þriðjudagur, maí 30, 2006

Nú missti ég af afmæli aldarinnar síðastliðinn laugardag. Þegar teitið stóð sem hæst var ég að ranka við mér til að kíkja í herminn. Það er svosum úta af fyrir sig ekkert leiðinlegt að skreppa í simmann en klukkan fjögur að nóttu kallast á mínu heimili frekar ókristilegur tími.

Nú var ég að skoða myndir af myndasíðu annars afmælisbarnsins og uppúr stendur spurningin: Hvað er Bjarni að horfa á??????

Annars er ég kominn til Manchester þar sem ég mun sitja í viðbragðstöðu næstu dagana, eða allt þar til ég flýg flugvél 5. júní næstkomandi og lýk þar löngu frústrerandi launþegatímabilinu.

kv.

föstudagur, maí 26, 2006

Leitin að mínu innra sjálfi

Hver er ég, hvaðan kem ég, hvert er ég að fara og er ég sá sem ég held ég sé eða er ég einhver annar? Þessar spurningar brunnu á mér eitt kvöldið hér í Creepy Crawley. Ég fór því í leiðangur. Leiðangur í leit að mínum innri manni. www.google.com -> Personality test -> sirka 8.450.000 niðurstöður. Hér á eftir kemur einskonar þverskurður af því sem ég komst að um sjálfan mig.

Þetta byrjaði ekki vel. Lots Of Jokes persónuleikaprófunarsíðan áreiðanlega komst að einfaldri niðurstöðu: Ég er skíthæll
(You're an asshole.)

Í stutta stund sló þetta mig alveg út af laginu. Ég velti því fyrir mér að kaupa tvo lítra af Hagen Das, leggjast upp í rúm og horfa á Bold And The Beutiful. Þegar ég hinsvegar áttaði mig á því að Bold And The Beutiful var ekki á dagskrá ákvað að halda leitinni áfram.



Næsta stopp átti ég á Quizbox. Þar tók ég Journey to the Real You prófið sem mun hafa verið hannað af hinum virta þýska Dr. Ubershrinken Von Krakkenhausen. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta, "old, gray and wrinkled". Ég hef greinilega leitað á röngum stöðum að stóru ástinni.
  1. You have 1 true friend.
  2. You will have 1 true love before getting married.
  3. It is your work ethic that you rest for just a minute.
  4. Here is the description of your ideal mate: "Old, gray, wrinkled"
  5. PAMELA ANDERSON is the person you will never get over for the rest of your life.
  6. You give 75% in a relationship.


Nú var ég komin á fulla ferð og lét ekki svona skítakomment stoppa mig. Oreo Personality Prófið var næst. Listi yfir tíu mismunandi leiðir við að borða Oreo kex. Ég valdi tíunda möguleikann, mér finst ekkert Oreo kex ekkert sérstaklega gott, þýðir það að ég sé vondur einstaklingur?!

10. I don't have a favorite way, I don't like Oreo cookies. You probably come from a rich family, and like to wear nice things, and go to up-scale restaurants. You are particular and fussy about the things you buy, own, and wear. Things have to be just right. You like to be pampered. You are a prima donna. There's just no pleasing you.



Ég vil nú meina að þetta sé tóm þvæla, svona að mestu leiti allavegana en það var bara ein leið að komast að því, nefneilega að halda leitinni áfram. Næst bar mig niður á Málningaklessuprófið eða Inkblot test eins og það kallast á fræðimálinu. Ekki fyrr en eftir að hafa svarað 56 spurningum um hinar ýmsu málningaklessur, hvort mér þætti þær kynæsandi eða hvort þær mynntu mig á kýr í faðmlögum fékk ég að vita að það þyrfti að borga 90 pund til að fá fulla staðfestingu á hversu veill á geði ég væri. Svona til málamynda kom þó úrdráttur úr rapportinu. Ég skil ekki orð af því sem stendur þarna!

your subconscious mind is driven most by Imagination

This means you have a deep desire to use innovative ideas to enhance your life and influence the world around you. This drive influences you far more than you may realize on a conscious level.

