þriðjudagur, janúar 30, 2007

Nýjar myndir komnar inn á Slepjuna,

Súkkulaði húðaðar döðlur með möndlu frá Saudi er uppistaða næringar hérna. Styttist í Buenos Aires ferð.... annars bara tómur í kollinum

kv

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Jújú, ég er enn á lífi. Búinn með fjögur flug og allt í lukkunar velstandi. Svoldið sibbinn, en það er ekkert sem stórir strákar geta ekki tekist á við.
Kíkti í dag útfyrir veggi hótelsins í fyrsta skipti síðan ég kom (fyrir utan ferðina til og frá flugvellinum). Gerðist svo geðveikur að fara á TugTug og verð að segja eins og er að traffíkin hér er eins og ekkert sem ég hef áður séð og hef nú séð ýmislegt. Tók nokkrar myndir á símann, þær eru komnar inn á myndasíðuna
http://www.slepja.com/gallery/Hajj2007

kv

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Það er rétt, ekkert helvítis MEHE með það!!!!

Kominn til Jedda. Planað morgunmatur og sólbað við laugina á morgun.

Fyrsta flugið á vélinni gekk vel. Gaman frá því að segja að fyrir tveim árum þegar ég stundaði mikið flug milli Oran í Alsír og Orly í París sá ég of vél frá Corsair á planinu í Orly. Ég er ekki mjög hjátrúafullur en ég hugsaði oft með mér að þeirri vél vildi ég ekki fljúga þar sem hún er með stafina F-HJAC. Viti menn, Atlanta leigði vélina af Corsair þetta Hajjið og smellti henni til Bangladesh þar sem ég er staddur. Nú er ég að fljúga flugráninu sem ég hafði hugsað mér að væri ekki þar sem ég gæti hugsað mér að gera... náði þessu einhver?
Svo dugði ekkert annað en sjálfan yfirstrumpinn á mig, sjálfan flotaforingjann, yfirflugstjóra félagsins. Það hefur víst spurst út hversu yfirburða hæfileika ég hef í framkvæmd flugs og var hann sérstaklega fenginn til að documenta það.............. righty

kv.

sunnudagur, janúar 14, 2007

Kominn til Dhaka

svaka stud og stemning. Ferdalagid tok um 35 tima med sma stoppi i Dubai.

kv

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Annáll

Nú sé ég að það þykir móðins að skrifa annál um liðið ár. Þar sem ég er gerilsneiddur öllum frumlegheitum ætla ég að herma. Þeir sem vilja kvarta geta skrifað bréf, sett það í umslag og stílað á Who Fukking Cares. Ég biðst afsökunar á frönskunni minni.

Árið hófst í Indónesíu, þar fór ég á brimbretti og flaug flugvél.
Í Febrúar kom ég heim og fór í tveggja mánaða frí.... WÁ hvað ég þurfti á því að halda eftir erfiða törn í pílagrímafluginu.
Í mars málaði ég stofuna, það tók viku.
Í apríl hófst ströng þjálfun á flugvélar Excel airways. Svokölluð "Proper training" var framkvæmd á okkur.
Í Júni fór ég svo að vinna fyrir laununum aftur og heimsótti held ég bara allar eyjar í gríska hafinu sem hafa á annað borð flugvöll.
Í október var ég í fríi.
Í nóvember og desember lærði ég á nýja flugvél.


Nú á næstu dögum fer ég svo til Bangladesh í stuðið þar. Handakriki alheimsins, en alltaf gaman að sjá öðruvísi staði.

kv

mánudagur, janúar 08, 2007

Nýjar myndir á myndasafninu

frá því í lendingunum og svo hitt og þetta, hér og þar...

kv

sunnudagur, janúar 07, 2007

Lendingar búnar.... heim á morgun (fór úr á föstudag fyrir þá sem ekki vita;) ) og stutt stopp því um leið og skírteinið er komið fer ég í sólina í Bangladesh og Jeddah. Beint þaðan fer ég svo til Suður Ameríku í mánaðar FRÍ.... og veitir ekki af. Beint úr fríinu hef ég hug á að fara beint að vinna aftur eins og gengur og gerist... nema bara með smá stoppi í Portúgal að kíkja á Ómar og frú í vikutíma eða svo. Beint úr vinnu ætla ég svo beint í skólann í London 4. - 6. apríl. Þaðan kem ég svo beint heim.
Þið eruð s.s. laus við mig fram í apríl!!!

Vídjó og ljósmyndir af lendingum koma á næstu dögum.

kv

föstudagur, janúar 05, 2007

Ahhhh, Frankfurt fagra Frankfurt.... eða þar um bil. Neu Isenburg og Ísabella, frítt internet og El Paso.
Hvað dettur manni í hug þegar nefndur er veitingastaðurinn El Paso??? Vænar Vínarschnitselar, sænsk popptónlist og ungverskur bjór innan um mexíkanskt veggskraut. Eða tapas, litlir gaurar með stóra gítara og feitir náungar með litla gítara og fagrar stúlkur með samvaxnar augnabrúnir?

kv.

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Rómantískt Stroganoff

Gleðilegt árið, gleðileg jól, betra er seint í rassinn gripið en á rassinn runnið!

Þetta verður lengsti bloggur ársins þannig að setjið ykkur í stellingar og komið vel fyrir.

