mánudagur, mars 20, 2006

Nú styttist í að maður hverfi af landi brott eitt enn skiptið. Nú er förinni heitið til fyrirheitna landsins........ ehemmmm Englands þar sem sitja skal námskeið í starfsháttum Excel Airways þar sem ég mun gera garðinn frægan í sumar. Ekki hef ég gert mikið af því að fljúga undanfarið og mun ekkert rætast úr því á næstu tveim mánuðum ef fram fer sem horfir. Meira um það síðar, kanski.


Kvennmannsleysinu á heimilinu var snarlega kippt í lag nýverið. Ég skellti mér í Blómaval og verslaði mér Heimilisfrið. Eftir að heim var komið gerði ég þau afdrifaríku afglöp að skíra blómið karlmannsnafninu Kjartan. Mér var svo bent á það af góðri vinkonu að það væri eitthvað skakkt við að blómið bæri karlmannsnafn. Því kippti ég snarlega í liðinn með því að afnefna blómið og vinn nú hörðum höndum að því að finna gott nafn á kellu, allar tillögur eru vel þegnar.



Svo er strákurinn bara allur að verða HEL KÖTTAÐUR, enda er tekið svo svaðalega á því í ræktinni að nýr standard hefur verið settur, skilst að WC sé að frjárfesta í þyngri lóðum þessa dagana.

Mikið hefur verið eldað á heimilinu síðan síðast. Í gær tók ég mig til og bauð hjónunum í mat. Er ég alveg sérlega stoltur af eftirréttinum sem ég eldaði frá scratch eins og sagt er á vondu máli. Súkkulaði soufflé var það heillin og tóks svona líka sérlega vel. Ég ætlaði að setja mynd með en hún bara vill ekki koma.

kv.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

MMMMmmmm mæli með við alla að biðja Bibbaling um að bjóða sér í mat og hafa Soufflé í eftirmat.... leið eins og ég væri í Perlunni... (hef reyndar aldrei borðað þar!!) EEEEEEEnnn allavega mæli með því og verði ykkur að góðu. Ég varð að játa mig sigraða því ég reyndi þetta um jólin *grát* og það gekk ekki!
En ég kem næstu jól til Bibba. c",)