg birta nanari upplysingar fyrir tha fjolmorgu sem hyggjast hringja i mig i solina.
kv.
föstudagur, október 22, 2004
Tha er madur maettur aftur i bliduna i Crawley.
Flugid til Margarita og fra Tobago gekk svona lika dillandi danglandi vel. Litlir 10 timar ad komast nidreftir og 8 stykki uppeftir nuna i nott. Nadi ad leggjast nidur vid sundlaugarbakkann a Hilton paradisarhotelinu i orfaa klukkutima adur en eg thurfti ad fara ad taka mig til fyrir heimfor. Annad flug tharna nidreftir a fimtudag thar sem eg fae einn heilan dag i stopp og nokkud vist ad madur kiki a eitthvad spennandi eins og t.d. thetta .
kv.
Flugid til Margarita og fra Tobago gekk svona lika dillandi danglandi vel. Litlir 10 timar ad komast nidreftir og 8 stykki uppeftir nuna i nott. Nadi ad leggjast nidur vid sundlaugarbakkann a Hilton paradisarhotelinu i orfaa klukkutima adur en eg thurfti ad fara ad taka mig til fyrir heimfor. Annad flug tharna nidreftir a fimtudag thar sem eg fae einn heilan dag i stopp og nokkud vist ad madur kiki a eitthvad spennandi eins og t.d. thetta .
kv.
mánudagur, október 18, 2004
Tha er eg langt kominn med ad skrifa aefisoguna mina, kominn upp i 438 bladsidur og thad merkilega er ad hun fjallar bara um fimm daga i lifi minu! Her kemur yfirlit.
Fimtudag, fae ad vita ad eg er ad fara ut til Gatwick thar sem eg a ad byrja ad fljuga og vera svo sendur seinna til Alsir. Eftir 11 tima ferdalag a fostudaginn kemst eg loksins a hotelid og tek thad fram ad thad voru engar tafir a neinu farartaeki sem eg notadist vid, thad tekur 11 tima ad komast fra Reeykjavik til Gatwick ef madur flygur i gegnum Stansted. Fae ad vita thad thegar eg kem ad eg eigi flug seinnipartinn daginni eftir. Stuttu sidar kemur babb i bat. Flokid mal en i stuttu mali komast their ad thvi ad vid megum ekki fljuga Atlanta velum sem eru skradar i UK. Thad thydir ad vid meigum bara fara i flugin a TF-skradum velum sem eru ad fljuga "long haul". Thad thydir ad fyrsta flugid mitt er a midvikudag en thad a ad reyna ad koma a namskeidi svo vid getum flogid UK skradum velum. Komast their ad thvi ad madurinn sem getur haldi namskeidid er hvergi finnanlegur og akvedid ad senda okkur til Alsir svo vid getum farid ad fljuga sem fyrst. I dag attum vid svo ad fljuga til Paris, fa visa fyrir Alsir og Gabon og fara svo afram til Alsir. Tha rekumst vid a manninn sem getur haldid namskeidi. Eftir miklar bollaleggingar, paelingar og vangaveltur er akvedid ad vid forum i boklegt namskeid med honum a morgun og svo thurfum vid vist ad fara i flugherminn lika eitt skipti. Thar med er Paris, Alsir og allt thad fokid ut um gluggan i bili og Gatwick aftur ordid ad raunveruleika. Thannig ad eins og stadan litur ut i dag tha fer eg i bokleg namskeid a morgun, fer i mitt fyrst flug (a islenskt skradri vel thvi eg ma fluga svoleidis tho hun se nakvaemlega eins og UK skr vel) a midvikudag fram a fimtudag, fer i flugherminn a laugardag og tha aettu allir vegir ad vera mer faerir..... eda hvad..... thad kemur i ljos.
Gridamigkidfjor
kv
Fimtudag, fae ad vita ad eg er ad fara ut til Gatwick thar sem eg a ad byrja ad fljuga og vera svo sendur seinna til Alsir. Eftir 11 tima ferdalag a fostudaginn kemst eg loksins a hotelid og tek thad fram ad thad voru engar tafir a neinu farartaeki sem eg notadist vid, thad tekur 11 tima ad komast fra Reeykjavik til Gatwick ef madur flygur i gegnum Stansted. Fae ad vita thad thegar eg kem ad eg eigi flug seinnipartinn daginni eftir. Stuttu sidar kemur babb i bat. Flokid mal en i stuttu mali komast their ad thvi ad vid megum ekki fljuga Atlanta velum sem eru skradar i UK. Thad thydir ad vid meigum bara fara i flugin a TF-skradum velum sem eru ad fljuga "long haul". Thad thydir ad fyrsta flugid mitt er a midvikudag en thad a ad reyna ad koma a namskeidi svo vid getum flogid UK skradum velum. Komast their ad thvi ad madurinn sem getur haldi namskeidid er hvergi finnanlegur og akvedid ad senda okkur til Alsir svo vid getum farid ad fljuga sem fyrst. I dag attum vid svo ad fljuga til Paris, fa visa fyrir Alsir og Gabon og fara svo afram til Alsir. Tha rekumst vid a manninn sem getur haldid namskeidi. Eftir miklar bollaleggingar, paelingar og vangaveltur er akvedid ad vid forum i boklegt namskeid med honum a morgun og svo thurfum vid vist ad fara i flugherminn lika eitt skipti. Thar med er Paris, Alsir og allt thad fokid ut um gluggan i bili og Gatwick aftur ordid ad raunveruleika. Thannig ad eins og stadan litur ut i dag tha fer eg i bokleg namskeid a morgun, fer i mitt fyrst flug (a islenskt skradri vel thvi eg ma fluga svoleidis tho hun se nakvaemlega eins og UK skr vel) a midvikudag fram a fimtudag, fer i flugherminn a laugardag og tha aettu allir vegir ad vera mer faerir..... eda hvad..... thad kemur i ljos.
Gridamigkidfjor
kv
föstudagur, október 15, 2004
Allt i thessu stakasta.........
GSM i UK 0045 7910 215242
Simi a hoteli +44 1293 529991 Herbergi 604
Snillingarnir komust ad thvi ad vid thirftum ad taka eitt en boklegt adur en vid megum fljuga G-skradum velum (velum skradum i UK). Thangad til thad gerist verda bara flug a TF-skradum velum (velum skradum a islandi) sem eru tvo flug til karabiska hafsins i thessum manudi. Mikil gledi og hamingja med thetta allt saman....................
Simi a hoteli +44 1293 529991 Herbergi 604
Snillingarnir komust ad thvi ad vid thirftum ad taka eitt en boklegt adur en vid megum fljuga G-skradum velum (velum skradum i UK). Thangad til thad gerist verda bara flug a TF-skradum velum (velum skradum a islandi) sem eru tvo flug til karabiska hafsins i thessum manudi. Mikil gledi og hamingja med thetta allt saman....................
fimmtudagur, október 14, 2004
Gleðiborgin Gatwick
Þá er það komið á hreint. Út í fyrramálið til Gatwick/Crawley. Þar byrjum við og verðum svo send í lok mánaðarins til Oran í Alsír.
miðvikudagur, október 13, 2004
sunnudagur, október 10, 2004
miðvikudagur, október 06, 2004
Aðalatriðið
Aðalatriðið gleymdist að sjálfsögðu.
Á heimilið hefur verið verslaður Yaris Blue. Eins og kunnugir vita var 2000 árgerð af Yaris á heimilinu sem hét Yaris Xtra. Við höfum að sjálfsögðu verið að bera saman bílana, hvað er breytt o.s.frv. og komst mamma að þeirri niðurstöðu að flautan hljómar meira masculin á nýja bílnum en þeim gamla. Ástæðan er að sjálfsögðu sú að sá gamli var rauður sem er kellingalitur en sá nýji er gráblár sem er karlmanns eða meira masculin litur.
Nú vil ég fara fram á það við Rúnu Malasíumel eða Hjalta Dubaydruslu að versla fyrir mig Office Space á DVD. Sjáum hvort þetta komist til skila......
kv
Á heimilið hefur verið verslaður Yaris Blue. Eins og kunnugir vita var 2000 árgerð af Yaris á heimilinu sem hét Yaris Xtra. Við höfum að sjálfsögðu verið að bera saman bílana, hvað er breytt o.s.frv. og komst mamma að þeirri niðurstöðu að flautan hljómar meira masculin á nýja bílnum en þeim gamla. Ástæðan er að sjálfsögðu sú að sá gamli var rauður sem er kellingalitur en sá nýji er gráblár sem er karlmanns eða meira masculin litur.
Nú vil ég fara fram á það við Rúnu Malasíumel eða Hjalta Dubaydruslu að versla fyrir mig Office Space á DVD. Sjáum hvort þetta komist til skila......
kv
And the FARSI continues
Jæja, þá er það framhaldið af the aldrei ending saga. Hluti 15 af svo mörgum að það er ómögulegt að telja það upp hér: Morð í tíma töluð! Harry og hundtryggur aðstoðarmaður hans Heimir.... VOFF, eruð þá loks að takast að koma hetjum sögunnar í hinar margumtöluðu lendingar sem þau þurfa til að verða fullgildir félagar í leinifélaginu ATLANTA............ WÁ
Eins og sést, eins og sést, eins og sést, þá er ég genginn af göflunum.
Planið er ldg 8/10 og svo gerðust þau svo bíræfin að setja upp skyndihjálðarkúrs á 11/10 sem þýðir aðeins eitt. Ég missi af Verslunarmannaballinu í Vestmannaeyjum. Slagorðið er: NO PAIN NO GAIN, þannig að ég verð bara að taka þessu eins og alvöru karlmaður.
kv.
Eins og sést, eins og sést, eins og sést, þá er ég genginn af göflunum.
Planið er ldg 8/10 og svo gerðust þau svo bíræfin að setja upp skyndihjálðarkúrs á 11/10 sem þýðir aðeins eitt. Ég missi af Verslunarmannaballinu í Vestmannaeyjum. Slagorðið er: NO PAIN NO GAIN, þannig að ég verð bara að taka þessu eins og alvöru karlmaður.
kv.
þriðjudagur, október 05, 2004
Ykkur þarna úti víti til varnaðar: Ég er mjög pirraður þessa dagana.
Samræður mínar við fólk síðustu vikurnar hafa aðalega verið á eftirfarandi vegu:
Einhver - Nei, bíddu, átt þú ekki að vera úti?????
Ég - Jú reyndar
Einhver - Og hvað, hvernig gengur?
Ég - Það gengur.... hægt og bítandi
Einhver - Já, hvert ertu að fljúga?
Ég - ÉG ER EKKI BYRJAÐUR AÐ FLJÚGAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA!
Einhver - Af hverju ekki?
Ég - Hvern"#$%&/ kemur þér það við þarna "#&%#$#&%$ dru"#lan þín!!!?!?!
Einhver - Nú maður bara spyr
Ég - AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAArrrrrrrrrrrgh
Eðlilegt að fólk skilji þetta kanski ekki alveg en svona til að líkja þessu við eitthvað þá er þetta eins og það sé búið að tilkynna mann látinn í blöðunum aftur og aftur og aftur og.........
Svo er maður ekkert latur við að tilkynna það á þessari síðu að "nú sé tíminn kominn... allt farið að ganga..........."
Málið er allavegana það að ég er enþá heima á ísköldu landinu, esjan er orðin grá í toppinn og allir eru í syngjandi sveittum fíling.
kv.
Samræður mínar við fólk síðustu vikurnar hafa aðalega verið á eftirfarandi vegu:
Einhver - Nei, bíddu, átt þú ekki að vera úti?????
Ég - Jú reyndar
Einhver - Og hvað, hvernig gengur?
Ég - Það gengur.... hægt og bítandi
Einhver - Já, hvert ertu að fljúga?
Ég - ÉG ER EKKI BYRJAÐUR AÐ FLJÚGAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA!
Einhver - Af hverju ekki?
Ég - Hvern"#$%&/ kemur þér það við þarna "#&%#$#&%$ dru"#lan þín!!!?!?!
Einhver - Nú maður bara spyr
Ég - AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAArrrrrrrrrrrgh
Eðlilegt að fólk skilji þetta kanski ekki alveg en svona til að líkja þessu við eitthvað þá er þetta eins og það sé búið að tilkynna mann látinn í blöðunum aftur og aftur og aftur og.........
Svo er maður ekkert latur við að tilkynna það á þessari síðu að "nú sé tíminn kominn... allt farið að ganga..........."
Málið er allavegana það að ég er enþá heima á ísköldu landinu, esjan er orðin grá í toppinn og allir eru í syngjandi sveittum fíling.
kv.
sunnudagur, október 03, 2004
Hér sit ég og horfi á James Bond ganga í skrokk á manni með þriggja sæta leður sófa! Geri aðrir betur.
Ég fékk á mig ákúru fyrir að hafa uppnefnt foreldra mína. Mér er hollast að biðjast afsökunar og hef reyndar gert það í eigin persónu, mynnir mig. Það sanna í þessu máli er að þau eru ekki háöldruð, enn sem komið er allavegana.
Á morgun stendur til að fara vonandi, kanski til UK enn einusinni til að reyna að gera eitthvað gagnlegt s.s. að kaupa barnabaðsvamp fyrir Sturla í Boots og spóka sig um í nýja fína flugmóðurskipaskipstjórabúningnum mínum.
Í UK er gist í bæ sem hefur verið getið áður og heitir Crawley. Í Crawley er hið víðfræga Quality Inn Hotel sem áður var þekkt undir nafni Holliday Inn. Án þess að ég vilji vera að kasta rírð á téð hótel þá hef ég uppi vissar grunsemdir um það af hverju Holliday Inn keðjan vill ekki tengja nafn sitt lengur við téða hótelbyggingu. Má vera að það sé miglan í loftinu á baðinu, klósettið með bilaða niðursturtunarmekanismann eða kanski þjónustulundin hjá starfsfólkinu? Ég veit það ekki, maður bara spögulerar.
Á laugardaginn er Verslunarmannaballið haldið í Vestmannaeyjum. Fyrir þá sem ekki vita er verslunarmannaballið líka árshátíð Flugfélags Vestmannaeyja. Ballið gegur í raun og veru út á það að hin og þessi fyrirtæki í Vestmannaeyjum smala starfsfólki sínu í Höllina á tilteknum degi og svo er drukkið og dansað til dýrðar Flugfélagi Vestmannaeyja. Hápunktur kvöldsins er svo þegar Leðurklæddi refsarinn reynir við Önnu Kournikovu í von um að komast frá því lifandi. Á böllum í Vestmannaeyjum má alltaf treista á aktion, hvort sem það eru karatespörk eða önnur ástarmál..... nefnum engin nöfn. Mergur málsins er allavegana sá að ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að mæta á staðinn og gera garðinn frægan. kv.
Ég fékk á mig ákúru fyrir að hafa uppnefnt foreldra mína. Mér er hollast að biðjast afsökunar og hef reyndar gert það í eigin persónu, mynnir mig. Það sanna í þessu máli er að þau eru ekki háöldruð, enn sem komið er allavegana.
Á morgun stendur til að fara vonandi, kanski til UK enn einusinni til að reyna að gera eitthvað gagnlegt s.s. að kaupa barnabaðsvamp fyrir Sturla í Boots og spóka sig um í nýja fína flugmóðurskipaskipstjórabúningnum mínum.
Í UK er gist í bæ sem hefur verið getið áður og heitir Crawley. Í Crawley er hið víðfræga Quality Inn Hotel sem áður var þekkt undir nafni Holliday Inn. Án þess að ég vilji vera að kasta rírð á téð hótel þá hef ég uppi vissar grunsemdir um það af hverju Holliday Inn keðjan vill ekki tengja nafn sitt lengur við téða hótelbyggingu. Má vera að það sé miglan í loftinu á baðinu, klósettið með bilaða niðursturtunarmekanismann eða kanski þjónustulundin hjá starfsfólkinu? Ég veit það ekki, maður bara spögulerar.