Nokkrar pælingar sem ég vil fá svör við en áður en það skellur á þá vil ég þakka ÖLLUM þeim sem mættu í nýárspartíið hjá mér aðfaranótt 1. janúar 2007... og fram á morgun fyrir þá sem það á við um. Teitið tókst með svo miklum ágætum að það hefur tekið mig tvo daga að klára þrif almennilega. Húsið var stútfull út að dyrum á tímabili og síðustu gestir kvöddu klukkan 9:30.
Prumpu og rop keppni fór fram (ekki að mínu frumkvæði) og tapaði drengur fyrir stúlku. Smánarblettur á karlþjóðinni og þá sérstaklega í ljósi þess sem almennt er talið að stelpur prumpa ekki. Og ef sá fáheyrði atburður gerist þá er það með blóma og álfalykt!


Nú horfði ég á íþróttamann ársins um daginn á meðan ég svitnaði á skíðavélinni í Laugum. Ekki var ég sjálfur tilnefndur fyrir frábæra frammistöðu við spegilpósur á árinu en það kemur kanski næst. Allt fór þetta nú vel fram og má hrósa gestum í sjónvapssal fyrir prúðmannlega framkomuki í garð looseranna sem lentu í 2.-10. sæti.
formi (ef frá eru taldir bridds menn, skák menn og pókerspilarar) og ættuNú vill það loða við stétt íþróttamanna að þeir eru yfirleitt í yfirburða ekki að eiga erfitt með að lofta verðlaunagripum sem á þá eru bornir. Það var hinsvegar raunin í þetta skiptið. Hvað er MÁLIÐ með þennan verðlaunagrip??? Á hverju var "listamaðurinn" þegar hann bjó til þetta....... verk!?!?!?!?!?!! Mynnir helst á turninn sem kallinn með hvíta skeggið bjó í, í myndinni um Hobbitann... man ekki hvað myndin heitir.
Aumingja maðurinn þarf að koma þessu fyrir heima hjá sér og ég sé ekki alveg fyrir mér að þetta verðir mikið stofustáss.
Ég segi nei takk! Ég mun ekki taka við þessu á næsta ári!

Nú hef ég horft á sjónvarpið í nokkur ár, ekki stanslaust, tek mér pásu á tveggja til þriggja vikna fresti. Ég hef, eins og svo margir, ofboðslega gaman af lögreglu/lögfræðinga/ CSI/Líkhúsavinnufólks/o.s.frv. þáttum sem fjalla um glæpi og hvernig löng hönd laga og réttlætis nær ALLTAF vondu köllunum og kemur þeim fyrir þar sem þeir eiga heima... bak við lás og slá. Það hefur hinsvega valdið mér hugarangri og miklum heilabrotum að horfa á þessa þætti því ef maður skoðar þá í stóru samhengi þá ganga þeir ekki upp hver gagnvart öðrum. Tökum sem dæmi CSI. Glæpur er framinn og Gil Grissom og hans yfirburðar lið er kallað á staðinn. Þau ransaka vetvanginn, vinna úr sönnunargögnum og finna sökudólginn. Þau handtaka sökudólginn, yfirheira hann og sanna sekt hans. Hann fer að sjálfsögðu í fangelsi.
Ef við kíkjum nú á Law and Order þættina þá koma CSI gaurarnir og gellurnar fyrir bara í augnablik þar sem þau greina lögreglumönnunum frá niðurstöðum sínum og svo sér lögreglufólkið um rest, s.s. allt sem CSI fólkið gerði í SCSI þáttunum.
Svo eru lögrfæðingaþættir og þar gera lögfræðinarnir allt sem CSI fólkið gerði í CSI þáttunum og lögreglufólkið gerði í Law and Order þáttunum.
Hausinn á mér er eins og undinn svampur þegar ég hugsa um þetta ég bara átta mig ekki á þessu!!!!

Svona að lokum þá ætlaði ég að láta uppskrift að Ungerskri Gúllassúpu fylgja, en ég fann hana ekki á netinu þannig að hér fáið þið Stroganoff. Nú skora ég á alla stráka sem lesa blogginn að vera rómantískir, elda Stroganoff rétt fyrir konuna og segja svo hvernig til tókst á Kommentið.


Rétturinn er bragðgóður og kúnstin er að sjóða svínakjötið ekki á fullum dampi eða of lengi og hafa gúllasbitana ekki of litla þá verða þeir þurrir og seigir. Pylsurnar gefa gott bragð (Alipylsur er bestar að mínu mati gefa dálítið reykbragð sem gefur sérstakt bragð en þetta er smekksatriði).
Rétturinn er ódýr, áætlaður kostnaður rúmlega 2000 kr fyrir 6+ manns.

Hráefni:
5-700 gr svínakjöt (t.d. svínaskanki í gúllasbitum)
4-5 msk hveiti, salt, pipar og paprikudufti blandað saman við og kjötbitunum velt upp úr hveitiblöndunni.
ca 2 msk smörlíki
5-8 laukar skornir í ferhyrninga (magnið er smekkatriði)
250 gr sveppir sneiddir niður
ca 5 meðalstórar gulrætur skornar í grófa bita
4 dl soð/vatn
1 dl tómatkraftur (puré)
1 peli rjómi/matreiðslurjómi
1/2-1 pk kokteilpylsur (magn eftir smekk)

Aðferð: Brúna laukinn á pönnu og setja í pott með soðinu/vatninu. Brúna kjötið sem búið er að velta upp úr hveiti kryddblöndunni og setja í pottinn ásamt tómatkraftinum. Soðið rólega (á lágum straumi) í ca 15-20 mín. Þá er sneiddum og brúnuðum sveppunum, gulrótunum og rjómanum bætt út í og látið malla í 10 mín. Bæta kokteilpylsunum út í og láta þær trekkja í sósunni (ekki sjóða, sama aðferð og við venjulega pylsusuðu).

Þetta er gott með kartöflumús, hrásalati, brauði eða hrísgjrónum.





kv.