sunnudagur, ágúst 07, 2005

Til hamingju Íslendingar, fyrsta haustlægðin hefur sýnt sig í sinni verstu mynd. Þetta er alltaf skemtilegur tímapunktur. Rokið, rigningin, mirkrið, kuldinn, slabbið, snjórinn, saltið á götunum og svo margt margt fleira. Sumarið búið og veturinn að taka við. Þá er nú best að skella sér í heitt bað með nuddi..... sem mynnir mig á að...

drengurinn er búinn (því sem næst) að versla sér íbúð, og það ekki af lakari kantinum. Njálsgata 81 verður heimili mitt frá og með ótilteknum tímapunkti í nálægri framtíð. Íbúðin er búin nuddpotti fyrir fjóra, gaseldavél og neyðar kaðalstiga svo eitthvað sé nefnt. Og hvað kostuðu herlegheitin?? Það kemur ekki nokkrum manni við en ég held þó að flestir viti það því ég hef sagt öllum sem hafa spurt.
MYNDIR eru komnar inn á myndasíðuna til skoðunar. Innflutningsteiti verður haldið einhverntíman í október/nóvember, takið daginn frá.

Annars er komið að útferð. Fer út í fyrramálið, aftur til Manchester. Planið svo að koma heim aftur 29. þessa mánaðar til að taka við íbúð og flytja inn, takið daginn frá!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með íbúðina!
Kem þann 29.!!!! :Þ

Já já herra minn - þú ert ekkert að skafa af því ha... Jæja ég segi bara bless í bili svenskar kveðjur héðan frá Eskilstuna í landi Sörmanna!!
CRUSTY

Nafnlaus sagði...

"Komið að útferð"
Ég held ég sé bara of kvenlega/líffræðilega þenkjandi til að geta skilið þetta á ferðalagalegan hátt á undan hinum.
Til hamingju með kaupin.
Dagbjört

Nafnlaus sagði...

Sæll og blessaður, vildi bara óska þér til hamingju með íbúðina. Ástar kveðja frá vellinum í eyjum

Nafnlaus sagði...

Tíl lúkkú væní.