Á laugardaginn er Verslunarmannaballið haldið í Vestmannaeyjum. Fyrir þá sem ekki vita er verslunarmannaballið líka árshátíð Flugfélags Vestmannaeyja. Ballið gegur í raun og veru út á það að hin og þessi fyrirtæki í Vestmannaeyjum smala starfsfólki sínu í Höllina á tilteknum degi og svo er drukkið og dansað til dýrðar Flugfélagi Vestmannaeyja. Hápunktur kvöldsins er svo þegar Leðurklæddi refsarinn reynir við Önnu Kournikovu í von um að komast frá því lifandi. Á böllum í Vestmannaeyjum má alltaf treista á aktion, hvort sem það eru karatespörk eða önnur ástarmál..... nefnum engin nöfn. Mergur málsins er allavegana sá að ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að mæta á staðinn og gera garðinn frægan. kv.
fimmtudagur, september 30, 2004
Alvöru heimsbogari
Í dag var tekið á því. Ég fór á fjögur kaffihús og drakk kaffi/kakó á þeim öllum.
Dagurinn byrjaði eldsnemma þegar Jói Pálma aka Jói Málari sótti mig um eittleitið. Við skelltum okkur á Cafe Bleu í kringlunni. Eftir að hafa rætt lífsins gagn og nauðsinjar þar í dágóða stund var komið að því að Jói þurfti að "take care of buisness" eins og sagt er í bransanum. Það var eins og við manninn mælt, Bjarni Rafn Garðarsson aka Kafteinninn mætti á staðinn. Við sviftum okkur niðrá flugvöll þar sem Bjarni aka leðurklæddi fjármálarefsarinn hjá TF-EGD afgreiddi nokkur aðkallandi málefni eigendafélags TF-EGD. Þarnæst lá leiðinn niðrá völl þann er í austri stendur inná kaffibrennsluna. Eftir að hafa drukkið langt umfram RDS af nýmöluðu kaffi var stefnan tekin á Vegamót því Steinar stinni tók ekkert annað í mál en að hitta okkur þar. Á vegamótum þótti mér orðið ráðlegt að skella mér á kókó frekar en kaffi þar sem vélindabakflæði var farið að láta á sér kræla og kann það ekki góðri lukku að stýra. Eftir drjúga stund á vegamótum var klukkan orðin 18:30 og tími til kominn að færa sig um set. Hitti ég háaldraða foreldra mína á Laugarveginum og stefnan var tekin á Ítalíu til áts. Ítalía var full þannig að næsti staður sem reyndist vera Enricos var látinn nægja. Það reyndis vera hið besta val því rauðsprettan bragðaðist feiknar vel þar. Að lokum var slegið út með því að fara í leikhús á Þetta er allt að koma sem er bara mjög gott leikrit.
takk fyrir
Dagurinn byrjaði eldsnemma þegar Jói Pálma aka Jói Málari sótti mig um eittleitið. Við skelltum okkur á Cafe Bleu í kringlunni. Eftir að hafa rætt lífsins gagn og nauðsinjar þar í dágóða stund var komið að því að Jói þurfti að "take care of buisness" eins og sagt er í bransanum. Það var eins og við manninn mælt, Bjarni Rafn Garðarsson aka Kafteinninn mætti á staðinn. Við sviftum okkur niðrá flugvöll þar sem Bjarni aka leðurklæddi fjármálarefsarinn hjá TF-EGD afgreiddi nokkur aðkallandi málefni eigendafélags TF-EGD. Þarnæst lá leiðinn niðrá völl þann er í austri stendur inná kaffibrennsluna. Eftir að hafa drukkið langt umfram RDS af nýmöluðu kaffi var stefnan tekin á Vegamót því Steinar stinni tók ekkert annað í mál en að hitta okkur þar. Á vegamótum þótti mér orðið ráðlegt að skella mér á kókó frekar en kaffi þar sem vélindabakflæði var farið að láta á sér kræla og kann það ekki góðri lukku að stýra. Eftir drjúga stund á vegamótum var klukkan orðin 18:30 og tími til kominn að færa sig um set. Hitti ég háaldraða foreldra mína á Laugarveginum og stefnan var tekin á Ítalíu til áts. Ítalía var full þannig að næsti staður sem reyndist vera Enricos var látinn nægja. Það reyndis vera hið besta val því rauðsprettan bragðaðist feiknar vel þar. Að lokum var slegið út með því að fara í leikhús á Þetta er allt að koma sem er bara mjög gott leikrit.
takk fyrir
þriðjudagur, september 28, 2004
24
Þá er maður búinn að slátra seríu 2 af 24 (twentyfour) á rétt rúmum tveim sólahringjum og ég get sagt ykkur það að ég er með höfuðverk. En serían er engu að síður mjög góð.
Honum Jack Bauer er ekki fisjað saman því ekki nóg með að honum tekst á innan við sólahring að drepa, limlesta og pína fleiri tugi manna heldur tekur hann sig til og bjargar heiminum frá þriðju heimstyrjöldinni á meðan hann sjálfur rambar á barmi tauga og hjartaáfalls. Styrjöldinni ætla illa innrættir olíubarónar að koma af stað til að hækka heimsmarkaðsverð olíu og kemur manni sífellt á óvart hver er að svíkja hvern, hvernig og hversvegna.
Ekki síður en Bauerinn fer Palmer forseti mikinn í þáttaröðinni. Hann sviftist um sjónarsviðið, rekur hiklaust þá sem á vegi hans verða og svíkja trúnað hans. Hann er góð sál sem þarf að berjast við ótrúlegt mótlæti en lætur það ekki á sig fá. Saman sigrast Bauer og Palmer forseti á hinu illa og friður og fegurð tekur við á ný á jörðinni, þökk sé Bandaríkjum Norður Ameríku.... eða hvað? Meira um það þegar ég er búinn að klára þriðju seríuna.
kv.
Honum Jack Bauer er ekki fisjað saman því ekki nóg með að honum tekst á innan við sólahring að drepa, limlesta og pína fleiri tugi manna heldur tekur hann sig til og bjargar heiminum frá þriðju heimstyrjöldinni á meðan hann sjálfur rambar á barmi tauga og hjartaáfalls. Styrjöldinni ætla illa innrættir olíubarónar að koma af stað til að hækka heimsmarkaðsverð olíu og kemur manni sífellt á óvart hver er að svíkja hvern, hvernig og hversvegna.
Ekki síður en Bauerinn fer Palmer forseti mikinn í þáttaröðinni. Hann sviftist um sjónarsviðið, rekur hiklaust þá sem á vegi hans verða og svíkja trúnað hans. Hann er góð sál sem þarf að berjast við ótrúlegt mótlæti en lætur það ekki á sig fá. Saman sigrast Bauer og Palmer forseti á hinu illa og friður og fegurð tekur við á ný á jörðinni, þökk sé Bandaríkjum Norður Ameríku.... eða hvað? Meira um það þegar ég er búinn að klára þriðju seríuna.
kv.
laugardagur, september 25, 2004
Allt farið að rúlla
Þá eru hlutirnir komnir aftur af stað. Núna er peyjinn að fara út seinnipartinn og ætlunin að taka lendingarnar á morgun, vonandi, kanski, örugglega, að öllum líkindum skulum við segja.
Kíki svo aftur á stormskerið til að ganga frá skírteinismálum í vikunni og svo skulum við bara sjá hvað gerist.
From a strictly mathematical viewpoint it goes like this:What Makes 100%? What does it mean to give MORE than 100%? Ever wonder about those people who say they are giving more than 100%? We have all been to those meetings where someone wants you to give over 100%. How about achieving 103%? What makes up 100% in life?Here's a little mathematical formula that might help you answer these questions:
If:A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z is represented
as:1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26.
Then:
H-A-R-D-W-O-R-K
8+1+18+4+23+15+18+11 = 98%
and
K-N-O-W-L-E-D-G-E
11+14+15+23+12+5+4+7+5 = 96%
But,
A-T-T-I-T-U-D-E
1+20+20+9+20+21+4+5 = 100%
And,
B-U-L-L-S-H-I-T
2+21+12+12+19+8+9+20 = 103%
AND, look how far ass kissing will take you.
A-S-S-K-I-S-S-I-N G
1+19+19+11+9+19+19+9+14+7 = 118%
So, one can conclude with mathematical certainty that While Hard work and Knowledge will get you close, and Attitude will get you there, it's the BullshiT and Ass kissing that will put you over the top.
Kíki svo aftur á stormskerið til að ganga frá skírteinismálum í vikunni og svo skulum við bara sjá hvað gerist.
From a strictly mathematical viewpoint it goes like this:What Makes 100%? What does it mean to give MORE than 100%? Ever wonder about those people who say they are giving more than 100%? We have all been to those meetings where someone wants you to give over 100%. How about achieving 103%? What makes up 100% in life?Here's a little mathematical formula that might help you answer these questions:
If:A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z is represented
as:1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26.
Then:
H-A-R-D-W-O-R-K
8+1+18+4+23+15+18+11 = 98%
and
K-N-O-W-L-E-D-G-E
11+14+15+23+12+5+4+7+5 = 96%
But,
A-T-T-I-T-U-D-E
1+20+20+9+20+21+4+5 = 100%
And,
B-U-L-L-S-H-I-T
2+21+12+12+19+8+9+20 = 103%
AND, look how far ass kissing will take you.
A-S-S-K-I-S-S-I-N G
1+19+19+11+9+19+19+9+14+7 = 118%
So, one can conclude with mathematical certainty that While Hard work and Knowledge will get you close, and Attitude will get you there, it's the BullshiT and Ass kissing that will put you over the top.
fimmtudagur, september 16, 2004
Þá er strákurinn kominn heim, í bili. Ætla að biðja fólk sem ég hitti á næstu dögum um að spurja mig ekki eftirfarandi spurninga:
Ertu búinn með lendingarnar?
Hvenar ferðu í lendingarnar?
Hvað verðuru lengi heima?
Hvenar ferðu aftur út?
Hvenar byrjaru að fljúga?
Ég áskil mér rétt til að bæta spurningum á þennan lista án nokkurs fyrirvara og liggja þung viðurlög við því að asnast til að missa einhverja af þeim uppúr sér.
Kveðja
Ertu búinn með lendingarnar?
Hvenar ferðu í lendingarnar?
Hvað verðuru lengi heima?
Hvenar ferðu aftur út?
Hvenar byrjaru að fljúga?
Ég áskil mér rétt til að bæta spurningum á þennan lista án nokkurs fyrirvara og liggja þung viðurlög við því að asnast til að missa einhverja af þeim uppúr sér.
Kveðja
miðvikudagur, september 15, 2004
Allt að fara úr böndunum
Stórabretland rambar á barmi ragnaraka!!!!!!!!!
Í fyrradag setti enginn annar en sjálfur Batman þjóðfélagið á annan endan þegar hann tók uppá því að fá hundtryggan samstarfsmann sinn, Robin, til að hjálpa sér að príla utan á Buckingham Höllinni í fimm klukkutíma. Sky fréttastöðin var með beina útsýningu og fréttaskýrinu af atburðinum frá upphafi til enda án þess að hleypa nokkru öðru að. Og hvað vakti fyrir leðurklædda re##aranum? Jú hann var eitthvað fúll út í Catwoman því hún vildi ekki skila Batmobílnum sem hann hafði lánað henni eftir deit sem þau áttu fyrir skömmu.
Í dag brutust svo nokkrir ruddar(thugs) inn á breska þingið og hrópuðu ókvæðisorðum að ráðherrum og þingmönnum. Nú hefur Sky fréttastöðin fjallað um þetta atvik í rúma tvo tíma og sýnt sama 10 sek. langa myndskeiðið allavegana 2*60*60/10=720 sinnum.
kv.
Í fyrradag setti enginn annar en sjálfur Batman þjóðfélagið á annan endan þegar hann tók uppá því að fá hundtryggan samstarfsmann sinn, Robin, til að hjálpa sér að príla utan á Buckingham Höllinni í fimm klukkutíma. Sky fréttastöðin var með beina útsýningu og fréttaskýrinu af atburðinum frá upphafi til enda án þess að hleypa nokkru öðru að. Og hvað vakti fyrir leðurklædda re##aranum? Jú hann var eitthvað fúll út í Catwoman því hún vildi ekki skila Batmobílnum sem hann hafði lánað henni eftir deit sem þau áttu fyrir skömmu.
Í dag brutust svo nokkrir ruddar(thugs) inn á breska þingið og hrópuðu ókvæðisorðum að ráðherrum og þingmönnum. Nú hefur Sky fréttastöðin fjallað um þetta atvik í rúma tvo tíma og sýnt sama 10 sek. langa myndskeiðið allavegana 2*60*60/10=720 sinnum.
kv.
mánudagur, september 13, 2004
Enger fréttir eru góðar fréttir
Þannig er það nú, það er að mestu leyti ekkert að frétta. Þetta mallar allt saman í rólegheitunum. S'iðasti bóklegi parturinn á morgun... að öllum líkindum og svo er eitthvað verið að tala um að lendingarnar gætu orðið á fimtudag en spáin er ekki góð fyrir vikuna.
kv.
kv.
föstudagur, september 10, 2004
fimmtudagur, september 09, 2004
miðvikudagur, september 08, 2004
Jæja, nú stóð til að við mundum fara í lendingarnar á morgun. Við erum mætti í briefingu hjá flugstjóranum sem á að sjá um þetta. Síminn hringir hjá honum og á svipstundu breytist taumlaus gleði og órtjórnleg ánægja í svívirðilega sorg og endalausa armæðu. Vélin sem við áttum að taka lendingarnar á þurfti að fara í annað verkefni.
meira síðar
kv.
meira síðar
kv.
fimmtudagur, september 02, 2004
Crawley
Jaeja, tha er pjakkurinn kominn til Crawley i UK. Eg get nu ekki verid sammala morgum sem eg hef talad vid og hafa verid her ad tetta se rassgat alheimsins.
Dagskrain var frekar gotott thegar vid byjudum i gaer en sidan tha hefur hun breyst thirsvar og er ordin nokkud alitleg. Ef eg man rett tha er sidasti boklegi timinn i kringum 10. sept og er bara haegt ad vona ad theim takist ad troda in lendingunum fyrir thann tima. Ad sjalfsogdu eru sterkir karakterar ad kenna okkur og ma tha t.d. nefna sem daemi ad i gaer var enginn annar en Elvis Karl Aron Gunnarson Priestley ad kenna okkur perfomance. I dag var hinsvegar Alfred George Hitchcock Williams med okkur i CRM.
A laugardag faum vid Gudrun ad kikja med i flug til ad sja hvernig thetta virkar allt saman. Eg fer til Faro i Portugal (skilst mer) en hun eitthvert til Spanar.
Allt er annars i dillandi finum filing fyrir utan thad ad thad kostar mordfjar ad komast a netid.
Fyrir tha fjolmorgu sem hafa ahuga a ad hringja i mig er eg kominn med GSM numer sem eg man ekki hvad er en svo er numer a hotelinu 1293 529991 og herbergisnumer 117 (LANDSKODI 44).
kv.
Dagskrain var frekar gotott thegar vid byjudum i gaer en sidan tha hefur hun breyst thirsvar og er ordin nokkud alitleg. Ef eg man rett tha er sidasti boklegi timinn i kringum 10. sept og er bara haegt ad vona ad theim takist ad troda in lendingunum fyrir thann tima. Ad sjalfsogdu eru sterkir karakterar ad kenna okkur og ma tha t.d. nefna sem daemi ad i gaer var enginn annar en Elvis Karl Aron Gunnarson Priestley ad kenna okkur perfomance. I dag var hinsvegar Alfred George Hitchcock Williams med okkur i CRM.
A laugardag faum vid Gudrun ad kikja med i flug til ad sja hvernig thetta virkar allt saman. Eg fer til Faro i Portugal (skilst mer) en hun eitthvert til Spanar.
Allt er annars i dillandi finum filing fyrir utan thad ad thad kostar mordfjar ad komast a netid.
