mánudagur, mars 07, 2005

Jæja, eins og oft áður þá er ekkert að frétta en oft er má að skrifa ýmislegt um ekkert. Þetta orðatiltæki mun byrtast í páskaeggjum Mónu 2006!

Nú skylst mér að það sé þáttur á stöð tvö sem fjallar um flugáhöfn hjá bresku sólarlandaflugfélagi sem heitir Fresh. Ég var spurður að því fyrir nokkru hvort lífið í fluginu væri eins og kemur fram í þessum þáttum. Ég gat ekki svarað því þá því ég hafði ekki séð þessa þætti en nú um daginn þegar ég gerði garðinn frægan í UK var ég svo heppinn að sjá einn þátt. Nú get ég sagt, með fullri vissu, að þetta er nákvæmlega eins og þessum þáttum. Sérstaklega hérna í Oran þar sem við erum 12 stykki og þar af einn kvennmaður.

Miklar gleðifréttir streima nú suður á bóginn. Bjarni captain hefur fengið sér nýja vinnu. Það besta er að hann hættir ekkert að vera captain, ef eitthvað er þá verður hann CAPTAINNINN, jafnvel RJÓMAÞEITARINN.
Samúðarkveðjur frá mér til eyja því annað eins flugmannsefni hefur ekki yfirgefið eyjuna síðan í júní síðastlinum og finnast þeir ekkert á hverju strái. Það verða ekki allir flugmenn Eyjaflugmenn.

Nú styttist í heimkomu. Það er ekki vitað nákvæmlega hvenar frekar en fyrridaginn en það er vonandi fyrr en síðar.

Síminn minn er bilaður. Já nýji fíni NOKIA síminn sem Rúna var svo góð að kaupa fyrir mig í Kuala. Skjárinn einfaldlega dó og hefur ekki jafnað sig síðan það gerðist. Ekki senda mér SMS!
Síminn virkar ég bara sé ekki á skjáinn og þ.a.l. get ég hringt í þau þrjú númer sem ég kunni áður en ég fékk mér GSM fyrir margt löngu.

Nú hef ég bætt örfáum myndum í myndaalbúmið.

kv.

Engin ummæli: