mánudagur, ágúst 23, 2004

The GLORY of aviation

Ég er búinn að átta mig á því að til að vera hamingjusamur þar maður að hafa tvær vinnur. Sú fyrri er vinnan sem þú stundar af hugsjón, vegna þess að þú veist að þú ert að gera gagn, gera eitthvað gott, láta öðrum líða vel, einskonar góðgerðastarf. Sú síðari en vinna sem maður stundar til að láta sjálfum sér líða vel, eitthvað sem maður hefur gríðarlegan áhuga á, eitthvað sem lætur manni sjálfum líða vel, eitthvað sem borgar vel og svo framvegis.
Nú er ég kominn í þá stöðu að ég er einmitt kominn í þessar tvær vinnur. Það fyrra, hugsjónastarfið, er hjá mér að vinna á videóleigu. Með því að vinna á vídeóleigu þá tekst mér að gleðja fólk með því að lána því góðar myndir. Hver veit nema falleg ástarsambönd blossi upp yfir myndum á borð við "Police Academy: Mission to Moscow" eða "The Giant Spider Invasion" . Ég legg mig fram við að velja sérlega gott sælgæti í poka og afgreiða gourmet pulsur af mikilli fágun og í lok dags fer ég glaður heim því ég veit að ég hef breitt einhverju til betri vegar. Hin vinnan er sú sem flestir ættu að vera orðnir kunnir á þessu stigi. Vinnan sem lætur mér líða eins og sönnum karlmanni, vinnan sem dregur að mér kvenfólk í stórum stíl, vinnan sem er bókstaflega að sprengja launareikninginn minn, hvað annað en flugið!
Það mætti því segja að ég sé kominn í hið fullkomna jafnvægi, sem er gott.

kv

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jiiii hvað þú átt gott... vonandi bara færðu að fljúga fljótlega og fá laun fyrir það... það yrði draumur.. já og ég vissi ekki að vídjóleigan væri svona æðisleg :D gott að einhver er glaður með þína vinnu þar ;) ég er voða glöð að geta leitað til þín þegar mig vantar álit á góðri mynd híhíhíh... jæja kveðja frá krullunni sem er stundum slétthærð!! jamm kaldhæðni hehe