Fyrir tha fjolmorgu sem hafa ahuga a ad hringja i mig er eg kominn med GSM numer sem eg man ekki hvad er en svo er numer a hotelinu 1293 529991 og herbergisnumer 117 (LANDSKODI 44).
kv.
föstudagur, ágúst 27, 2004
Á lausu
Faraday-bræður, sem eru fjórir talsins, vinna við ýmis fyrirtæki til að tryggja gengi stórfyrirtækis fjölskyldunnar, þótt John faðir þeirra hafi horfið með dularfullum hætti.
Illvíg Asíumafían ógnar lífi þeirra sífellt þótt heimkynni þeirra sé á friðsældareyjunni Hawaii. Þegar bókhaldari Johns Faraday finnst myrtur í fangaklefa, taka bræðurnir endanlega ákvörðun um að fletta ofan af sannleikanum um ævi föður þeirra.
Við rannsókn komast þeir að uggvænlegum sannleika sem leiðir óumflýjanlega til æsilega spennandi skuldaskila.
Bræðurna leika þeir Timothy, Joseph, Samuel og Benjamin BOTTOMS.
Fjölskylduatvinnan er morð.
Þessa óhemju spennandi mynd (Island Sons) er hægt að kaupa á Bónusvideó á Grensásvegi á einungis 99 krónur!!! Fyrstur kemur fyrstur fær.
Svo langar mig til að mynnast á hana frænku mína Röggu. Ragga er á lausu. Mynd af Röggu fylgir hérna fyrir ofan.
kv
Illvíg Asíumafían ógnar lífi þeirra sífellt þótt heimkynni þeirra sé á friðsældareyjunni Hawaii. Þegar bókhaldari Johns Faraday finnst myrtur í fangaklefa, taka bræðurnir endanlega ákvörðun um að fletta ofan af sannleikanum um ævi föður þeirra.
Við rannsókn komast þeir að uggvænlegum sannleika sem leiðir óumflýjanlega til æsilega spennandi skuldaskila.
Bræðurna leika þeir Timothy, Joseph, Samuel og Benjamin BOTTOMS.
Fjölskylduatvinnan er morð.
Þessa óhemju spennandi mynd (Island Sons) er hægt að kaupa á Bónusvideó á Grensásvegi á einungis 99 krónur!!! Fyrstur kemur fyrstur fær.
Svo langar mig til að mynnast á hana frænku mína Röggu. Ragga er á lausu. Mynd af Röggu fylgir hérna fyrir ofan.
kv
mánudagur, ágúst 23, 2004
The GLORY of aviation
Ég er búinn að átta mig á því að til að vera hamingjusamur þar maður að hafa tvær vinnur. Sú fyrri er vinnan sem þú stundar af hugsjón, vegna þess að þú veist að þú ert að gera gagn, gera eitthvað gott, láta öðrum líða vel, einskonar góðgerðastarf. Sú síðari en vinna sem maður stundar til að láta sjálfum sér líða vel, eitthvað sem maður hefur gríðarlegan áhuga á, eitthvað sem lætur manni sjálfum líða vel, eitthvað sem borgar vel og svo framvegis.
Nú er ég kominn í þá stöðu að ég er einmitt kominn í þessar tvær vinnur. Það fyrra, hugsjónastarfið, er hjá mér að vinna á videóleigu. Með því að vinna á vídeóleigu þá tekst mér að gleðja fólk með því að lána því góðar myndir. Hver veit nema falleg ástarsambönd blossi upp yfir myndum á borð við "Police Academy: Mission to Moscow" eða "The Giant Spider Invasion" . Ég legg mig fram við að velja sérlega gott sælgæti í poka og afgreiða gourmet pulsur af mikilli fágun og í lok dags fer ég glaður heim því ég veit að ég hef breitt einhverju til betri vegar. Hin vinnan er sú sem flestir ættu að vera orðnir kunnir á þessu stigi. Vinnan sem lætur mér líða eins og sönnum karlmanni, vinnan sem dregur að mér kvenfólk í stórum stíl, vinnan sem er bókstaflega að sprengja launareikninginn minn, hvað annað en flugið!
Það mætti því segja að ég sé kominn í hið fullkomna jafnvægi, sem er gott.
kv
Nú er ég kominn í þá stöðu að ég er einmitt kominn í þessar tvær vinnur. Það fyrra, hugsjónastarfið, er hjá mér að vinna á videóleigu. Með því að vinna á vídeóleigu þá tekst mér að gleðja fólk með því að lána því góðar myndir. Hver veit nema falleg ástarsambönd blossi upp yfir myndum á borð við "Police Academy: Mission to Moscow" eða "The Giant Spider Invasion" . Ég legg mig fram við að velja sérlega gott sælgæti í poka og afgreiða gourmet pulsur af mikilli fágun og í lok dags fer ég glaður heim því ég veit að ég hef breitt einhverju til betri vegar. Hin vinnan er sú sem flestir ættu að vera orðnir kunnir á þessu stigi. Vinnan sem lætur mér líða eins og sönnum karlmanni, vinnan sem dregur að mér kvenfólk í stórum stíl, vinnan sem er bókstaflega að sprengja launareikninginn minn, hvað annað en flugið!
Það mætti því segja að ég sé kominn í hið fullkomna jafnvægi, sem er gott.
kv
miðvikudagur, ágúst 18, 2004
Ofmetnaður
Nú er komið að því að strákurinn er orðinn svo þreyttur á hangsinu og biðinni að hann er farinn að gera eitthvað!!!
Þetta er alltaf þannig að maður byrjar svona löng hangs-tímabil á því að taka til hendinni, útrétta, kaupa hluti sem manni sárlega vantar og önnur vitleysa. Svo kemur tímabil ofurleti og slens. Maður nennir engu, gerir ekkert og er að öllu leiti sjúklega leiðinlegur. Þriðja stigið er þegar maður kemst að því að þetta gengur enganvegin lengur og ákveður að gera eitthvað í málunum. Ég hef verið að komast á það stig smá saman síðustu dagana, sem betur fer. Það byrjaði allt á því að ég ákvað að selja bílinn minn. Gráðugur og nískur eins og ég er ákvað ég að nú skyldi kallinn græða á bílabissnessinum og fá gott verð fyrir bílinn. Ég auglýsti hann í fréttablaðinu á fráleitu verði og uppskar eftir því. Tveir gaurar (í orðsins fyllstu merkingu) hringdu og höfðu nákvæmlega sömu sppurningarnar:
GAUR: Hénna, eeee, hvað, hénna, hvað er hann með stóra vél?
ÉG: Hann er með hina ofursparneitnu 1300 vél vinur minn!
GAUR: Hénna, sko, eeem, hénna, hvernig er hann á litin?
ÉG: Hann er grænsanseraður, vinur
GAUR: Ok, hénna, ég sko, hénna ætla að spá í þetta, okbæ
ÉG: Blessi þig vinur.
Út frá þessu áliktaði ég að gaurum þætti ekki cool að aka um á sparneitnum bílum þrátt fyrir bensínverðið á þessum síðustu og verstu tímum og þá því síður ef bíllinn er grænsanseraður á lit.
Á endanum tókst mér að selja bílinn á svipuðu verði og ég keypti hann á, örlítið gengistap á honum en hva, ég er ríkur flugmaður á svimandi háum launum þannig að ég kvarta ekki. Næsta geðveikin sem ég er að tapa mér í þessa síðustu daga er að fara út að skokka. Snarbilaður eins og ég er þýðir ekkert að byrja ég á einhverri kellinga vegalengd þannig að ég dúndra mér beint í 6 km og stefni hraðbyr á að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu (10km). Það hefur hinsvegar orðið örlítið bakslag í þeim áformum mínum því ég var búinn að steingleyma því að þegar maður gengur of langt í biluninni vilja harðsperrur oft minna mann á að hausinn á manni er ekki alveg í lagi. Sjáum til hvernig þetta fer allt, en þar til geng ég um eins og gamalmenni með brjósklos í báðum mjöðmum.
kv.
Þetta er alltaf þannig að maður byrjar svona löng hangs-tímabil á því að taka til hendinni, útrétta, kaupa hluti sem manni sárlega vantar og önnur vitleysa. Svo kemur tímabil ofurleti og slens. Maður nennir engu, gerir ekkert og er að öllu leiti sjúklega leiðinlegur. Þriðja stigið er þegar maður kemst að því að þetta gengur enganvegin lengur og ákveður að gera eitthvað í málunum. Ég hef verið að komast á það stig smá saman síðustu dagana, sem betur fer. Það byrjaði allt á því að ég ákvað að selja bílinn minn. Gráðugur og nískur eins og ég er ákvað ég að nú skyldi kallinn græða á bílabissnessinum og fá gott verð fyrir bílinn. Ég auglýsti hann í fréttablaðinu á fráleitu verði og uppskar eftir því. Tveir gaurar (í orðsins fyllstu merkingu) hringdu og höfðu nákvæmlega sömu sppurningarnar:
GAUR: Hénna, eeee, hvað, hénna, hvað er hann með stóra vél?
ÉG: Hann er með hina ofursparneitnu 1300 vél vinur minn!
GAUR: Hénna, sko, eeem, hénna, hvernig er hann á litin?
ÉG: Hann er grænsanseraður, vinur
GAUR: Ok, hénna, ég sko, hénna ætla að spá í þetta, okbæ
ÉG: Blessi þig vinur.
Út frá þessu áliktaði ég að gaurum þætti ekki cool að aka um á sparneitnum bílum þrátt fyrir bensínverðið á þessum síðustu og verstu tímum og þá því síður ef bíllinn er grænsanseraður á lit.
Á endanum tókst mér að selja bílinn á svipuðu verði og ég keypti hann á, örlítið gengistap á honum en hva, ég er ríkur flugmaður á svimandi háum launum þannig að ég kvarta ekki. Næsta geðveikin sem ég er að tapa mér í þessa síðustu daga er að fara út að skokka. Snarbilaður eins og ég er þýðir ekkert að byrja ég á einhverri kellinga vegalengd þannig að ég dúndra mér beint í 6 km og stefni hraðbyr á að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu (10km). Það hefur hinsvegar orðið örlítið bakslag í þeim áformum mínum því ég var búinn að steingleyma því að þegar maður gengur of langt í biluninni vilja harðsperrur oft minna mann á að hausinn á manni er ekki alveg í lagi. Sjáum til hvernig þetta fer allt, en þar til geng ég um eins og gamalmenni með brjósklos í báðum mjöðmum.
kv.
mánudagur, ágúst 16, 2004
sunnudagur, ágúst 15, 2004
Nú er verið að röfla í manni því maður er svo latur að skrifa. Ykkur að segja er það einfaldlega vegna þess að það er ekkert að gerast.
Sit á rassinum og bíð eftir að það verði hring í mig og mér sagt að hunskast til útlanda, en þar til það gerist hef ég hugsað mér að æfa mig að spila Afgan á gítar.
Það er svosum alltaf hægt að tala um veðrið eing og allir aðrir bloggarar gera. Veðrið er búið að vera rosalega gott síðustu daga, ég er bara ekki að ná þessu, WÁ!
Þá er það komið.
Fór í örlitla útilegu í vikunni, það var ágætt. Gott veður og svona.
kv.
Sit á rassinum og bíð eftir að það verði hring í mig og mér sagt að hunskast til útlanda, en þar til það gerist hef ég hugsað mér að æfa mig að spila Afgan á gítar.
Það er svosum alltaf hægt að tala um veðrið eing og allir aðrir bloggarar gera. Veðrið er búið að vera rosalega gott síðustu daga, ég er bara ekki að ná þessu, WÁ!
Þá er það komið.
Fór í örlitla útilegu í vikunni, það var ágætt. Gott veður og svona.
kv.
föstudagur, ágúst 06, 2004
Blogg og meira blogg
Nú hefur stórvinkona mín og fyrrum vinnufélagi Helga Páls stofnað til bloggsíðu á sínu nafni. Helga Páls er fyrrum vinnufélagi eins og komið hefur fram, frá Íslandspósti. Þar unnum við saman sem vaktstjórar en hlutverk okkar var að hafa hemil á óstýrlátum bílstjórum sem leika lausum hala um öngstræti borgarinnar í tugatali á degi hverjum. Hún starfar enn sem vaktstjóri og mætti segja bligðunarlaust að hún er hversdagshertja sem fær ekki það hrós sem hún á skilið.
Nóg af bullinu. Gott framtak Helga Páls, stattu þig stelpa, er reyndar svoldið ósáttur við að þú viljir ekki mæta í sólgleraugnateitið okkar Ómars (sjá bloggið hans Steina www.steini747.blogspot.com) en þér er fyrirgefið.
Síðan hennar helgupáls er www.blog.central.is/helgapels
kv
Nóg af bullinu. Gott framtak Helga Páls, stattu þig stelpa, er reyndar svoldið ósáttur við að þú viljir ekki mæta í sólgleraugnateitið okkar Ómars (sjá bloggið hans Steina www.steini747.blogspot.com) en þér er fyrirgefið.
Síðan hennar helgupáls er www.blog.central.is/helgapels
kv
miðvikudagur, ágúst 04, 2004
Drykkfelldur eins og ég er hef ég hugsað mér að kíkja á bæjarlífið á föstudag. Ómar er búinn að átta sig á því hvað er inn hjá stelpunum í dag og er með mig í ströngum æfingabúðum til að umbreyta mér í draum allra ungra meyja..... ekki það að ég hafi ekki verið vænlegur kostur fyrir, stelpurnar kunna bara ekki að meta það. Það er því bókaður ljósatími á hverjum degi núna fram að helgi og djammgallinn verslaður í dag. Stelpur þið skulið því fara vara ykkur því það styttist í helgina
kv.
kv.
þriðjudagur, ágúst 03, 2004
Þá er strákurinn mættur aftur á klakkann eftir frægðarför til Svíþjóðar. Hversu lengi verður hann á landinu.... veit enginn en til stendur að komast að því fyrr en síðar. Hann mun gera víðreist og leggja land undir fót á meðan á dvöl hans stendur þannig að setjið ykkur í startholurnar og dragið fram rauðu dreglanna.
kv.
kv.
laugardagur, júlí 31, 2004
Jæja..........
Jæja, þá er maður staddur hérna í skólanum, kláruðum síðasta sessionið í gær og förum í prófið á morgun. Hvað á maður að gera af sér þegar maður er búinn að fara í gegnum allt efnið fimm sinnum og sér ekki mikinn tilgang í að lesa meira..... jú, blogga alveg hreint leiðinlega langan og tilgangslausann blogg, skulum sjá hvort það takist.
Ég vaknaði í morgun klukkan 8:10 við það að vekjarinn á símanum mínum vakti mig eftir eitt standard snoozze. Ég fór í rólegheitunum á fætur og kveikti á sjónvarpinu til að hafa tónlist á fóninum. Að venju fór ég í sturtu og áætla ég gróflega að það hafi tekið um 10 mínútur, það var mjög gott að fara í sturtu. Eftir sturtuna klæddi ég mig, eftir að hafa þurkað mér að sjálfsögðu. Á þessum tímapunkti var klukkan orðin um 8:30. Ég setti gel í hárið á mér en það tók ekki langan tíma. Því næst fór ég niður á fyrstu hæð til að fá mér morgunmat. Í morgunmat byrjaði ég á því að fá mér súrmjólk með ávöxtum og múslí. Ávextirnir voru ekkert sérstaklega góðir en ég kláraði þetta samt því það er sind að láta mat fara til spillis. Eftir súrmjólkina með ávöstunum og múslíinu fékk ég mér tvö ristuð brauð með osti og spægipylsu og appelsínudjús með til að skola öllusaman niður. Brauðið var með rúsínum í og var mjög gott.....
Jæja, nóg af þessu,.....
Hér koma tvær gátur.... sendið svör inná commentin
A sheik announced that a race would decide which of his two sons would inherit all his wealth. The sons were to ride their camels to a certain distant city. The son whose camel reached the city last would be given all the sheik's wealth.