Your need to be innovative drives how you look at new opportunities and the kinds of experiences in life you choose to have. On an unconscious level, the reason you may be so driven by imagination is your fear of destruction, the opposite of creation. When you are unable to create due to restrictions imposed by your environment or even ones you unwittingly impose on yourself, do you feel trapped or confined? You may find these feelings of unease only get better when you find another outlet for your imagination.

With such a strong creative orientation, you are willing to entertain a broad spectrum of ideas at any given time. The world is a fuller, richer place because you can contribute new ideas to any experience. Your natural curiosity inspires those around you and encourages them to come up with ideas they wouldn't have thought of without your help.

Though your unconscious mind is driven most strongly by Imagination, there is much more to who you are at your core.



Ég áttaði mig á því að ég kæmist sjálfsagt aldrei að hinu sanna um mig nema ég fengi sérfræðiálit Dr. Phil á þessu öllu saman. Eftir að hafa skoðað alla mína kinglegu króka og kima komst Dr. Phil að eftirfarandi niðurstöðu:

Others see you as sensible, cautious, careful & practical. They see you as clever, gifted, or talented, but modest. Not a person who makes friends too quickly or easily, but someone who's extremely loyal to friends you do make and who expect the same loyalty in return. Those who really get to know you realize it takes a lot to shake your trust in your friends, but equally that it takes you a long time to get over it if that trust is ever broken.



Svona til að fá lokaniðurstöðu í þessu stóra máli kíkti ég á próf sem er byggt á öðru prófi þróað af Ulle Zang. Þar valdi ég flottustu myndina og var greindur eftirfarandi:
Peaceful Discreet Non Aggressive
You are easy-going yet discreet. You make friends effortlessly, yet enjoy your privacy and independence. You like to get away from it all and be alone from time to time to contemplate the meaning of life and enjoy yourself. You need space, so you escape to beautiful hideaways, but you are not a loner. You are at peace with yourself and the world, and you appreciate life and what this world has to offer.

Nú var ég farinn að skemta mér svo við þetta að það var erfitt að stoppa. Svona undir lokin ákvað ég að athuga hvort ég væri alvöru flugmaður..... nískur! Myvesta er með það allt á hreinu þannig að ég spurði þá félaga:
" valign="top">

" valign="top">

People who exhibit a balanced money personality style enjoy making and managing money. They may view budgeting and investing as a game of sorts.

Money is viewed as a tool that is used to achieve ones goals.

While they often have a budget, Balanced persons do not become overly uncomfortable with the occasional unforeseen expense or in purchasing the occasional luxury item.

Balanced persons often feel that diligence, research and effort will reward them in the end.

If they invest, Balanced persons tend to have balanced portfolios and are often comfortable seeking advice from financial managers.


Svona til að fá einhverja niðurstöðu í málið eftir að hafa lesið allt þetta þá vil ég segja eftirfarandi. Eftir að hafa kastað út öllum óþægilegum greiningum og niðurstöðum sem mér á einhvern hátt líkar ekki við, kemst ég að þeirri niðurstöðu að ég er hið besta grei og mættu margir..... ALLIR skulum við hafa það, taka mig til fyrirmyndar.

Auðmjúk kveðja ;)

mánudagur, maí 22, 2006

Sama gamla sagan, lítið bloggað undanfarið en það má ekki misskiljast sem svo að ég hafi lítið gert.

Svona síðan ég datt á hjólinu hef ég verið mikið í ræktinni á æfingahjólunum. Þar hef ég verið í stífum æfingum við að pósa á meðan hjólreiðar eru yfirstandandi og gengur bara nokkuð vel. Þarf að bæta mig örlítið í jafnvæginu en þegar það er komið stefni ég beint niður í Nauthólsvíkina í netabolnum.

Nú fer að styttast í að ég þurfi að vinna fyrir laununum mínum. Það hefur ekki gerst síðan ég þurfti að gera það síðast! Planið er að ég fari út á næstu dögum og komi svo aftur heim þegar ég hef lokið útiverunni það skiptið. Þar eftir mun ég taka nokkurra vikna cool-down preíódu til að ná andanum.

kv.

miðvikudagur, maí 17, 2006

Ég fór ekki í ræktina eins snemma og ég ætlaði mér í morgun.........

