fimmtudagur, júlí 28, 2005

Margt hefur drifið á daga mína síðan síðast, svo margt að það er ekki nokkur leið fyrir minn mynnislausa haus að muna. En svo fátt eitt sé nefnt:
Gerðist svo frægur að fara á tónleika með Emelíönu Torrini á NASA Jóa, Röggu, Magnúsi, Caritu og Bennu. Mjög góðir tónleikar fyrir utan það að þeir voru standandi sem er ekki mér að skapi við svona tónlist, en hvað um það.
Hélt svo grill í tilefni þess að danskur leggur fjölskyldunnar var á landinu. Eftir mat mættu fleiri gestir og eftir góðan tíma var svo farið á aðal staðinn í bænum, Hressó þar sem tekið var all hressilega á því. Daginn eftir var hinsvegar þoka á fjallvegum sem var í takt við veðrið utandyra og því ekkert af nokkru tagi gert.
Mikið hef ég setið á Austurvelli undanfarið enda hefur verið bongó blíða allt síðan ég kom heim. Það ætlar að sannast enn aftur að góða veðrið fylgi mér því nú um helgina þegar ég fer af landi brott verður súld og sunnan stinningskaldi á annesjum en spáir strax batnandi veðri á landinu þegar ég kem aftur á mánudag eftir helgi.
Náði loks að ljúka mótorhjólaprófinu í dag. Verklegu tímarnir voru teknir með trukki þegar þeir komust loks í gang, byrjaði á laugardag og tók svo prófið eins og áður sagði í dag, með glæsibrag. Nei ég ætla ekki að kaupa mér hjól..... hérna heima allavegana. Það er aldrei að vita hvað gerist ef það er ekki of mikið stórmál og ég rekst á eitthvað á réttu verði í UK.
Annars er stóra málið núna komandi U2 tónleikar um helgina í Köben. Fer út á morgun og skilst að hjónin ætli að taka á móti mér útá velli með einn kaldan en fá í staðin flösku af íslensku lindarvatni beint úr krananum á Hjarðarhaganum.

Að lokum, myndir frá grillinu um síðustu helgi hjá mér á ÞESSARI SÍÐU og svo á MYNDASÍÐUNNI HENNAR RÖGGU

KV.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með prófið og auðvitað bíða þín NOKKKKKRIR kaldir í staðinn fyrir ísl vatn!! :) annars erum við búin að finna ágætlega gott vatn - Carlsbergvatnið bragðast eins og íslenskt - very good!
Svo erum við búin að komast að því að við erum farin að venjast vatninu hér! Hélt það myndi ALDREI gerast!
KRULLLLLLAN

Nafnlaus sagði...

...svo er bara málið að skrá sig í Sniglana! Þú yrðir flottur þar ;o)

RAGGA

Nafnlaus sagði...

...fannst ég finna einhvurn óskunda í loftinu hér í Køben...