The two sons set out on the journey. After severals days of aimless wandering, they met and agreed to seek the advice of a wiseman. After listening to the wiseman's advice, the two sons rode the camels as quickly as possible to the designated city.
What was it that the wiseman told the two sons? They did not agree to split the wealth, and their father's decree would be followed.
A man wanted to enter an exclusive club but did not know the password that was required. He waited by the door and listened. A club member knocked on the door and the doorman said, "twelve." The member replied, "six " and was let in. A second member came to the door and the doorman said, "six." The member replied, "three" and was let in. The man thought he had heard enough and walked up to the door. The doorman said ,"ten" and the man replied, "five." But he was not let in.
What should have he said?
Ég vaknaði í morgun klukkan 8:10 við það að vekjarinn á símanum mínum vakti mig eftir eitt standard snoozze. Ég fór í rólegheitunum á fætur og kveikti á sjónvarpinu til að hafa tónlist á fóninum. Að venju fór ég í sturtu og áætla ég gróflega að það hafi tekið um 10 mínútur, það var mjög gott að fara í sturtu. Eftir sturtuna klæddi ég mig, eftir að hafa þurkað mér að sjálfsögðu. Á þessum tímapunkti var klukkan orðin um 8:30. Ég setti gel í hárið á mér en það tók ekki langan tíma. Því næst fór ég niður á fyrstu hæð til að fá mér morgunmat. Í morgunmat byrjaði ég á því að fá mér súrmjólk með ávöxtum og múslí. Ávextirnir voru ekkert sérstaklega góðir en ég kláraði þetta samt því það er sind að láta mat fara til spillis. Eftir súrmjólkina með ávöstunum og múslíinu fékk ég mér tvö ristuð brauð með osti og spægipylsu og appelsínudjús með til að skola öllusaman niður. Brauðið var með rúsínum í og var mjög gott.....
Jæja, nóg af þessu,.....
Hér koma tvær gátur.... sendið svör inná commentin
A sheik announced that a race would decide which of his two sons would inherit all his wealth. The sons were to ride their camels to a certain distant city. The son whose camel reached the city last would be given all the sheik's wealth.
The two sons set out on the journey. After severals days of aimless wandering, they met and agreed to seek the advice of a wiseman. After listening to the wiseman's advice, the two sons rode the camels as quickly as possible to the designated city.
What was it that the wiseman told the two sons? They did not agree to split the wealth, and their father's decree would be followed.
A man wanted to enter an exclusive club but did not know the password that was required. He waited by the door and listened. A club member knocked on the door and the doorman said, "twelve." The member replied, "six " and was let in. A second member came to the door and the doorman said, "six." The member replied, "three" and was let in. The man thought he had heard enough and walked up to the door. The doorman said ,"ten" and the man replied, "five." But he was not let in.
What should have he said?
fimmtudagur, júlí 29, 2004
Svíþjóð á skalanum 1-10
Nú er farið að styttast í annan endan hérna og ekki frá því að maður sé farinn að finna fyrir smá spenning að kíkja heim, hitta holdvota þjóðhátíðargesti o.s.frv. Þar sem þessi Svíþjóðardvöl er senn á enda get ég rétt ímyndað mér allar þær spurningar sem brenna á vörum ykkar og þar fyrst og fremst... hvernig er svíþjóð á skalanum 1-10???!?
Í stuttu máli:
Í Svíþjóð er ALLTAF rigning, nema þessa örfáu daga þegar sólin skín... læt ykkur svo um að staðsetja þessa lýsingu á skalann
kv.
Í stuttu máli:
Í Svíþjóð er ALLTAF rigning, nema þessa örfáu daga þegar sólin skín... læt ykkur svo um að staðsetja þessa lýsingu á skalann
kv.
þriðjudagur, júlí 27, 2004
Heimför
Þá er það "staðfest", við erum á leiðinni heim 2. ágúst. Við verðum heima í einhvern ótilgreindan tíma þar til kemur að því að við verðum send til UK til að taka lendingar og á einhver aukanámskeið.
kv.
kv.
sunnudagur, júlí 25, 2004
Stórir dagar
Í gær var stór dagur í lífi mínu.... ég vann Guðrúnu í Pool-i. Mörgum þykir kanski ekkert merkilegt að strákur vinni stelpu í pooli en maður hefur sínar veiku hliðar og ég er ekkert hræddur við að viðurkenna að mín eina veika hlið er pool.
Það er farið að styttast í öllu hérna. Við eigum as we speak bara fjögur session og próf eftir, sama með danina en írsku jólasveinarnir eru einmitt í prófinu þessa stundina. Ekkert höfum við heyrt enþá með hvað gerist eftir Sverige en ég reikna fastlega með að maður nái að kíkja aðein heim til að afgreiða ýmis mál.
Annars óska ég Hjalta Grétars innilega til hamingju...............
kv.
Það er farið að styttast í öllu hérna. Við eigum as we speak bara fjögur session og próf eftir, sama með danina en írsku jólasveinarnir eru einmitt í prófinu þessa stundina. Ekkert höfum við heyrt enþá með hvað gerist eftir Sverige en ég reikna fastlega með að maður nái að kíkja aðein heim til að afgreiða ýmis mál.
Annars óska ég Hjalta Grétars innilega til hamingju...............
kv.
fimmtudagur, júlí 22, 2004
þriðjudagur, júlí 20, 2004
Gömul lumma
Gamlar lummur geta verið góðar, en þegar það er búið að tyggja og melta þær þá verða þær ekki góðar lengur. Þetta er hollráð dagsins.
Að öðrum meira spennandi hlutum. Af mér er ekkert að frétta frekar en venjulega, allt rúllar þetta á sínum hraða o.s.frv. Ómar félagi kíkti í heimsókn hingað um helgina og skemti sér konunglega. Hann var þó ekkert sérlega hrifinn af því hvernig föken Salad fór með hann, þið verðið að spurja hann meira út í það........
kv.
Að öðrum meira spennandi hlutum. Af mér er ekkert að frétta frekar en venjulega, allt rúllar þetta á sínum hraða o.s.frv. Ómar félagi kíkti í heimsókn hingað um helgina og skemti sér konunglega. Hann var þó ekkert sérlega hrifinn af því hvernig föken Salad fór með hann, þið verðið að spurja hann meira út í það........
kv.
sunnudagur, júlí 18, 2004
Ekki nógu gott
Ok, ég fékk þessa fínu myndavél en það vildi svo til að hún var sama sem batteríslaus, þannig að ég er ekki búinn að taka neinar krassandi myndir. Verið er að vinna í því að fá adapter til að ég geti hlaðið batteríið og tekið myndir. Ég komst loksins á Golden Memories í smábæ hérna rétt hjá. Það er ágætis staður, fínasta diskótek og þokkalegur bar en þið vitið hvernig þetta er...
Bíðið spent eftir myndum, þær munu birtast fyrr en síðar.
kv
Bíðið spent eftir myndum, þær munu birtast fyrr en síðar.
kv
föstudagur, júlí 16, 2004
Myndir
Jæja, þá er strákpjakkurinn kominn með digital myndavél og tekur myndir af öllu sem hreyfist. Á næstu dögum má því búsat við að myndir fari að streyma inn á síðuna, fylgist því spennt með.
Það sem hefur gerst síðustu daga..... búinn að prófa að rolla B 767 breiðþotu, það var intresant, er að ná lendingunum helvíti vel o.s.frv. same shit, different day.... nema kanski að ég mundi skipta út shit og setja ævintýri... man ekki hvað það er á ensku.
kv.
Það sem hefur gerst síðustu daga..... búinn að prófa að rolla B 767 breiðþotu, það var intresant, er að ná lendingunum helvíti vel o.s.frv. same shit, different day.... nema kanski að ég mundi skipta út shit og setja ævintýri... man ekki hvað það er á ensku.
kv.
þriðjudagur, júlí 13, 2004
Frá Svíþjóð er mjög lítið að frétta. Hér er allt meinhægt. Þessa stundina er setið inná crew lounginu á hótelinu, hlustað á Guns'n Roses og lesið allt um það við hvaða gráðufjölda maður rekur rassinn niður á 767. Vorum í kassanum í gær, aftur í dag o.s.frv. þetta rúllar bara allt saman og maður er farinn að finna fyrir því að maður er farinn að vita eitthvað hvað maður er eða á að gera hverju sinni.
Á laugardaginn var planið að taka á því en það fór einhvernvegin fyrir ofan garð og neðan. Guðrún annar Daninn og annar Írinn skelltu sér þó seint og síðarmeir á hinn víðfræga bar Golden Memories í stórbænum Sigtuna. Það vildi svo vel til að Guðrún tók með sér myndavél og náði einni góðri sem sýnir nýjustu tísku trendin hérna í konungsveldinu Svíþjóð. Ein og við vitum öll hafa Svíar löngum verið langt á undan sinni samtíð í tískumálum og mæli ég eindregið með því að fólk heima taki sig til áður en það verður tekið af tískulöggunni og safni smá lubba ein og hann Ingemar Stenmark hefur gert.
kv.
Á laugardaginn var planið að taka á því en það fór einhvernvegin fyrir ofan garð og neðan. Guðrún annar Daninn og annar Írinn skelltu sér þó seint og síðarmeir á hinn víðfræga bar Golden Memories í stórbænum Sigtuna. Það vildi svo vel til að Guðrún tók með sér myndavél og náði einni góðri sem sýnir nýjustu tísku trendin hérna í konungsveldinu Svíþjóð. Ein og við vitum öll hafa Svíar löngum verið langt á undan sinni samtíð í tískumálum og mæli ég eindregið með því að fólk heima taki sig til áður en það verður tekið af tískulöggunni og safni smá lubba ein og hann Ingemar Stenmark hefur gert.
kv.
laugardagur, júlí 10, 2004
fimmtudagur, júlí 08, 2004
nr. 60
Ætla að byrja á því að þakka fyrir snilldar brandara frá bróðir mínum á commnetinu við síðasta blogg, japanirnir klikka ekki.
Héðan frá Sverige er allt að frétta. Nú eru hlutirnir farnir að gerast því við erum byrjuð í kassanum eða flugherminum. Af hverju er þetta kallað að vera í kassa? Jú vegna þess að þetta er ekkert annað en kassi á stærð við 50fm blokkaríbúð á glussatjökkum sem getur hreyfst á alla kanta. Stykkið kostar einhverstaðar í kringum tvo MILJARÐA þannig að það er eins gott að vera gentle.
Byrjuðum í gær, það gekk þokkalega, ég komst að því að 150 tonna þota getur alveg lennt á grasi. Svo í dag vorum við aftur, það gekk betur og ég ákvaða að vera ekkert að endurtaka mjúkbrautarlendingu á grasi. Þetta er auðvitað ekkert annað en geggjað.
Á morgun er svo þriðji tíminn o.s.frv.
Hér á hótelinu eru hlutirnir hinsvegar að færast till verri vegar. Í morgun þegar maður skundaði kátur í liftuna á leið í eitt besta morgunverðarhlaðborð norðan alpafjalla mætti manni tilkynning sem sagði að veitingarrekstraraðilinn hafi runnið á rassinn fjárhagslega og því verði morgunverðarhlaðborðið ekki að vanda á sínum stað. Í staðin fékk maður morgunmat á veitingastað hérna í mollinu en það kemst einfaldlega ekki með tærnar þar sem hitt hafði hælana. Yfir þessu ríkir mikil sorg en við komumst að því að ástæða fjárhagserfiðleika veitingarrekstraraðilans sé sú að danirnir sem eru með okkur á námskeiðinu hafa verið full duglegir við að smyrja sér nesti á morgnanna. Ekki nóg með að morgunverðarhlaðborðið hafi lokað heldur lokaði barinn í lobbíinu líka og breiðtjaldssjónvarpið úr lobbíinu er horfið. Þetta er allt hið leiðinlegasta mál sem sér enganvegin fyrir endan á.
Síða dagsins er að sjálfsögðu heimasíða B767 hjá Boeing en fyrir þá sem ekki vita er þetta ein flottasta flugvél fyrr og síðar en með henni skipast í flokk vélar eins og P68B/C Partenavia og PA 31-350 Chieftain
kv
Héðan frá Sverige er allt að frétta. Nú eru hlutirnir farnir að gerast því við erum byrjuð í kassanum eða flugherminum. Af hverju er þetta kallað að vera í kassa? Jú vegna þess að þetta er ekkert annað en kassi á stærð við 50fm blokkaríbúð á glussatjökkum sem getur hreyfst á alla kanta. Stykkið kostar einhverstaðar í kringum tvo MILJARÐA þannig að það er eins gott að vera gentle.
Byrjuðum í gær, það gekk þokkalega, ég komst að því að 150 tonna þota getur alveg lennt á grasi. Svo í dag vorum við aftur, það gekk betur og ég ákvaða að vera ekkert að endurtaka mjúkbrautarlendingu á grasi. Þetta er auðvitað ekkert annað en geggjað.
Á morgun er svo þriðji tíminn o.s.frv.
Hér á hótelinu eru hlutirnir hinsvegar að færast till verri vegar. Í morgun þegar maður skundaði kátur í liftuna á leið í eitt besta morgunverðarhlaðborð norðan alpafjalla mætti manni tilkynning sem sagði að veitingarrekstraraðilinn hafi runnið á rassinn fjárhagslega og því verði morgunverðarhlaðborðið ekki að vanda á sínum stað. Í staðin fékk maður morgunmat á veitingastað hérna í mollinu en það kemst einfaldlega ekki með tærnar þar sem hitt hafði hælana. Yfir þessu ríkir mikil sorg en við komumst að því að ástæða fjárhagserfiðleika veitingarrekstraraðilans sé sú að danirnir sem eru með okkur á námskeiðinu hafa verið full duglegir við að smyrja sér nesti á morgnanna. Ekki nóg með að morgunverðarhlaðborðið hafi lokað heldur lokaði barinn í lobbíinu líka og breiðtjaldssjónvarpið úr lobbíinu er horfið. Þetta er allt hið leiðinlegasta mál sem sér enganvegin fyrir endan á.
Síða dagsins er að sjálfsögðu heimasíða B767 hjá Boeing en fyrir þá sem ekki vita er þetta ein flottasta flugvél fyrr og síðar en með henni skipast í flokk vélar eins og P68B/C Partenavia og PA 31-350 Chieftain
kv
þriðjudagur, júlí 06, 2004
Prófið afstaðið
Jæja, þá er hið margumtalaða Technical test afstaðið. Það var svosum ekkert erfitt við erum öll sammála um að vera mjög fegin að vera laus við það hangandi yfir okkur. Nú er það bara að standa sig í herminum og ég á svosum von á því að maður eigi eftir að svitna svoldið vel við þá iðju.
Nú langar mig að tala svoldið um internet síðu sem ég hef lengi ætlað að nefna. Ég hef lengi notast við hana því hún er með afbrigðum gagnleg og góð. Síðan heitir online conversion.com. Eins og nafnið ber með sér inniheldur síðan breytifaktora fyrir líklegustu sem og ólíklegustu lengdar, þyngdar, rúmmáls o.s.frv. gildi sem fyrirfinnast. Fyrir þau ykkar sem eruð álíka miklir njerðir og ég þá langar mig til að benda ykkur sérstaklega á Astronomical hlutann og þá sérstaklega á eininguna parsec.
kv.
