þriðjudagur, september 28, 2004

24

Þá er maður búinn að slátra seríu 2 af 24 (twentyfour) á rétt rúmum tveim sólahringjum og ég get sagt ykkur það að ég er með höfuðverk. En serían er engu að síður mjög góð.
Honum Jack Bauer er ekki fisjað saman því ekki nóg með að honum tekst á innan við sólahring að drepa, limlesta og pína fleiri tugi manna heldur tekur hann sig til og bjargar heiminum frá þriðju heimstyrjöldinni á meðan hann sjálfur rambar á barmi tauga og hjartaáfalls. Styrjöldinni ætla illa innrættir olíubarónar að koma af stað til að hækka heimsmarkaðsverð olíu og kemur manni sífellt á óvart hver er að svíkja hvern, hvernig og hversvegna.
Ekki síður en Bauerinn fer Palmer forseti mikinn í þáttaröðinni. Hann sviftist um sjónarsviðið, rekur hiklaust þá sem á vegi hans verða og svíkja trúnað hans. Hann er góð sál sem þarf að berjast við ótrúlegt mótlæti en lætur það ekki á sig fá. Saman sigrast Bauer og Palmer forseti á hinu illa og friður og fegurð tekur við á ný á jörðinni, þökk sé Bandaríkjum Norður Ameríku.... eða hvað? Meira um það þegar ég er búinn að klára þriðju seríuna.

kv.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Koma svo... u can do it...

Þetta kemur allt með því kalda (vatninu) En já þetta sökkar feita síld en það kemur, verður gaman þegar það kemur haggi??

Jákvæða Crusty