mánudagur, september 24, 2007

Nú hefur strákurinn verð að hugleiða það undanfarið að hætta að blogga, hann nennir því ekki lengur enda ekki mikið komið uppúr honum undanfarið!

Það helsta sem ég hef frá að segja núna er sagan af því þegar ég fékk mér Chicken Ravioli í Herbergisþjónustu hér á Albilad. Það væri svosum ekki í frásögur færandi nema kanski fyrir það að það bragðaðist ágætlega á leiðinni inn en virðist ekki ætla að bragðast eins vel á leiðinni út. Stuttur eftir að ég hafði aflokið að glopra því í mig byrjaði maginn að snúast hægt og rólega rangsælist (miðað við aftstöðu mína) afturábak í hringi. Snúningnum fylgdi einstaka ropar sem lyktuðu eins og íþróttaskórnir mínir, sem hafa fengið að safna lykt allt of lengi óáreittir, og bragðaðist eins og æla. Nú sit ég spenntur, skrifa blogg og bíð þess sem verða vill. Krossum fingur og vonum það besta!

Nú, ef verða vildi að ég nenni ekki að blogga meir þá er þó myndasíðan mín opin og verður opin um ókomna framtíð..........

kv.

laugardagur, september 22, 2007

Ef það er hægt að gera ekki neitt í vinnuni þá kemst ég nokkuð nálægt því í þetta skiptið. Alveg afspyrnu rólegt búið að vera og því eins og svo oft áður leitar maður á náðir alvefsins og skimar hann hátt og lágt eftir afþreyingu.
Á þessu alvefsvafri mínu rakst ég á síðu sem haldið hefur mér við efnið síðustu þrjár vikurnar.
http://www.petitiononline.com/

Nú þegar hef ég skrifað undir áskoranir um öll þau helstu baráttumál sem eru mér hugleikin s.s.

Áskorun um að fá Hubba Bubba til að framleiða Bubble Tape sem heldur betri og þéttari seigju og heldur bragði lengur
Áskorun um að Asrock Bios Teimið stórbæti móðurborðin sín
Áskorun til Pimpsleur um að búa til tungumálakennslu á kúrdísku
Áskorun til Mars Inc. um að hætta að framleiða Skittles með grape bragði vegna þess að:
a) Það passar ekki með hinum brögðunum (sítrónu, appelsínu og læm) því það er ekki sitrus bragð
b)Engum líkar við það!
Áskorun um að Hasbro, sem framleiðir G.I. Joe, gefi út pakka með tveim Kóbra Köllum í því það auðveldar mönnum að byggja upp heildstæðari herafla


Ég mæli eindregið með að menn, konur og börn kíki á http://www.petitiononline.com/ og láti til sín taka.


Næsta frí verður frá 1. okt. Stefnan er tekin á Portúgal þar sem siglingar, surf og sólböð verða stunduð grimmt.

bið að heilsa í bili

þriðjudagur, september 18, 2007

Tók þetta meistarastykki fyrr í sumar þegar við Bjórn kíktum á downtown Jedda. Bæði vídjóin eru tekin í gullsúkkunni þegar 8:30 bænatíminn stendur sem hæst.

sunnudagur, september 16, 2007

Ding Dong í Hong Kong

Hafði það af að komast aftur til Hong Kong og í þetta skiptið með tíma til að spreða. Rétt ný kominn þegar þau skilaboð berast að vegna vélarbilunar í Manila verði túrinn styttur all svakalega og enginn tími til neins. Súr í skapi náði ég þó að kíkja nóg í bæinn til að geta sagt "Já, Hong Kong, ég hef komið þangað". Drekkti svo sorgum mínum í glasi af bjór með öðrum mönnum og fór fúll í rúmið. Rankaði svo við mér að morgni næsta dags og gerði það sem flugmenn gera þegar þeir vakna, athugaði hvort það væri blað undir hurðinni. Blað var undir hurðinni og á því stóð að ekkert yrði úr að við þyrftum að fara til Manila. Ég tók fimmfalt heljastökk afturábak og hef nú verið á þriðja dag í þessari mögnuðu borg.
Í botnlausri gleði minni verslaði ég mér iHlöðu (tónhlöðu) af nýjustu og fullkomnustu gerð og býð ég fólki að njóta myndar af henni á myndasíðu minni. Tónhlöðuna er ekki einungis hægt að nota undir tóna heldur einnig myndskeið, kyrrmyndir, heimilisföng, hlaðvörp og svo margt fleira!
Bið að heilsa í bili,

Kv.
KALLINN

fimmtudagur, september 13, 2007

Athygli mín var dregin að því að Forest Whittager, sem rætt var um í bloggi fyrir stuttu, er nátengdur mér. Það vildi svo til hér um árið að ungur flugnemi á uppleið flaug með kauða þegar verið var að taka upp kvikmynd með honum á landinu bláa. Drengurinn ungi hinvegar vissi ekki að um heimsfrægan kvikmyndaleikara væri að ræða enda blindaður af því að vera einka"dræver" Jónsa nokkurs á þeim tíma. Þessi ungi drengur er góður félagi minn.

kveðja

Strákurinn kominn aftur til Riyadh. Stutt stoppið í þetta skiptið því förinni er heitið til Hong Kong þar sem ég ætla að skoða mannlífið næstu rúmu vikuna. hhhhhhhhhh Erfitt líf
Læt fljóta með vídjó sem ég tók fyrr í sumar svona til að testa nýja fúnksjón á bloggernum

kv.

sunnudagur, september 02, 2007

Með öllu fræga fólkinu!

Kláraði í gærkvöld að horfa á myndina "The last king of Scotland" með stórleikaranum Forest Whittager. Myndin fjallar um Idi Amin sem stjórnaði Uganda með harðri hendi áratuginn upp úr 1971 og tókst á þeim tíma að láta drepa um 300.000 manns. Skoskur læknir hálfpartinn lendir í því að verða aðal ráðgjafi Amin og svo framvegis... horfið á myndina ef þið viljið vita meira.
Hvernig tengist þetta mér svo allt saman. Fyrir það fyrsta þá hef ég komið til Súdan sem á einmitt landamæri að Uganda. Í öðru lagi fór Amin í útlegð til Saudi Arabíu þegar honum var sparkað af stóli og segir sagan að hann hafi notið þess að fá sér kaffibolla á Al Bilad hótelinu í Jedda, sem er einmitt sama hótel og ég hef margoft stundað gistinætur á. Í ofanálag segir sagan að bin Laden fjölskyldan eigi hótelið.
Þannig er líf mitt þétt ofið sögu Uganda.

Útferð á þriðjudag.


kv.