Nú langar mig að tala svoldið um internet síðu sem ég hef lengi ætlað að nefna. Ég hef lengi notast við hana því hún er með afbrigðum gagnleg og góð. Síðan heitir online conversion.com. Eins og nafnið ber með sér inniheldur síðan breytifaktora fyrir líklegustu sem og ólíklegustu lengdar, þyngdar, rúmmáls o.s.frv. gildi sem fyrirfinnast. Fyrir þau ykkar sem eruð álíka miklir njerðir og ég þá langar mig til að benda ykkur sérstaklega á Astronomical hlutann og þá sérstaklega á eininguna parsec.
kv.
mánudagur, júlí 05, 2004
Týpískur Íslendingur
Hérna sat ég um daginn niðrí lobbíi með samnemendum mínu á áðurnefndu námskeiði. Þar á meðal eru tveir Írir sem voru að monta sig af afrekum sinnar litlu þjóðar og þá sérstaklega af því að Írar væru þeir einu sem gætu unnið Breta í nokkru. Litli kollurinn fór nú í gang á mér og ég áttaði mig nú á því að þetta væri ekki rétt hjá þeim, ÍSLENDINGAR hefðu nú unnið Breta í þorskastríðinu hér um árið. Þarna sat ég og hugsaði með mér "ég skal sko segja þeim frá þessu, hvernig er nú þorskur aftur á ensku??". Svo svo mundi ég orðið, COD, og var við það að fara að segja: "Well you know, Icelanders won the english in the cod war many years ago" þegar ég upp í huga minn skaust skyndilega mynd af tveimur furðufuglum, sitjandi við bar, drekkandi THULE bjór ef ég man rétt. Þá snar hætti ég við og fór að hugsa minn gang.
kv.
kv.
sunnudagur, júlí 04, 2004
Same-ol
Smá fréttir frá Svíþjóð. Fréttirnar eru í raun þær að ekkert er að frétta. Á morgun og þriðjudag eru bóklegir performace tímar með kennara og hafa hinir reynsluboltarnir sem eru með okkur á námskeiðinu sagt okkur það í fullum trúnaði að málið með performance sé það að enginn skilur hann. Performance kennarinn kíkti á okkur á föstudag og sagði hin fleigu orð "If you fail, you pass..." eftir að hafa fengið að heyra þetta þrisvar uðum við sammála um að hann væri sjálfsagt að meina að þetta yrðu mjög einfalt. Á þriðjudag er svo próf úr performance og svo öllu því sem við erum búin að vera að stúdera síðustu rúmu vikuna.
Við kíktum í bæinn í gær, það var ágætt, svosum ekkert meira að segja um það nema kanski að okkur var ekki hleypt inn á hinn víðfræga Spy Bar vegna ölvunar þrátt fyrir að hafa varla bragðað á áfengi. Dyravörðurinn horfði djúpt í augun á okkur og sagði svo "You are to drunk, I can see it in your eyes, you can't go in!". Við hlógum auðvitað bara að honum og fórum á annan stað. Komumst svo að því að allt lokar klukkan þrjú nema þú hafir einhvern sérstakan membership. Í dag er svo bara afslöppun, horft á bíómyndir, spilaðir tölvuleikir og svo hef ég hugsað mér að leggjast svo lágt að horfa á úrslitaleik EM, Grikkland-Portúgal, ég tippá á jafntefli.
kv.
Við kíktum í bæinn í gær, það var ágætt, svosum ekkert meira að segja um það nema kanski að okkur var ekki hleypt inn á hinn víðfræga Spy Bar vegna ölvunar þrátt fyrir að hafa varla bragðað á áfengi. Dyravörðurinn horfði djúpt í augun á okkur og sagði svo "You are to drunk, I can see it in your eyes, you can't go in!". Við hlógum auðvitað bara að honum og fórum á annan stað. Komumst svo að því að allt lokar klukkan þrjú nema þú hafir einhvern sérstakan membership. Í dag er svo bara afslöppun, horft á bíómyndir, spilaðir tölvuleikir og svo hef ég hugsað mér að leggjast svo lágt að horfa á úrslitaleik EM, Grikkland-Portúgal, ég tippá á jafntefli.
kv.
laugardagur, júlí 03, 2004
Jólasveinninn er fundinn
Tekið af fréttavef Peyjans
Jólasveinninn er fundinn! Og ekki nóg með það, þeir eru tveir!
Jólasveinninn sem löngum hefur verið talinn búa á Norðurpólnum, Íslandi, Noregi, Svíþjóð eða í Finnlandi hefur komið í leitirnar í Svíþjóð, nánar tiltekið á nágrenni Stokkhólms. Við nána athugun og greiningu á enskuhreim kom í ljós að um tvo einstaklinga er að ræða sem hafa þekkst lengi og koma frá Írlandi. Blaðamaður peyjans náði exclusive viðtali við þá félagana þar sem þeir voru staddir í SAS Flight Academy á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi.
Aðspurðir hvað þeir væru að bardúsa sögðust þeir vera að taka þjálfun á breiðþotu. Undanfarin ár hafa þeir stundað vinnu sína á mun minni þrýstiloftsloftfari en græðgin í börnum nú til dag hafi gert það óhjákvæmilegt að stækka farkosti sína svo um munar til að koma öllum gjöfunum fyrir í.
Þykja þeir leggja sig sérlega lítið fram við bóklega þjálfun og treista alfarið á eigin ágæti og það að um svokallað open-book próf sé að ræða. Aðspurðir hverju sætti sögðu þeir "HÓHÓHHHHHHHHHÓÓÓÓÓÓ..... hefur þú verið góður þetta árið VINUR!!???".
Pressan bíður spennt eftir að sjá árangur þeirra prófa sem þeir munu þreita á næstu dögum.
Jólasveinninn er fundinn! Og ekki nóg með það, þeir eru tveir!
Jólasveinninn sem löngum hefur verið talinn búa á Norðurpólnum, Íslandi, Noregi, Svíþjóð eða í Finnlandi hefur komið í leitirnar í Svíþjóð, nánar tiltekið á nágrenni Stokkhólms. Við nána athugun og greiningu á enskuhreim kom í ljós að um tvo einstaklinga er að ræða sem hafa þekkst lengi og koma frá Írlandi. Blaðamaður peyjans náði exclusive viðtali við þá félagana þar sem þeir voru staddir í SAS Flight Academy á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi.
Aðspurðir hvað þeir væru að bardúsa sögðust þeir vera að taka þjálfun á breiðþotu. Undanfarin ár hafa þeir stundað vinnu sína á mun minni þrýstiloftsloftfari en græðgin í börnum nú til dag hafi gert það óhjákvæmilegt að stækka farkosti sína svo um munar til að koma öllum gjöfunum fyrir í.
Þykja þeir leggja sig sérlega lítið fram við bóklega þjálfun og treista alfarið á eigin ágæti og það að um svokallað open-book próf sé að ræða. Aðspurðir hverju sætti sögðu þeir "HÓHÓHHHHHHHHHÓÓÓÓÓÓ..... hefur þú verið góður þetta árið VINUR!!???".
Pressan bíður spennt eftir að sjá árangur þeirra prófa sem þeir munu þreita á næstu dögum.
föstudagur, júlí 02, 2004
Ein spurning
Hvernig á maður að fara að því að vakna hress klukkan sjö á hverjum morgni þegar maður hefur ekki þurft að gera það síðan fyrir myntbreitingu?
Allt går jätte bra, jag tar hissen varje morron til frokkost. Alla är väldigt trävliga och därför är jag en glad gubbe.
Þýðing óskast á commentið, sá er fyrst(ur) með góða útlistun á textanum fær ljósmynd af mér í verðlaun.
Hej då
Allt går jätte bra, jag tar hissen varje morron til frokkost. Alla är väldigt trävliga och därför är jag en glad gubbe.
Þýðing óskast á commentið, sá er fyrst(ur) með góða útlistun á textanum fær ljósmynd af mér í verðlaun.
Hej då
fimmtudagur, júlí 01, 2004
Crusty, you're the GAL
Langar að þakka Helgu Dröfn, aka Crusty, fyrir að vera dugleg á commentinu hjá mér.
kv.
kv.
miðvikudagur, júní 30, 2004
Satt!
stolid af annari bloggsidu, nokkud gott
AÐ FARA Í STURTU EINS OG KARLMAÐUR!!!
Farðu úr fötunum, sitjandi á rúminu, og skildu þau eftir í hrúgu fyrir framan rúmið. Gakktu nakinn í átt að baðherberginu. Ef að konan sér þig á leiðinni, hristu þá "vininn" í áttina að henni og segðu "Vúúííí".
Skoðaðu karlmannlegt vaxtarlag þitt í speglinum og dragðu djúpt inn andann til að athuga hvort þú sért með "sixpakk" (sem þú ert ekki með.)
Horfðu með aðdáun á stærðina á "félaganum", gríptu um hann og segðu "Jú vonna pís of ðis beibí".
Farðu í sturtuna. Ekki hafa fyrir því að leita að þvottapoka ? ekki nota hann ef þú rekst á hann.
Þvoðu þér í framan, undir höndum og "vöðvann". Hlæðu kjánalega yfir því hvað það heyrist hátt þegar þú rekur við í sturtu. Notaðu sjampó í hárið en ekki nota næringu. Búði til móíkana-kamp með sjampóið í hárinu. Dragðu aðeins frá sturtuhengið til að sjá sjálfan þig í speglinum (tíhíhíhíhí).
Pissaðu (í sturtunni að sjálfsögðu). Skolaðu þig og farðu úr sturtunni. Ekki taka eftir vatninu á gólfinu (sem kom til af því að þú hafðir hengið fyrir utan sturtubotninn.)
Þurrkaðu þér lauslega. Horfðu á sjálfan þig í speglinum. Taktu nokkrar "pósur" og horfðu með aðdáun á stærðina á "jókernum" (aftur).
Ekki draga fyrir sturtuna, og skildu eftir blautt gólf. Ekki slökkva inná baði. Gakktu í átt að svefnherberginu með handklæðið um mittið. Ef að þú rekst á konuna, dragðu þá handklæðið frá, gríptu um "gosann", taktu eina Elvis-sveiflu og segðu "Sssjabúmm".
Athugaðu hvort að nærbuxurnar séu blettóttar, ef ekki, farðu þá í þær. Taktu sundur sokkaparið á gólfinu. Brjóttu aðeins úr þeim, og farðu í þá. Farðu í nýjan bol, en vertu annars í sömu fötum og þú notaðir í gær
HVERNIG Á AÐ FARA Í STURTU EINS OG KONA?
Farðu úr fötunum og raðaðu þeim í flokkaðar "óhreina-taus-körfur" Ein fyrir ljósan þvott, ein fyrir dökkan, ein fyrir hvítan, og ein fyrir sérstaklega viðkvæm efni.
Gakktu í átt að baðherberginu í síðum slopp. Ef að húsbóndinn sér til þín á leiðinni, mundu þá að hylja allt nakið hold og flýta þér inná baðherbergið.
Horfðu á sjálfan þig í speglinum, ýttu maganum fram og kvartaðu í smástund við sjálfa þig yfir því hvað þú ert að verða feit. Stígðu inn í sturtuna.
Athugaðu hvort að eftirfarandi sé ekki örugglega við hendina:
Andlits-þvottapokinn, handarkrika-þvottapokinn, fyrir-neðan-mitti-þvottapokinn, grófi nudd-þvottapokinn og siðast en ekki síst .. appelsínu-húðar-nudd-steinninn.
Þvoðu hárið einu sinni með Agúrku og Ginseng sjampóinu .. þessu sem inniheldur 83 nauðsynleg vítamín fyrir hárið.
Þvoðu hárið aftur með Agúrku og Ginseng sjampóinu .. þessu sem inniheldur 83 nauðsynleg vítamín fyrir hárið.
Notaðu Agúrgku/Ginseng næringuna .. þessari með viðbættu Burkna-olíunni og láttu standa í hárinu í 15 mínútur.
Þvoðu þér í framan með Aprikósu-skröbbinu í tíu mínútur .. eða sirka þangað til þig fer að svíða verulega.
Þvoðu restina af líkamanum með Ginger/Jaffa-Cake líkams-sápunni. Skolaðu næringuna úr hárinu í sirka 15 mínútur .. svo að örugglega öll afgangs næring hreinsist í burtu.
Ef að húsbóndinn sturtar niður, sem leiðir til þess að vatnið hjá þér hitnar í smástund, skaltu öskra brjálæðislega og kalla hann öllum illum nöfnum.
Skúfaðu fyrir sturtuna. Þurrkaðu upp alla bleytu í sturtunni. Notaðu Ajax sturtu sprey til að ná upp háglans á flísarnar. Ekki gleyma að athuga gólfið fyrir framan sturtuna og þurrka upp hvern einasta dropa.
Farðu úr sturtunni. Þurrkaðu þig með handklæði sem er á stærð við lítið Afríku ríki.
Pakkaðu hárinu inn í annað, extra rakadrægt, handklæði. Skoðaðu allan líkamann í leit að minnsta blett eða hári. Notaðu neglur eða flísatöng til að gera út af við það sem þú finnur.
Gakktu í átt að svefnherberginu í síðum slopp með handklæðið ennþá á höfðinu. Myndu að hylja allt nakið hold .. ef að húsbóndinn er nálægt.. og flýttu þér í átt að svefnherberginu. Ekki eyða undir hálftíma í að klæða þig!!!!
AÐ FARA Í STURTU EINS OG KARLMAÐUR!!!
Farðu úr fötunum, sitjandi á rúminu, og skildu þau eftir í hrúgu fyrir framan rúmið. Gakktu nakinn í átt að baðherberginu. Ef að konan sér þig á leiðinni, hristu þá "vininn" í áttina að henni og segðu "Vúúííí".
Skoðaðu karlmannlegt vaxtarlag þitt í speglinum og dragðu djúpt inn andann til að athuga hvort þú sért með "sixpakk" (sem þú ert ekki með.)
Horfðu með aðdáun á stærðina á "félaganum", gríptu um hann og segðu "Jú vonna pís of ðis beibí".
Farðu í sturtuna. Ekki hafa fyrir því að leita að þvottapoka ? ekki nota hann ef þú rekst á hann.
Þvoðu þér í framan, undir höndum og "vöðvann". Hlæðu kjánalega yfir því hvað það heyrist hátt þegar þú rekur við í sturtu. Notaðu sjampó í hárið en ekki nota næringu. Búði til móíkana-kamp með sjampóið í hárinu. Dragðu aðeins frá sturtuhengið til að sjá sjálfan þig í speglinum (tíhíhíhíhí).
Pissaðu (í sturtunni að sjálfsögðu). Skolaðu þig og farðu úr sturtunni. Ekki taka eftir vatninu á gólfinu (sem kom til af því að þú hafðir hengið fyrir utan sturtubotninn.)
Þurrkaðu þér lauslega. Horfðu á sjálfan þig í speglinum. Taktu nokkrar "pósur" og horfðu með aðdáun á stærðina á "jókernum" (aftur).
Ekki draga fyrir sturtuna, og skildu eftir blautt gólf. Ekki slökkva inná baði. Gakktu í átt að svefnherberginu með handklæðið um mittið. Ef að þú rekst á konuna, dragðu þá handklæðið frá, gríptu um "gosann", taktu eina Elvis-sveiflu og segðu "Sssjabúmm".
Athugaðu hvort að nærbuxurnar séu blettóttar, ef ekki, farðu þá í þær. Taktu sundur sokkaparið á gólfinu. Brjóttu aðeins úr þeim, og farðu í þá. Farðu í nýjan bol, en vertu annars í sömu fötum og þú notaðir í gær
HVERNIG Á AÐ FARA Í STURTU EINS OG KONA?
Farðu úr fötunum og raðaðu þeim í flokkaðar "óhreina-taus-körfur" Ein fyrir ljósan þvott, ein fyrir dökkan, ein fyrir hvítan, og ein fyrir sérstaklega viðkvæm efni.
Gakktu í átt að baðherberginu í síðum slopp. Ef að húsbóndinn sér til þín á leiðinni, mundu þá að hylja allt nakið hold og flýta þér inná baðherbergið.
Horfðu á sjálfan þig í speglinum, ýttu maganum fram og kvartaðu í smástund við sjálfa þig yfir því hvað þú ert að verða feit. Stígðu inn í sturtuna.
Athugaðu hvort að eftirfarandi sé ekki örugglega við hendina:
Andlits-þvottapokinn, handarkrika-þvottapokinn, fyrir-neðan-mitti-þvottapokinn, grófi nudd-þvottapokinn og siðast en ekki síst .. appelsínu-húðar-nudd-steinninn.
