miðvikudagur, júlí 13, 2005

Nú er maður bara orðinn frægur, mynd af mér framan á fréttablaðinu í dag 13/7, svona þannig séð allavegana. Þarna sit ég í sætaröð 28C í TF-FIK á leiðinni frá Glasgow til Keflavíkur á sextíu ára afmæli millilandaflugs frá Íslandi. Myndin er reyndar tekin úr ágætri fjarlægð, utanfrá og hendi einhvers óþokka blokkerar þann part vélarinnar sem ég sit í. Frægur engu að síður.

U2 tónleikar í Köben framundan. Út 29. júlí og heim 1. ágúst. Þetta verður magnað.

kv.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

U2 & Rock ´n roll baby
HD