föstudagur, september 23, 2005

Gleymdi að nefna það hver klukkaði mig. Það var hinn margfrægi Snorri Örn skákmeistari með meiru og bróðir. Ég hef mikið verið að hugleiða þetta og hef komist að einni niðurstöðu, ég einfaldlega skil þetta ekki. Á ég að nefna fimm atriði sem eru gangslaus fyrir aðra að vita eða fimm hæfileika sem ég hef sem eru mér gangslausir eða.... ég bara skil þetta ekki. Þar af leiðandi ætla ég að semja mínar eigin reglur og koma með fimm atriði yfir það sem ber að varast þegar fólk umgengst mig og ætlast ég til þess að allri sem lesa þetta fari eftir þessu eins og um hina heilögu ritningu sé að ræða! Hver veit, kanski verður til bók eftir tvö þú sund ár sem fólk les? Kanski fer fólki í Birkju á sunnudögum og tilbiður Brist og pabba hans Buð. Þegar allt kemur til alls er ég einstakur.
Hefst þá ritningin:

1) Ég er takkaóður fjandi, sýnið því skilning því hvernig lærir maður öðruvísi en að prófa sig áfram?
2)Ég veit allt og skil allt manna best. Ekki segja mér að ég hafi rangt fyrir mér, ég hef aðeins einusinni haft rangt fyrir mér, þá hélt ég að ég hefði rangt fyrir mér.
3)Mér leiðist leiðinlegt fólk. Ekki vera leiðinleg(ur) í kringum mig. Ég neita að fara út í þá umræðu hvernig leiðinlegt fólk er leiðinlegt.
4)Ég hef orðið var við það að eightís (80's) klæðnaður er að komast aftur í tísku, sé að verða móðins. Ég er alfarið á móti þessari þróun og krefst þess að fólk klæði sig ekki eins og fífl í kringum mig
5)Ekki gera eitthvað sem ég skil ekki í kringum mig, ég þoli það ekki þegar fólk hagar sér á einkennilegan máta og heldur að ekkert sé eðlilegra. Hreinlega óþolandi.

nú ætla ég að "klukka" bumbubræðurna Hjalta og Steindór og skella einum á Lalla því ég sé að konan hans er bara búin.

kv.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Det är jättebra. Þetta eru bara pointless atriði að vita en fyndin samt! Eða geta verið fyndin fyrir suma.
En takk for det.
Adjö HD

Nafnlaus sagði...

Klukkið er móttekið, redda þessu 1 2 og 10!
Segðu nú samt raunasögur af Manchester!

Nafnlaus sagði...

Já, ég vissi ekki að eitthvað væri til sem héti klukk, nema kannski helst þá klukk í eltingaleik.

Allt í lagi, ég skal koma í eltingaleik við þig á netinu, en það verður þá í næsta pósti frá mér þegar ég skrifa frá Madrid.

Hjaltinn