fimmtudagur, júlí 27, 2006

Nú er Steini bringuhársrolla eitthvað að skjóta á mig. Ég sé mig knúinn að svara þessum árásum á heiðarlegan og opinskáan hátt. Með skrifum mínum mun ég hrekja allt það sem Steindór segir í út á auðar freðmýrar Síberíu. Hann mun svo að öllum líkindum svara þessum skrifum mínum með sínum staðreyndum (sem eru allar hugarburður og tóm þvæla þó hann trúi á þær í barnslegri blindni sinni). Þeim skrifum mun ég svo svara með málefnalegum rökum og léttu gríni sem mun grafa trúverðugleika Steindórs níu fet neðan torfu.

Hvað um það. Í pósti þeim sem ég skrifaði mánudaginn 24. júlí stendur orðrétt "Ég tók strax eftir 26 nýjum bringuhárum..." Þarna kemur hvergi fram að engin bringuhár hafi verið til staðar fyrir. Þó Steindór sé með eitthvað í líkingu við kjarr hálendis íslands á bringunni þýðir ekki að það sé eitthvað til að státa sig af. Menn skulu fara varlega í það sem þeir velja sér að vera stoltir af. Það er oft svo að vanti mönnum eitthvað á einum stað þá bætir náttúran það upp annarstaðar. Það þýðir ekki að maður eigi að vera ganga um stræti og torg og státa sig af því.

Eitthvað ræðir Steindór um minnimáttakennd. Ég á erfitt með að svara þessu en ég veit það bara að það líður yfirleitt yfir gellurnar í ræktinni þegar ég mæti þangað í spandexgallanum. Ekki er það minnimáttakennd mín sem fær þær til að gleyma stað og stund!

Ég læt hér tvær myndir fylgja, dæmi hver fyrir sig.

mánudagur, júlí 24, 2006




















Loksins! Minn tími er kominn! Ég veit það fyrir víst að lengi hafi kollegar mínir hjá ónefndu íslensku flugfélagi litið niður til mín af þeirri einföldu ástæðu að hattur hefur ekki verið hluti af einkennisfatnaði mínum. Nú hef ég fengið uppreisn æru því í morgun barst mér uniform Excel Airways í stórum brúnum pakka. Þar innifalið var hatturinn góði. Hatturinn sem mun gera mig að alvöru flugmanni. Ég reikna fastlega með að smyrja vélinni inn í Dalaman í nótt, fólk mun gráta af gleði þegar það heyrir rödd mína í hátalarakerfi vélarinnar því það VEIT fyrir víst að þar fer alvöru flugmaður með hatt! Ég tók strax eftir 26 nýjum bringuhárum og röddin lækkaði sem nemur fjórum tónstigum, jessssssssssss

kv

sunnudagur, júlí 23, 2006

Nú styttist í heimkomu, minna en vika eftir o.s.frv. Það má því ætla sem endranær að það verði brakandi blíða á skerinu fagra frá og með 27. degi júlí mánaðar og rétt framyfir miðjan ágústmánuð. Það er því engin ástæða til annars en að hlakka til.

kv

fimmtudagur, júlí 20, 2006

Satt

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Religious Truths

Taoism:
Shit happens.

Buddhism:
If shit happens, it isn't really shit.

Hinduism:
This shit has happened before.

Islam:
If shit happens, it is the will of Allah.

Catholicism:
Shit happens because you deserve it.

Protestantism:
Let shit happen to somebody else.

Judaism:
Why does shit always happen to us?

og svo mikið meira HÉR



There was a man and woman in an elevator on the 99th floor, when all of a sudden the cable snapped and the elevator started to plummet at an incredible rate.

They looked at each other, both pale as ghosts. The woman gulped and said as she ripped off her shirt, "make me feel like a woman for the last time."

With that he ripped off his shirt and said, "Here, iron this bitch!"



30°C og sól, hvað getur maður sagt... það getur verið ljúft að vera erlendis. Hvernig er veðrið annars heima?

sunnudagur, júlí 16, 2006

Leitin að bestu steikarsamloku veraldar rak í rogastans í dag þegar taka átti út veitingastaðinn The Slug and Lettuce hér í Wilmslow. Á sunnudögum snæða englendingar kvöldverð fyrir 18:00 og þar af leiðandi var eldhúsinu lokað á slaginu sex. Það verður þá bara að bíða betri tíma. Staðan í augnablikinu er þessi:
Vegamót og Kaffi María í Vestmannaeyjum eru jöfn með fullt hús stiga.

