mánudagur, nóvember 07, 2005

Fluttur

Nú er strákurinn fluttur, loksins kominn í sitt eigið. Ekki kominn með internetáskrift en tekst að stela tengingu frá nágranna þar til tenging kemst á.

Margir aðstoðuðu við flutninginn en fáir ef nokkur eins mikið og HJALTI GRÉTARSSON. Á hann miklar og innilegar þakkir skildar. Undir lokin toppaði hann svo aðstoðina með því að lána mér forkunnarfargran sófa sem sómir sér vel í stofunni, um hríð. Amma mætti með nýbakaðar pönnsur og mamma raðaði upp í skápa. Allt endaði þetta vel og nú sit ég í stofunni MINNI við sófaborðið MITT og nýt lífsins.
IKEA skatturinn er farinn að láta á sér kræla en eins og sagt er þá er tvennt í lífinu sem maður getur treyst á IKEA skattinn og dauðann.

Um helgina var svo farið í meningarferð niðrí bæ og notið þess að þurfa ekki að taka taxa til að komast heim.

Opið hús fyrir þá sem vilja kíkja í heimsókn. Kaffi og kanna eru til á heimilinu.

kv.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með íbúðið, sit sjálfur í minni nýju íbúð og er stolltur eigandi að 8 megabita BREDBAND nettengingu frá ComHem sem ég setti í samband í gærkveldi.

Ekkert er eins og að geta prumpað í sinn egin sófa, í sinni egin stofu, segi þetta af reynslu.

sendu svo myndir af herlegheitunum fljótlega á netið!

Lalli

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með herlegheitin.
Ég er svo strax farin að pakka fyrir Rómarferðina ;)
Dagbjört

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta allt - héðan fara heilmikilir skilningsstraumar þegar þú talar um þitt eigið. Eigum þó enn eftir að fullkomna okkar verk (eins og þú) og fá allt dótið okkar frá Íslandi. Erum farin að telja niður fyrir það... 9 dagar :)

En hafðu það gott í íbúðinni og ég kem í heimsókn í júlí. Getum við bókað tíma þá?

Knúsi kveðjur frá Svíþjóð HD