þriðjudagur, maí 16, 2006


Nú er strákurinn orðinn úttékkaður á tvö flaggskip hins íslenska flugflota, Yak52 og Yak18t. Síðan það gerðist hef ég fátt annað gert markvert en að fljúga. Fór í gærkveld með Guðmund nokkurn Sigurðsson og svo skutlaði ég Hannesi Greese Monkey Auðunnarsyni til Eyja í dag.

Nú ætla ég að skella mér í morgunleikfimi klukkan 06:30 í fyrramálið. Það er rétt ég er endanlega genginn af göflunum. Það góða við að vakna svona snemma er að maður hefur FULLKOMLEGA löglega afsökun fyrir því að leggja sig aftur í hádeginu eða síðdegis.

ég bið ykkur vel að lifa

sunnudagur, maí 14, 2006

Ég man ekki hvar ég sá þetta fyrst en þetta er sjúklega fyndið, og satt í öllum smáatriðum. Robin Williams er auðvitað snillingur og hér talar hann um golf:

http://thetravisty.com/Stand_Up_Comedy/WMV/Robin_Williams_Golf.htm

Steggjun fór fram í gær, tókst mjög vel til hjá okkur, full dagskrá frá morgni til kvölds. Við fórum meðal annars í M16 sem ég mæli eindregið með fyrir utan það ef þið þjáist af hjólreiðameiðslum, þau geta tekið sig upp á ný og grasserað.

kv

fimmtudagur, maí 11, 2006

Var ég úti að hjóla nú fyrir tveim kvöldum síðan. Hjóla framhjá tveim skutlum á línuskautum og hugsa að það borgi sig nú að vera svalur for the ladies. Sit því í svona afslappaðri stellingu á hnakknum með aðra hendi á stýri. Hygg ég nú að ráðlegt sé að bremsa léttilega til að fari ég ekki allt of langt frá dömunum sem ég er að heilla upp úr skónum. Vill ekki betur til en svo að ég ríf svo svaðalega í frambremsuna að hjólið staðnæmist en ég held áfram. Malbikið tekur á móti mér opnum örmum. Þar sem ég ligg í öngum mínum í götunni rúlla beiburnar framhjá. "er í lagi með þig? þetta var nokkuð tilkomumikið hjá þér". Það eina sem ég hef af að segja er "Já, takk!"

Annars er ég bara nokkuð kátur

fimmtudagur, maí 04, 2006

Hinn Háæruverðugi skrifar:

Nú styttist í að fólk þurfi að fara að taka mig alvarlega. Strákurinn er búinn að skrá sig í fjarnám og verður innan fárra ára kominn með meistaragráðu í flugresktrarfræðum ef allt gengur eins og ætla má. Námið er við City University London og kostar skyldinginn þannig að manni er hollast að standa sig. Eina spurningin er hvort maður komi til með að finna sér tíma til að læra í amstri vinnunar sem maður er í.

Nú hef ég kosið og gæti kjörstjórn því allt eins lokað kjörstað og talið upp úr kassanum. Hvað ég kaus ætla ég ekki að gefa upp hér en að sjálfsögðu kaus ég rétt, en ekki hvað!

Sjöppenhamn verður það heillin um helgina. Ég ætla að halda upp á átján ára afmælið mitt í Köben með því a skella mér á Radiohead tónleika. Gunni Litli bjallaði í mig fyrir um mánuði síðan, sagðist eiga tvo miða á Radiohead og bauð mér forkaupsrétt á öðrum þeirra. Eftir ýtarlega skoðun á vinnutilhögun minni ákvað ég að nýta mér forkaupsréttarákvæðið og verslaði mér því miða með IceEx til Köben. 25° hiti og sól verður þar um helgina, hvað annað.

Steini greiið. Hann er svo dedicated að það hálfa væri nóg. Nú erum við massabræður að hamast í ræktinni við hvert tækifæri. Það hinsvegar nægir ekki heldur kýs hann að skella sér á Hilton Kúrinn til að ná auknum árangri. Hilton kúrinn, eins og Atkins kúrinn, er hinsvegar mjög umdeildur af þeirri einföldu ástæðu að hann er í raun Búlimía with an edge. Nóg um það í bili.

kveðja