miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Strákinn er farið að ráma í afhverju hann stóð sig frekar illa í tungumálum á sínum yngri árum. Jafnvel þó að í þetta skiptið sé gríðar mikill áhugi fyrir hendi þá er málfræðin eins og stór loðin varta í andliti ungrú íslands, frekar leiðinleg.
Við erum s.s. á spænskunámskeiði þessa vikuna, fjóra tíma á dag og út úr tímum kemur maður illa steiktur í höfðinu. Fallbeigingar, eignarfornöfn, fortíð þátíðar, eignarháttur þuríðar og þessháttar, ég bara skil ekki þessa hluti!!!

Annars festi ég mér eina íbúð í þessu húsi http://www.maderocenter.com/english/home.html

Adios Gringos

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kveðjur strákar, Birkir, þú verður að sýna fram á að þú sért verðugur á þorrablótið á næsta ári, koma svo með alvöru myndir frá Rio, ekkert tungumálaþvaður! Buenos Tartez!

maggi sagði...

Sælir félagar,

Jack virðist blómstra þarna úti. Mundu eftir að senda hann heim í kuldann. Birkir farðu rólega í steikurna, væri hættulegt ef þú færir að bæta á þig strákur.

Have fun!

Kveðja,
Maggi

Nafnlaus sagði...

Velkominn aftur - gott að sjá frá þér skrif á almennilega síðu :)

CRUSTY