Þvoðu hárið einu sinni með Agúrku og Ginseng sjampóinu .. þessu sem inniheldur 83 nauðsynleg vítamín fyrir hárið.
Þvoðu hárið aftur með Agúrku og Ginseng sjampóinu .. þessu sem inniheldur 83 nauðsynleg vítamín fyrir hárið.
Notaðu Agúrgku/Ginseng næringuna .. þessari með viðbættu Burkna-olíunni og láttu standa í hárinu í 15 mínútur.
Þvoðu þér í framan með Aprikósu-skröbbinu í tíu mínútur .. eða sirka þangað til þig fer að svíða verulega.
Þvoðu restina af líkamanum með Ginger/Jaffa-Cake líkams-sápunni. Skolaðu næringuna úr hárinu í sirka 15 mínútur .. svo að örugglega öll afgangs næring hreinsist í burtu.
Ef að húsbóndinn sturtar niður, sem leiðir til þess að vatnið hjá þér hitnar í smástund, skaltu öskra brjálæðislega og kalla hann öllum illum nöfnum.
Skúfaðu fyrir sturtuna. Þurrkaðu upp alla bleytu í sturtunni. Notaðu Ajax sturtu sprey til að ná upp háglans á flísarnar. Ekki gleyma að athuga gólfið fyrir framan sturtuna og þurrka upp hvern einasta dropa.
Farðu úr sturtunni. Þurrkaðu þig með handklæði sem er á stærð við lítið Afríku ríki.
Pakkaðu hárinu inn í annað, extra rakadrægt, handklæði. Skoðaðu allan líkamann í leit að minnsta blett eða hári. Notaðu neglur eða flísatöng til að gera út af við það sem þú finnur.
Gakktu í átt að svefnherberginu í síðum slopp með handklæðið ennþá á höfðinu. Myndu að hylja allt nakið hold .. ef að húsbóndinn er nálægt.. og flýttu þér í átt að svefnherberginu. Ekki eyða undir hálftíma í að klæða þig!!!!
þriðjudagur, júní 29, 2004
DGFOPUYHVGKHTG
Diggidiggidigg...
Fréttir frá Svíþjóð, diggidigg
Héðan er allt gott að frétta. Stífur lærdómur alla daga, ekkert helgarfrí í bili o.s.frv. Eins og ég er kanski búinn að taka fram áður þá er það þessi vika og fyrstu tveir dagar nætsu viku í bóklegt, próf á þriðjudag og svo byrjar hermirinn á miðvikudag. Planið er að taka sér frí á sunnudag til að vera túristi í Stokkhólmi. Terje Hansen sem er yfirkennari hérna og verður með okkur Guðrúnu í herminum sagði okkur reyndar að nýta tímann vel, vera ekkert að þvælast til Stokkholm, það tæki mikinn tíma og væri dýrt. Hann er norðmaður þannig að maður tekur ekkert mark á þessu.
Held að ég hafi verið búinn að barma mér yfir því að það hafi ekki verið míníbar á herberginu mínu á hótelinu. Það gengur að sjálfsögðu ekki að vera á hóteli í rúman mánuð og vera ekki með míníbar. Sem sannir íslenskir flugmenn fórum við niðrí lobbí og fórum að "röfla" því það er það eina sem íslenskir flugmenn kunna, fyrir utan það að taka alla hendina þegar litli putti er réttur. Það bar vel í veiði hjá okkur því ekki nóg með að við fengum míníbar heldur vorum við færð uppá VIP hæðina þar sem stærri herbergi, parket, hvítir baðsloppar, straujjárn, gestarúm, RISA stórir koddar og að sjálfsögðu míníbarir ráða ríkjum. Þetta er auðvitað bara tóm snilld, fyrir utan koddana. Við fyrstu sín virðast þeir jafnvel vera það besta sem komið hefur fyrir mann í langan tíma. Svo tekur maður upp tommustokkinn og fer að mæla.... á að giska rúmur fermeter að flatarmáli, og það eru tvö stykki. Svo fer maður að sofa, þá taka þeir svo mikið pláss að fæturnir standa út fyrir endan á rúminu. Í kvöld ætla ég að röfla og fá lítinn kodda.
kv.
Fréttir frá Svíþjóð, diggidigg
Héðan er allt gott að frétta. Stífur lærdómur alla daga, ekkert helgarfrí í bili o.s.frv. Eins og ég er kanski búinn að taka fram áður þá er það þessi vika og fyrstu tveir dagar nætsu viku í bóklegt, próf á þriðjudag og svo byrjar hermirinn á miðvikudag. Planið er að taka sér frí á sunnudag til að vera túristi í Stokkhólmi. Terje Hansen sem er yfirkennari hérna og verður með okkur Guðrúnu í herminum sagði okkur reyndar að nýta tímann vel, vera ekkert að þvælast til Stokkholm, það tæki mikinn tíma og væri dýrt. Hann er norðmaður þannig að maður tekur ekkert mark á þessu.
Held að ég hafi verið búinn að barma mér yfir því að það hafi ekki verið míníbar á herberginu mínu á hótelinu. Það gengur að sjálfsögðu ekki að vera á hóteli í rúman mánuð og vera ekki með míníbar. Sem sannir íslenskir flugmenn fórum við niðrí lobbí og fórum að "röfla" því það er það eina sem íslenskir flugmenn kunna, fyrir utan það að taka alla hendina þegar litli putti er réttur. Það bar vel í veiði hjá okkur því ekki nóg með að við fengum míníbar heldur vorum við færð uppá VIP hæðina þar sem stærri herbergi, parket, hvítir baðsloppar, straujjárn, gestarúm, RISA stórir koddar og að sjálfsögðu míníbarir ráða ríkjum. Þetta er auðvitað bara tóm snilld, fyrir utan koddana. Við fyrstu sín virðast þeir jafnvel vera það besta sem komið hefur fyrir mann í langan tíma. Svo tekur maður upp tommustokkinn og fer að mæla.... á að giska rúmur fermeter að flatarmáli, og það eru tvö stykki. Svo fer maður að sofa, þá taka þeir svo mikið pláss að fæturnir standa út fyrir endan á rúminu. Í kvöld ætla ég að röfla og fá lítinn kodda.
kv.
laugardagur, júní 26, 2004
Jónsmessan
Frá Svíþjóð er allt dillandi gott að frétta. Ég var rétt í þessu að klára að fara yfir CBT-ið sem er að kenna mér á vélina. Planið er að ná að renna svo aftur yfir efnið í næstu viku. Í þar næstu viku eru svo tveir bóklegir dagar og miðvikudaginn 7. júlí hefst svo hamagangurinn. Þá er áæltað að við byrjum í herminum og samkvæmt plani mun það standa yfir til 1. ágúst. þannig að það verður engin þjóðhátíð fyrir peyjann. Ætli maður komi svo ekki heim daginn eftir það, ekki hægt að treysta á neitt svoleiðis þó.
Eins og fróðir lesendur vita er jónsmessuhelgin núna í algleymingi. Sú helgi er nokkurskonar verslunarmannahelgi svía þar sem þeir rúnta um þjóðvegi landsins, reka niður tjaldhæla og tæma úr flöskum. Svo er eitthvað með það að reisa staur sem er vafinn gróðri og tveir hringir hanga í og allir dansa glaðir í kringum með blómsveig á höfði. Þetta er allt saman kallað Midsommar og er kjörið að fara með Midsommar bænina við þetta tækifæri:
G U D
Den svenska sommarnatten liknar dig
Du är vårt ljus och inget mörker finns i dig
Genomlys oss med din närvaro
Du är vårt ljus och inget mörker finns i dig
Hjälp oss att ta vara på sommarens flöde av ljus och liv.
Du är vårt ljus och inget mörker finns i dig
I Jesu Kristi namn
AMEN
kv.
Eins og fróðir lesendur vita er jónsmessuhelgin núna í algleymingi. Sú helgi er nokkurskonar verslunarmannahelgi svía þar sem þeir rúnta um þjóðvegi landsins, reka niður tjaldhæla og tæma úr flöskum. Svo er eitthvað með það að reisa staur sem er vafinn gróðri og tveir hringir hanga í og allir dansa glaðir í kringum með blómsveig á höfði. Þetta er allt saman kallað Midsommar og er kjörið að fara með Midsommar bænina við þetta tækifæri:
G U D
Den svenska sommarnatten liknar dig
Du är vårt ljus och inget mörker finns i dig
Genomlys oss med din närvaro
Du är vårt ljus och inget mörker finns i dig
Hjälp oss att ta vara på sommarens flöde av ljus och liv.
Du är vårt ljus och inget mörker finns i dig
I Jesu Kristi namn
AMEN
kv.
fimmtudagur, júní 24, 2004
Harkan
Þá er þetta allt farið að rúlla. Mættum í dag í fyrsta tímann í SAS Flight Academy hérna á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi. Kennslan gengur mest út á svokallað CBT (computer based training) sem virkar þannig að allt kensluefnið er á tölvutæku formi og maður fer í gegnum það á sínum hraða, mjög sniðugt. Þetta var svoldið yfirþirmandi fyrst en maður er að komast uppá lagið með þetta. Það lítur úr fyrir að þetta verði um fjórar vikur hérna og aldrei að vita nema maður rétt nái þjóðhátíð.
kv.
kv.
miðvikudagur, júní 23, 2004
Skjott skipast vedur i lofti...........
Nu hef eg storfrettir ad segja ollum minum hundtryggu lesendum. Aetli thad seu ekki flestir sem viti af thessu nu thegar, en here goes. I dag sit eg vid tolvu i Quality Airport hotelinu a Arlanda flugvellinum. Thar er eg staddur til ad fa thjalfun a B 767 risa uthafs thistiloftsflugvel. Eg er s.s. kominn med vinnu hja Atlanta.
Thetta gerdist allt med alveg otrulega stuttum fyrirvara. Um fjogur i gaer var eg staddur i Eyjum, ny buinn a vakt og atti mer einskis ills von. Thar sem eg er staddur tharna i Eyjum fae eg simtal thar sem mer er tjad ad eg se radinn hja Atlanta en thad se einn haengur a, eg thurfi ad taka flug rumum tolf timum sidar til Stokkholms. Madur segir audvitat ekkert nei tho fyrirvarinn se stuttur thegar draumastarfid dettur uppi hendurnar a manni. Thannig ad eg taladi vid bossann. Honum fanst thetta nu ekkert snidugt en skildi mig samt vel og leyfdi mer ad fara. Eg rauk heim i Foldahraun 42 3C thar sem allt mitt hafurtask var. A undraverdum tima tokst mer ad pakka ollu minu nidur i fjorar toskur, henda thvi i bilinn og fljuga med thad yfir a Bakka. Afur en eg stokk burt nadi eg tho ad kvedja lang flesta, ad eg held, bid bara ad heilsa ollum hinum. A Bakka toku svo mamma og pabbi vid mer. Eg fekk ad fluga legginn yfir a Bakka og smurdi velinna svo svakalega nidur ad folk kjokradi af gledi yfir ad hafa ordid vitni ad thessu.
Eftir um tveggja tima naetursvefn var svo rokid ut a flugvoll og stefnan tekin a SVERIGE. Nu aetti Gunni danksi felagi ad geta smjattad svoldid a thvi ad eg se i Svithjod, orvhenti sviinn med gleraugu, verdur ekki betra. Thad var svo ekki fyrr en vid (eg og Gudrun sem er i sama pakkanum) bokudum okkur inn a hotel sem vid fengum hint um thad hversu lengi vid verdum herna. Hotelherbergin eru bokud i 21 dag thannig ad eftir that eru einhverjar sma likur a thvi ad madur komi kanski eitthvad heim, kemur betur i ljos sidar.
Nog um thetta allt i bili. Meira sidar.
Eg er med GSM simann minn herna thannig ad thad er haegt ad senda SMS og hringja en thar sem eg er nyskur flugmadur af verstu sort tha bid eg um ad folk hringi ekki i mig nema af algjorri naudsin og eg mun bara svara litlum hluta theirra SMS skilaboda sem eg fae. Bendi annars a e-mailinn minn birkirorn@talnet.is .
kv.
Thetta gerdist allt med alveg otrulega stuttum fyrirvara. Um fjogur i gaer var eg staddur i Eyjum, ny buinn a vakt og atti mer einskis ills von. Thar sem eg er staddur tharna i Eyjum fae eg simtal thar sem mer er tjad ad eg se radinn hja Atlanta en thad se einn haengur a, eg thurfi ad taka flug rumum tolf timum sidar til Stokkholms. Madur segir audvitat ekkert nei tho fyrirvarinn se stuttur thegar draumastarfid dettur uppi hendurnar a manni. Thannig ad eg taladi vid bossann. Honum fanst thetta nu ekkert snidugt en skildi mig samt vel og leyfdi mer ad fara. Eg rauk heim i Foldahraun 42 3C thar sem allt mitt hafurtask var. A undraverdum tima tokst mer ad pakka ollu minu nidur i fjorar toskur, henda thvi i bilinn og fljuga med thad yfir a Bakka. Afur en eg stokk burt nadi eg tho ad kvedja lang flesta, ad eg held, bid bara ad heilsa ollum hinum. A Bakka toku svo mamma og pabbi vid mer. Eg fekk ad fluga legginn yfir a Bakka og smurdi velinna svo svakalega nidur ad folk kjokradi af gledi yfir ad hafa ordid vitni ad thessu.
Eftir um tveggja tima naetursvefn var svo rokid ut a flugvoll og stefnan tekin a SVERIGE. Nu aetti Gunni danksi felagi ad geta smjattad svoldid a thvi ad eg se i Svithjod, orvhenti sviinn med gleraugu, verdur ekki betra. Thad var svo ekki fyrr en vid (eg og Gudrun sem er i sama pakkanum) bokudum okkur inn a hotel sem vid fengum hint um thad hversu lengi vid verdum herna. Hotelherbergin eru bokud i 21 dag thannig ad eftir that eru einhverjar sma likur a thvi ad madur komi kanski eitthvad heim, kemur betur i ljos sidar.
Nog um thetta allt i bili. Meira sidar.
Eg er med GSM simann minn herna thannig ad thad er haegt ad senda SMS og hringja en thar sem eg er nyskur flugmadur af verstu sort tha bid eg um ad folk hringi ekki i mig nema af algjorri naudsin og eg mun bara svara litlum hluta theirra SMS skilaboda sem eg fae. Bendi annars a e-mailinn minn birkirorn@talnet.is .
kv.
mánudagur, júní 21, 2004
Kvennahlaup, það held ég nú ekki!
Ævintýri dagsins.
Fékk góða gesti í heimsókn. Ómar sjarmör mætti með þrjár gellur í annari og sóleraugu í hinni á litlu veðurvinina í suðurhöfum. Sem stoltur innfæddur Eyjamaður reyndi ég að fræða gestina um allt sem fyrir augu bar við mis góðar undirtektir/eftirtektir/áhuga. Farið var í bátsferð með Viking Tours sem er snilldar fyrirtæki sem ég mæli eindregið með og bendi ég á síma 488-4884. Eftir rúnt um helstu perlur eyjarinnar s.s. Golfvöllinn, Flugvöllinn og Foldahraun 42 var endað á Cafe Maria þar sem lúffengar pizzur voru snæddar af bestu lyst. Kvartettinn yfirgaf svo eyjuna með tárin í augunum í kringum fréttir. Ég þakka góða heimsókn.