VEÐURFRÉTTIR:
SÓL 25°-30° SÍÐUSTU VIKUNA OG SPÁÐ NÆSTU VIKUNA.

Hvernig er veðrið annars heima??

föstudagur, júlí 14, 2006

Stórvægilegar breytingar hafa verið gerðar á bloggnum. Ég tók út linkana á óaktífa bloggara sem ekkert hafa gert í lengri tíma. Tveir eða þrír eru á reynslulausn s.s. Steindór og Snorri.

Það er annars búið að vera nóg að gera. Styttist í að ég tvöfaldi flugtímafjöldann á árinu í þessari einu útiveru. Veit ekki hvort maður ætti að hlægja eða gráta.

kv.
Svo satt!

A store that sells husbands has just opened in New
York City, where a woman may go to choose a husband.

Among the instructions at the entrance is a
description of how the store operates. You may
visit the store ONLY ONCE !

There are six floors and the attributes of the men
increase as the shopper ascends the flights. There
is, however, a catch . . .. you may choose any man
from a particular floor, or you may choose to go
up a floor, but you cannot go back down except to
exit the building! So, a woman goes to the Husband
Store to

find a husband . .

On the first floor the sign on the door reads:

Floor 1 - These men have jobs and love the Lord.

The second floor sign reads:

Floor 2 - These men have jobs and love kids.

The third floor sign reads:

Floor 3 - These men have jobs, love kids, and are
extremely good looking.

"Wow," she thinks, but feels compelled to keep going.

She goes to the fourth floor and sign reads:

Floor 4 - These men have jobs, love kids, are
drop-dead good looking and help with the housework.

"Oh, mercy me!"she exclaims, "I can hardly stand it!"

Still, she goes to the fifth floor and sign reads:

Floor 5 - These men have jobs, love kids, are
drop-dead gorgeous, help with the housework, and
have a strong romantic streak.

She is so tempted to stay, but she goes to the
sixth floor and the sign reads:

Floor 6 - You are visitor 4,363,012 to this floor.

There are no men on this floor. This floor exists
solely as proof that women are impossible to please.

Thank you for shopping at the Husband Store. Watch
your step as you exit the building, and have a
nice day!

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Nú styttist í útferð og þar af leiðandi styttist í ÞETTA

kv

mánudagur, júlí 03, 2006

Nú lýsi ég eftir stálnagla, klósettbursta, gúmmihanska og vatni í skúringafötu. Síðast sást til þessara hluta fyrir of lönu síðan og talið tímabært að því verði kippt í liðinn sem fyrst.

Aflabrestur og bræla voru á miðunum þegar laggt var fyrir á sunnudag. Spúnar af hinum ýmsu stærðum og gerðum ásamt stjaksettum möðkum voru reyndir en allt kom fyrir ekki.

Ég hef ekki verið mikil fótboltabulla í gegnum tíðina ein og allir sem eitthvað um mig vita geta vitnað um en þetta árið tók ég meðvitaða ákvörðun um að fylgjast með Hinstrakepninni í Foozball. Það hefur tekist framar öllum vonum þar sem flestir leikir sem ég hef séð, 3 af 5, hafa verið nokkuð spennandi. Mér til halds og trausts hafa verið hinir ýmsu fótboltaspekúlantar sem svarað hafa spurningum eins og:
Til hvers er hringurinn í á miðjum vellinum?
Það eru magnað margir Englendinar í þessu liði, er það ekki?
Er mikið eftir?
Osfrv..
Englendingar eru dottnir úr leik eins og frægt er orðið og ég er á leiðinni til Betuveldis á fimmtudag. Fullorðnir vælandi karlmenn, röflandi yfir rauðum spjöldum og vítaspirnum. Ég bara get ekki ákveðið mig hvort ég eigi að hafa gaman að þessu og hlægja að þeim eða þykjast þykja þetta voðalelga leitt. Kanski ég prófi bæði.

kv