Í gær fór fram hið margumrædda kvennahlaup. Gott og vel, ég er ánægður með að konur skuli taka upp á því að hreyfa sig því það er gott fyrir þær, rétt eins og það er gott fyrir okkur karlpeninginn. Eitt er það í tengslum við þetta hlaup sem fer mjög fyrir brjóstið á mér, nefnilega nafnið. KvennaHLAUP stendur á auglýsingunum vítt og breitt um bæinn. Konur rotta sig saman í heitupottunum og tala um kvennaHLAUPIÐ, hverjar ætli að vera með í HLAUPINU o.s.frv. Svo kemur stóri dagurinn, stórfylking kvenna af öllum stærðum og gerðum teppa bílastæðið við sundlaugina þannig að grandlausir karlmenn eiga erfitt með að komast leiða sinna. Bleiki liturinn tröllríður öllu sem kemur nærri, maður verður hálf smeikur og ákveður að halda sig innandyra. Þegar HLAUPIÐ stendur sem hæst kíki ég svo út um gluggan, svona rétt til að sjá hvernig gengur hjá stelpunum, hvort þær séu ekki að standa sig. Og hvað blasir við? Jú stórfylkingin er svo sannarlega komin með einhvern skriðþunga en hann er ekki mikill. Við mér blasir fjöldinn allur af bleikum bolum í rólegheitar sunnudagsgöngutúr. Ein og ein smástelpa sprettir úr spori en meira er það ekki. Um kvöldið sé ég svo fréttir þar sem fjallað er um kvennaHLAUPIÐ og myndir sýndar frá öllum helstu þéttbýlisstöðunum s.s. Tálknafirði, Króksfjarðarnesi, Hauganesi og Bolungavík. Allstaðar blasir við sama sjónin, tugir ef ekki hundruðir kvenna á rólegheitagöngu um götur og torg. Og þá er ég kominn að kjarna málsins. Af hverju heitir þetta kvennaHLAUP? Af hverju ekki bara hreyfingardagur kvennar, eða kvenna gangan/hlaupið, eða eitthvað sem kemst nær því að lýsa því sem fram fer?
Að lokum langar mig til að birta textann við hið stórgóða Kennahlaupslag sem heitir því skemtilega nafni "Hlauptu stelpa hlauptu!"
Álfrúnu finnst sport að fara í hlaupaföt
Inga fílar útiloftið tært.
Eydís þolir ekki að liggja inni löt
Og amma Lúlú elskar frægðarljósið skært.
Kittý þykir kílómetrinn taka í
Kötu finnst það bæði ljúft og létt
Sigga tók sér pásu og skrapp í bakarí
En tók svo svakalega langan endasprett
Viðlag
Hlauptu stelpa hlauptu
Sýndu hvað þú getur
Hlauptu stelpa hlauptu
Leti gefðu spark!
Hlauptu stelpa hlauptu
Sumar, vor og vetur
Hlauptu stelpa Kvennahlaup
Alla leið í mark!
Íris hefur eyrnaskjól og vettlinga
Anna gamla dúkkuvagninn fann
Þar má finna kisu og nokkra kettlinga
Sem konan vildi ekki skilja útundan!
Rúnar vildi líka reyna að taka þátt
Keppnisþrá í Rúnka brjósti brann
En snemma hlaups fékk Rúnar greyið sinadrátt
Og síðan fauk burt síðan krulluhárkollan!
Viðlag
Hlauptu stelpa hlauptu…
Fékk góða gesti í heimsókn. Ómar sjarmör mætti með þrjár gellur í annari og sóleraugu í hinni á litlu veðurvinina í suðurhöfum. Sem stoltur innfæddur Eyjamaður reyndi ég að fræða gestina um allt sem fyrir augu bar við mis góðar undirtektir/eftirtektir/áhuga. Farið var í bátsferð með Viking Tours sem er snilldar fyrirtæki sem ég mæli eindregið með og bendi ég á síma 488-4884. Eftir rúnt um helstu perlur eyjarinnar s.s. Golfvöllinn, Flugvöllinn og Foldahraun 42 var endað á Cafe Maria þar sem lúffengar pizzur voru snæddar af bestu lyst. Kvartettinn yfirgaf svo eyjuna með tárin í augunum í kringum fréttir. Ég þakka góða heimsókn.
Í gær fór fram hið margumrædda kvennahlaup. Gott og vel, ég er ánægður með að konur skuli taka upp á því að hreyfa sig því það er gott fyrir þær, rétt eins og það er gott fyrir okkur karlpeninginn. Eitt er það í tengslum við þetta hlaup sem fer mjög fyrir brjóstið á mér, nefnilega nafnið. KvennaHLAUP stendur á auglýsingunum vítt og breitt um bæinn. Konur rotta sig saman í heitupottunum og tala um kvennaHLAUPIÐ, hverjar ætli að vera með í HLAUPINU o.s.frv. Svo kemur stóri dagurinn, stórfylking kvenna af öllum stærðum og gerðum teppa bílastæðið við sundlaugina þannig að grandlausir karlmenn eiga erfitt með að komast leiða sinna. Bleiki liturinn tröllríður öllu sem kemur nærri, maður verður hálf smeikur og ákveður að halda sig innandyra. Þegar HLAUPIÐ stendur sem hæst kíki ég svo út um gluggan, svona rétt til að sjá hvernig gengur hjá stelpunum, hvort þær séu ekki að standa sig. Og hvað blasir við? Jú stórfylkingin er svo sannarlega komin með einhvern skriðþunga en hann er ekki mikill. Við mér blasir fjöldinn allur af bleikum bolum í rólegheitar sunnudagsgöngutúr. Ein og ein smástelpa sprettir úr spori en meira er það ekki. Um kvöldið sé ég svo fréttir þar sem fjallað er um kvennaHLAUPIÐ og myndir sýndar frá öllum helstu þéttbýlisstöðunum s.s. Tálknafirði, Króksfjarðarnesi, Hauganesi og Bolungavík. Allstaðar blasir við sama sjónin, tugir ef ekki hundruðir kvenna á rólegheitagöngu um götur og torg. Og þá er ég kominn að kjarna málsins. Af hverju heitir þetta kvennaHLAUP? Af hverju ekki bara hreyfingardagur kvennar, eða kvenna gangan/hlaupið, eða eitthvað sem kemst nær því að lýsa því sem fram fer?
Að lokum langar mig til að birta textann við hið stórgóða Kennahlaupslag sem heitir því skemtilega nafni "Hlauptu stelpa hlauptu!"
Álfrúnu finnst sport að fara í hlaupaföt
Inga fílar útiloftið tært.
Eydís þolir ekki að liggja inni löt
Og amma Lúlú elskar frægðarljósið skært.
Kittý þykir kílómetrinn taka í
Kötu finnst það bæði ljúft og létt
Sigga tók sér pásu og skrapp í bakarí
En tók svo svakalega langan endasprett
Viðlag
Hlauptu stelpa hlauptu
Sýndu hvað þú getur
Hlauptu stelpa hlauptu
Leti gefðu spark!
Hlauptu stelpa hlauptu
Sumar, vor og vetur
Hlauptu stelpa Kvennahlaup
Alla leið í mark!
Íris hefur eyrnaskjól og vettlinga
Anna gamla dúkkuvagninn fann
Þar má finna kisu og nokkra kettlinga
Sem konan vildi ekki skilja útundan!
Rúnar vildi líka reyna að taka þátt
Keppnisþrá í Rúnka brjósti brann
En snemma hlaups fékk Rúnar greyið sinadrátt
Og síðan fauk burt síðan krulluhárkollan!
Viðlag
Hlauptu stelpa hlauptu…
fimmtudagur, júní 17, 2004
Póstur númer fjörtíuogfimm
Jæja, þá er stákurinn mættur aftur á Eyjuna þar sem stúlkur rúlla um stræti og torg og hávaðasamir nágrannar voga sér að rjúfa strangan hvíldartíma flugmannsins í fríi á ókristilegum tíma (10:30).
Jújú, maður var í bænum, fór svosum kanski lítið fyrir manni, hef afakanir á reiðum höndum en hef ekki hugsað mér deila þeim með almúganum. Það var fínt að koma aftur til eyjanna og taka nettan miðnæturgolf. Þar sem ég fór fimm brautir á golfvellinum hérna í eyjum fór ég óhjákvæmilega að velta fyrir mér, er til golfkeppni örvhentra? Látum okkur sjá, www.google.com, "Left handed golf tournament" OG VITI MENN!!!!!!! Örventir eru snillingar, ég er reyndar ný búinn að missa af móti en ég æfi mig þá bara þeim mun betur fyrir næsta.
Jújú, maður var í bænum, fór svosum kanski lítið fyrir manni, hef afakanir á reiðum höndum en hef ekki hugsað mér deila þeim með almúganum. Það var fínt að koma aftur til eyjanna og taka nettan miðnæturgolf. Þar sem ég fór fimm brautir á golfvellinum hérna í eyjum fór ég óhjákvæmilega að velta fyrir mér, er til golfkeppni örvhentra? Látum okkur sjá, www.google.com, "Left handed golf tournament" OG VITI MENN!!!!!!! Örventir eru snillingar, ég er reyndar ný búinn að missa af móti en ég æfi mig þá bara þeim mun betur fyrir næsta.
sunnudagur, júní 13, 2004
Furðulegt fólk frá furðulegum stöðum.
Í starfi mínu á ég samskipti við fólk af ýmsum þjóðernum. Svíar, Danir, Frakkar, Spánverjar, Þjóðverjar, Japanir og svo framvegis. Allir hafa þessir hópar sín sérkenni sem er gaman að stúdera, svona eftir að maður er búinn að ná sér niður eftir pirringinn. Í dag var ég t.d. að fljúga með Japani. Japanir eru mjög brosmilt og hamingjusamt fólk sem kann að skammast sín, eiginlega eins og hundar. Japanir eru upp til hópa miklir græjufíklar og þá sérstaklega þegar kemur að ljós og kvikmyndun. Hver þekkir ekki staðalmyndina af japananum með tvær ef ekki þrjár myndavélar framan á sér takandi mynd af öllu sem ber fyrir augu? Sú mynd er dagsönn. Framköllurnakostnaður í japan hlítur að vera brotabrot af því sem maður er að borga hérna heima því ef ég tel saman myndirnar sem voru teknar í einni ferð í morgun eru uppæðirnar í framköllun fljótar að byggjast upp. Við skulum líta á það hvernig hluti af deginum hjá mér var:
Ég lendi á Bakka og Japparnir eru inní flugstöð. Nokkrir rjúka út þar sem ég ek vélinni að flugstöðinni og byrja að smella af. Maður stekkur inn til að fá farþegalista, nokkrar myndir teknar að flugtöðinni og mér sjálfum. Maður teimir farþegana útí vél, farþegarnir mynda skjaldborg í kringum vélina vopnaðir myndavélum og smella allir af, fyrst með Tao Mei á mynd, svo með Bing Dao á mynd svo að lokum með Tao Teng og Bing Dao. Þá þarf Bing Dao að taka mynd af Tao Teng og svo Tao Mei og jafnvel eina hinumegin frá af So Young og í hvert skipti sem mynd er tekin er öskrað BANZAY! Að lokum þarf Tao Mei að taka þrjár myndir af því þegar bakpokarnir eru settir um borð í flugvélina. Þá heldur maður að gamanið sé búið og alvara lífsins taki við s.s. flug. Neineinei, þá þarf Ding Dong að taka vídjó af því þegar So Young segir BÆBÆ og sest inní vélina. Loks er allt liðið komið inní vél. Þá fyrst verður stuð. Maður spyr "DO YOU SPEAK ENGLIS"" og svarað um hæl "YESS ENGLIS YESS YESS". "DO YOU HAVE THE SEATBELTS ON?" , "YESS YESS, SEATBELTS YESS!" "OK, THERE MIGHT BE A LITTLE TURBULENCE!", "YESS OK YESS, TURBULENCE, OK YESS". Svo er loks brunað í loftið og vélin byrjar að hreyfast í vindinum, heyrast þá einhver torkennileg hljóð aftan úr vél sem erfitt er að greina hvort sé frá karlmanni eða kvennmanni og þeim mun erfiðara að greina hvort séu orsökuð af kátínu eða ótta. Að lokum er lent í Eyjum, gamanið búið, eða svo heldur maður....... Japparnir sleppa útúr vélinni og eins og stóðhestar í girðingu með foxy hrissum dreifast þeir um flughlaðið á undraverðum hraða og byrja að smella ótal myndum af hverri einustu flugvél á staðnum, fyrst frá þessu sjónarhorni, svo frá hinu að lokum frá því þriðja, og svona til að vera viss, frá því fjórða líka. Maður hugsar með sér, jájá, þetta tekur fljótt af, en það gerir það ekki, þeir eru taumlausir af gleði og gáska og geta ekki hugsað sér að hætta að taka myndir. Maður vill nú fara að drífa sig af stað en má ekkert fara fyrr en farþegarnir eru komnir inn í flugstöð. Maður hreitir því í liðið "YOU HAVE TO GO IN NOW, YOU'RE NOT SUPPOSED TO STAY ON THE RAMP!", þeir svara glaðir í bragði "JESSJESS, GO IN, JESS" og halda svo áfram að taka myndir, maður gefur þeim smá séns og kallar svo aftur "YOU HAVE TO GO IN NOOOOOOOOOWWWWWWWWW!!!" og það er ein og við mannin mælt, þeir finna sér nýtt sjónarhorn til að taka mynd af vélinni sem þeir eru þegar búnir að smella fimtán myndum af. Að endingu tekst að koma hópnum inn og kæri ég mig ekkert um að vita hvað þeir aðhöfðust þar, það er ekki mitt mál.
Svo er komið að heimferð. Í hana er notuð stóra vélin og nægir þá að fara tvær ferðir. Ég er sendur með Bjarna ofurkapteini til að læra af óþrjótandi visku hans. Japparnir streima út úr flugstöðinni með sólheimabrosið allan hringinn og hefst þá leikurinn enn á ný. Búnir að átta okkur á því hvernig best sé að tækla þá tekst okkur á nokkuð góðum millitíma að koma greiunum um borð. Einn tekur sig til og skellir sér frammí í sætið mitt, hugsa sér ósvífnina. Ég kalla á hann aftan úr vél og tilkynni honum að þetta sæti sé ætlað flugmanni, hans sæti sér afturí. Það er eins og við mannin mælt, haldið þið ekki að öll vélin, sjö stykki japanir, byrji ekki bara öll að öskra á félagann með hlátrasköllum og viðeigandi látum. Eins og gefur að skilja komast skilaboðin til hlutaðeigandi og hann færir sig í það sæti sem honum var úthlutað. Nú er ég sestur inní vél og er að ganga úr skugga um að allir séu í belti. "DO YOU HAVE THE SEATBELT ON???" og svarið "YEEEESS, SEATBELT, OK, OK" en svo er einn ónefndur fararstjóri kominn í svo mikinn ham að hann vill deila einhverju skondnu með mér. Hann hreitir einhverju óskiljanlegu orðasamhengi út úr sér og er eina orðið sem ég næ PUFFIN. Ég segi auðvitað sem kurteis aðili, "SORRY, COME AGAIN". Aftur kemur eitthvað bull nema bara óskiljanlegra. Ég gríp að sjálfsögðu í gamla góða, brosa, og segja "YEA, HAHAHA" trikkið, sný mér svo að Bjarna, hristi hausinn og segi "PAPPAKASSAR!", Bjarni er sammála.
Ég lendi á Bakka og Japparnir eru inní flugstöð. Nokkrir rjúka út þar sem ég ek vélinni að flugstöðinni og byrja að smella af. Maður stekkur inn til að fá farþegalista, nokkrar myndir teknar að flugtöðinni og mér sjálfum. Maður teimir farþegana útí vél, farþegarnir mynda skjaldborg í kringum vélina vopnaðir myndavélum og smella allir af, fyrst með Tao Mei á mynd, svo með Bing Dao á mynd svo að lokum með Tao Teng og Bing Dao. Þá þarf Bing Dao að taka mynd af Tao Teng og svo Tao Mei og jafnvel eina hinumegin frá af So Young og í hvert skipti sem mynd er tekin er öskrað BANZAY! Að lokum þarf Tao Mei að taka þrjár myndir af því þegar bakpokarnir eru settir um borð í flugvélina. Þá heldur maður að gamanið sé búið og alvara lífsins taki við s.s. flug. Neineinei, þá þarf Ding Dong að taka vídjó af því þegar So Young segir BÆBÆ og sest inní vélina. Loks er allt liðið komið inní vél. Þá fyrst verður stuð. Maður spyr "DO YOU SPEAK ENGLIS"" og svarað um hæl "YESS ENGLIS YESS YESS". "DO YOU HAVE THE SEATBELTS ON?" , "YESS YESS, SEATBELTS YESS!" "OK, THERE MIGHT BE A LITTLE TURBULENCE!", "YESS OK YESS, TURBULENCE, OK YESS". Svo er loks brunað í loftið og vélin byrjar að hreyfast í vindinum, heyrast þá einhver torkennileg hljóð aftan úr vél sem erfitt er að greina hvort sé frá karlmanni eða kvennmanni og þeim mun erfiðara að greina hvort séu orsökuð af kátínu eða ótta. Að lokum er lent í Eyjum, gamanið búið, eða svo heldur maður....... Japparnir sleppa útúr vélinni og eins og stóðhestar í girðingu með foxy hrissum dreifast þeir um flughlaðið á undraverðum hraða og byrja að smella ótal myndum af hverri einustu flugvél á staðnum, fyrst frá þessu sjónarhorni, svo frá hinu að lokum frá því þriðja, og svona til að vera viss, frá því fjórða líka. Maður hugsar með sér, jájá, þetta tekur fljótt af, en það gerir það ekki, þeir eru taumlausir af gleði og gáska og geta ekki hugsað sér að hætta að taka myndir. Maður vill nú fara að drífa sig af stað en má ekkert fara fyrr en farþegarnir eru komnir inn í flugstöð. Maður hreitir því í liðið "YOU HAVE TO GO IN NOW, YOU'RE NOT SUPPOSED TO STAY ON THE RAMP!", þeir svara glaðir í bragði "JESSJESS, GO IN, JESS" og halda svo áfram að taka myndir, maður gefur þeim smá séns og kallar svo aftur "YOU HAVE TO GO IN NOOOOOOOOOWWWWWWWWW!!!" og það er ein og við mannin mælt, þeir finna sér nýtt sjónarhorn til að taka mynd af vélinni sem þeir eru þegar búnir að smella fimtán myndum af. Að endingu tekst að koma hópnum inn og kæri ég mig ekkert um að vita hvað þeir aðhöfðust þar, það er ekki mitt mál.
Svo er komið að heimferð. Í hana er notuð stóra vélin og nægir þá að fara tvær ferðir. Ég er sendur með Bjarna ofurkapteini til að læra af óþrjótandi visku hans. Japparnir streima út úr flugstöðinni með sólheimabrosið allan hringinn og hefst þá leikurinn enn á ný. Búnir að átta okkur á því hvernig best sé að tækla þá tekst okkur á nokkuð góðum millitíma að koma greiunum um borð. Einn tekur sig til og skellir sér frammí í sætið mitt, hugsa sér ósvífnina. Ég kalla á hann aftan úr vél og tilkynni honum að þetta sæti sé ætlað flugmanni, hans sæti sér afturí. Það er eins og við mannin mælt, haldið þið ekki að öll vélin, sjö stykki japanir, byrji ekki bara öll að öskra á félagann með hlátrasköllum og viðeigandi látum. Eins og gefur að skilja komast skilaboðin til hlutaðeigandi og hann færir sig í það sæti sem honum var úthlutað. Nú er ég sestur inní vél og er að ganga úr skugga um að allir séu í belti. "DO YOU HAVE THE SEATBELT ON???" og svarið "YEEEESS, SEATBELT, OK, OK" en svo er einn ónefndur fararstjóri kominn í svo mikinn ham að hann vill deila einhverju skondnu með mér. Hann hreitir einhverju óskiljanlegu orðasamhengi út úr sér og er eina orðið sem ég næ PUFFIN. Ég segi auðvitað sem kurteis aðili, "SORRY, COME AGAIN". Aftur kemur eitthvað bull nema bara óskiljanlegra. Ég gríp að sjálfsögðu í gamla góða, brosa, og segja "YEA, HAHAHA" trikkið, sný mér svo að Bjarna, hristi hausinn og segi "PAPPAKASSAR!", Bjarni er sammála.
föstudagur, júní 11, 2004
Ólympíuhetjan Rúna
Hún Rúna vinkona er þessa dagana að fljúga kringum hnöttinn á bumbunni með Ólympíueldinn. Fyrir áhugasama er hægt að sjá hvar í heiminum hún er staðsett hér
kv.
kv.
þriðjudagur, júní 08, 2004
Vinnuþjarkur!
Jæja, þá er all svaðalegur dagur að baki og annar eins framundan.
Dagurinn byrjaði á því að ég vakna á kristilegum tíma, kringum ellefu. Fæ mér að borða, kíki í klippingu og mæti svo til vinnu uppúr tvö. Skelli mér þrjár ferðir á Bakkann. Svo er komið að flugi á Chieftaininum. Upphaflega plönuð tvö flug til Reykjavíkur með fótboltalið sem er nú ekki betra en svo að það tapar fyrir FH af öllum liðum. Rétt sleppum í loftið með seinni ferðina áður er Reykjavíkurflugvöllur lokar en rétt fyrir flugtak fáum við fregnir af því að í Eyjum bíði okkar sjúkraflug. Þannig að allt í allt voru farnar þrjár ferðir til höfuðbólsins þennan daginn og tókst mér meira að segja að borða tælenskan og skella mér í sund á milli ferða í Ryekjavík. Á morgun er svo planið að kíkja á Krókinn þar sem leikur aldarinnar verður spilaður. Fótboltafélagið KFS frá Vestmannaeyjum mum etja kappi við eitthvað Sauðkræklenskt fótboltafélag og hafa betur ef iðratilfinning mín hefur á réttu að standa. Annars kominn tími á svefn.
kv.
Dagurinn byrjaði á því að ég vakna á kristilegum tíma, kringum ellefu. Fæ mér að borða, kíki í klippingu og mæti svo til vinnu uppúr tvö. Skelli mér þrjár ferðir á Bakkann. Svo er komið að flugi á Chieftaininum. Upphaflega plönuð tvö flug til Reykjavíkur með fótboltalið sem er nú ekki betra en svo að það tapar fyrir FH af öllum liðum. Rétt sleppum í loftið með seinni ferðina áður er Reykjavíkurflugvöllur lokar en rétt fyrir flugtak fáum við fregnir af því að í Eyjum bíði okkar sjúkraflug. Þannig að allt í allt voru farnar þrjár ferðir til höfuðbólsins þennan daginn og tókst mér meira að segja að borða tælenskan og skella mér í sund á milli ferða í Ryekjavík. Á morgun er svo planið að kíkja á Krókinn þar sem leikur aldarinnar verður spilaður. Fótboltafélagið KFS frá Vestmannaeyjum mum etja kappi við eitthvað Sauðkræklenskt fótboltafélag og hafa betur ef iðratilfinning mín hefur á réttu að standa. Annars kominn tími á svefn.
kv.
mánudagur, júní 07, 2004
Top Gun
Jæja, þá er strákurinn búinn að horfa á Top Gun, kominn tími til.
Ég var orðinn þreyttur á að fá alltaf sömu viðbrögðin þegar fólk og þá sérstaklega kollegar mínir fréttu af því að ég væri orðinn 26 ára og hefði aldrei séð myndina. "HEFURU ALDREI SÉÐ TOP GUN?!!!?!?!??????!, ER EITTHVAÐ AÐ ÞÉR????!?, ÞÚ ERT EKKI ALVÖRU FLUGMAÐUR FYRR EN ÞÚ HEFUR SÉÐ TOP GUN!!!!!!!!!!!!!!!!". Frekar lummó og þreitt komment. Þannig að ég tók málin í mínar hendur og horfði á meistarastykkið. Þvílíkt og annað eins, ég hef bara aldrei á ævi minni allri séð nokkuð sem kemst í hálfkvist við þvílíka mesitarasnilldarótrúlega snilld. "Talk to me GOOSE" og "(ICEMAN)You are still dangerous......... you can be my wingman anytime, (MAVERICK)bullshit, you can be mine!" eru snilldar textar sem eiga sér enga líka í kvikmyndasögunni. Ég einfaldlega held ekki vatni!
Svo ég renni nú í stuttu máli yfir söguþráð myndarinnar fyrir þá sem ekki hafa séð hana sem og þá sem hafa séð hana en eru búnir að gleyma.
Myndin fjallar um Maverick (leikinn af Tom Cruise) og Goose (leikinn af Dr. Green þegar hann var nógu ungur til að hafa hár og nógu viltur til að hafa yfirvaraskegg). Maverick svipar mjög til mín, ungur og snargeðveikur orustuflugmaður, algjör töffari með gríðarlega hæfileika í genunum. Goose er á hinn bóginn mun jarðbundnari en þó léttgeggjaður með yfirvaraskegg, aðstoðarmaður Maverick í flugvélinni. Maverick og Goose eru staðsettir á flugmóðurskipi á Indlandshafi eitthvað að dandalast þegar þeir komast að því að þeir hafa verið teknir inn í TOP GUN skólann. Top Gun skólinn er líkur Flugskóla Íslands að því leiti að þar læra aðeins Best of the Best of the Best! Þeir Maverick og Goose eru feikna kátir með að hafa fengið að fara í þennan gríðargóða skóla en komast þó fljótlega að því að samkeppnin er mjög hörð. Meðal nemenda í téðum skóla er t.d. ICEMAN, hrokafullur vitleysingur, kallaður ICEMAN vegna þess að hann er svo svalur þegar hann flýgur að hann gerir aldrei mistök. Skólinn gengur aðalega út að það að leika sér í Dogfight á móti kennurunum tvisavar á dag. Verðlaun eru í boði fyrir þann flugmann sem vinnur oftast og er baráttan feiknar hörð milli þeirra erkifjendanna Maverick og ICEMAN. Verðlaunin eru ekki af lakari taginu, verðlaunabikar, nafn vinningshafans uppá vegga og staða sem Top Gun kennari! Það dregur svo til tíðinda þegar Maverick lendir í því að fá jetwash í mótórinn hjá sér sem veldur flameout á mótorinn stórnborðsmeginn og svo bakborðsmegin og að lokum flötum spuna sem hann gat ekki náð sér úr.
Fyrir þá sem eru ekki mikið í flugi er hægt að útskýra þetta á eftirfarandi máta: þú ert að keyra strætó á 230km/klst niður brekku og framundan er hengiflug. Fyrst springur hægra framdekk, svo stuttu síðar vinstra...... nema þú hafir einhverja leið til að skjóta þér út í fallhlíf eru dagar þínir taldir.
Þeir Maverick og Goose voru svo hepnir að vera staddir í frekar tæknilegri flugvél sem býður uppá það sem staðalbúnað að hægt sé að skjóta sér út í fallhlíf. Það tók hinsvegar tíma að teigja sig í handfangið og þegar það tókst reyndist búnaðurinn ekki betur en svo að Goose skellur með höfuðið í gluggann og lætur lífið. Við tekur um tólf mínútna langt drama sem ég mæli með að fólk spóli yfir en í stuttu máli þá ætlar Macerick að hætta í skólanum en hættir við að hætta eftir samtal við kennara sem hann lítur upp til. Maverick útskrifast svo, er sendur á flugmóðurskip og lendir í bardaga við vonda menn ásamt Iceman. Þeir standa sig eins og hetjur, allt endar vel, þeir verða félagar og wingman setningin sem ég nefndi kemur. Í gegnum alla myyndina er svo eitthvað ástarsamband að þróast milli Maverick og eins kennarans (sem er kona).
kv.
Ég var orðinn þreyttur á að fá alltaf sömu viðbrögðin þegar fólk og þá sérstaklega kollegar mínir fréttu af því að ég væri orðinn 26 ára og hefði aldrei séð myndina. "HEFURU ALDREI SÉÐ TOP GUN?!!!?!?!??????!, ER EITTHVAÐ AÐ ÞÉR????!?, ÞÚ ERT EKKI ALVÖRU FLUGMAÐUR FYRR EN ÞÚ HEFUR SÉÐ TOP GUN!!!!!!!!!!!!!!!!". Frekar lummó og þreitt komment. Þannig að ég tók málin í mínar hendur og horfði á meistarastykkið. Þvílíkt og annað eins, ég hef bara aldrei á ævi minni allri séð nokkuð sem kemst í hálfkvist við þvílíka mesitarasnilldarótrúlega snilld. "Talk to me GOOSE" og "(ICEMAN)You are still dangerous......... you can be my wingman anytime, (MAVERICK)bullshit, you can be mine!" eru snilldar textar sem eiga sér enga líka í kvikmyndasögunni. Ég einfaldlega held ekki vatni!
Svo ég renni nú í stuttu máli yfir söguþráð myndarinnar fyrir þá sem ekki hafa séð hana sem og þá sem hafa séð hana en eru búnir að gleyma.
Myndin fjallar um Maverick (leikinn af Tom Cruise) og Goose (leikinn af Dr. Green þegar hann var nógu ungur til að hafa hár og nógu viltur til að hafa yfirvaraskegg). Maverick svipar mjög til mín, ungur og snargeðveikur orustuflugmaður, algjör töffari með gríðarlega hæfileika í genunum. Goose er á hinn bóginn mun jarðbundnari en þó léttgeggjaður með yfirvaraskegg, aðstoðarmaður Maverick í flugvélinni. Maverick og Goose eru staðsettir á flugmóðurskipi á Indlandshafi eitthvað að dandalast þegar þeir komast að því að þeir hafa verið teknir inn í TOP GUN skólann. Top Gun skólinn er líkur Flugskóla Íslands að því leiti að þar læra aðeins Best of the Best of the Best! Þeir Maverick og Goose eru feikna kátir með að hafa fengið að fara í þennan gríðargóða skóla en komast þó fljótlega að því að samkeppnin er mjög hörð. Meðal nemenda í téðum skóla er t.d. ICEMAN, hrokafullur vitleysingur, kallaður ICEMAN vegna þess að hann er svo svalur þegar hann flýgur að hann gerir aldrei mistök. Skólinn gengur aðalega út að það að leika sér í Dogfight á móti kennurunum tvisavar á dag. Verðlaun eru í boði fyrir þann flugmann sem vinnur oftast og er baráttan feiknar hörð milli þeirra erkifjendanna Maverick og ICEMAN. Verðlaunin eru ekki af lakari taginu, verðlaunabikar, nafn vinningshafans uppá vegga og staða sem Top Gun kennari! Það dregur svo til tíðinda þegar Maverick lendir í því að fá jetwash í mótórinn hjá sér sem veldur flameout á mótorinn stórnborðsmeginn og svo bakborðsmegin og að lokum flötum spuna sem hann gat ekki náð sér úr.
Fyrir þá sem eru ekki mikið í flugi er hægt að útskýra þetta á eftirfarandi máta: þú ert að keyra strætó á 230km/klst niður brekku og framundan er hengiflug. Fyrst springur hægra framdekk, svo stuttu síðar vinstra...... nema þú hafir einhverja leið til að skjóta þér út í fallhlíf eru dagar þínir taldir.
Þeir Maverick og Goose voru svo hepnir að vera staddir í frekar tæknilegri flugvél sem býður uppá það sem staðalbúnað að hægt sé að skjóta sér út í fallhlíf. Það tók hinsvegar tíma að teigja sig í handfangið og þegar það tókst reyndist búnaðurinn ekki betur en svo að Goose skellur með höfuðið í gluggann og lætur lífið. Við tekur um tólf mínútna langt drama sem ég mæli með að fólk spóli yfir en í stuttu máli þá ætlar Macerick að hætta í skólanum en hættir við að hætta eftir samtal við kennara sem hann lítur upp til. Maverick útskrifast svo, er sendur á flugmóðurskip og lendir í bardaga við vonda menn ásamt Iceman. Þeir standa sig eins og hetjur, allt endar vel, þeir verða félagar og wingman setningin sem ég nefndi kemur. Í gegnum alla myyndina er svo eitthvað ástarsamband að þróast milli Maverick og eins kennarans (sem er kona).
kv.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)