sunnudagur, apríl 08, 2007

Páskahelgi i Sydney gekk ekki stórafallalaus fyrir sig. Skúrir án slydduélja og skafrennings gerðu mér kleift ad kanna umhverfi Darling hafnar og nágrennis. Power House Museum (gaman ad heyra Aussana segja thetta) var skodad i diteil og skyndibiti étinn i einhverjum matargardinum. Gaman frá því að segja að Darling Harbour er svipuð og Akureyri. Þar heitir allt Darling-eitthvad, alika og a Akureyri thar sem allt heitir Akur-eitthvad (akurblom, akurpizza, akurkjor o.s.frv.)
Þad var svo í dag sem óskopin dundu yfir. Dagurinn byrjadi vel med ágætis kaffi i morgunmatnum og scattered i þrjú og fimm. Gladur i bragdi rölti eg mer nidur á höfn þaðan sem Manley hraðbáturinn siglir yfir til Manley. Planið var að kíkja á mannlífið og grípa aðeins í brimbretti. Fann mér brimbrettabúð við Manley strönd sem leigði mér langbretti og blautbúning með stuttum ermum og skálmum. Glaður í bragði rölti ég niður á strönd með brettið í annari og ekkert í hinni. Tilbúinn að takast á við brimskaflana renndi ég upp gallanum, sparkaði af mér flipp floppunum og hljóp Baywatch-style með brettið undir höndunum á vit ævintýrana. Ég er svona rétt að komast í gang þegar ein alveg massa góð alda kemur og ég set mig í stellingar. Rétt við það að standa upp þegar jafnvægisbrestur á sér stað og ég steypist í hvítfrissandi öldufarganið. Þar sem ég veltist um og bíð eftir að hamagangurinn gangi yfir kemur brettið mitt á siglingu og ákveður að grafa sér holu í andlitið á mér. Beint í vinstri augabrúnina fór það og undarlegur tónn heyrðist fyrir vinstra eyra. Stend upp, reyni að halda reisn og veifa til skvísanna sem sitja uppá strönd og dást að hörku minni. Riðandi tek ég nokkur skref út aftur í átt að öldunum, ætlaði ekki að láta þetta litla atvik stöðva mig. Líður ekki á löngu áður en blóðbragð lætur á sér kræla og steikurnar í Argentínu koma upp í hugann. Ég legg lófa á vinstri augnabrún og kíki svo á. Rauður lófinn gefur mér vísbendingu um að hugsanlega væri ráð að kíkja betur á báttið.
Magann inn og bringuna út, geng ég í land og sé að fólk gjóar augunum á mig, þorir samt ekki að horfa. Dofinn í andlitinu ráfa ég stefnulaust um ströndina að leita að skónum og handklæðinu mínu. Finn það á endanum og tek stefnuna á almenningssalerni í næsta nágrenni. Kíki í spegil og ransaka sárin. Verandi sonur fagmenntaðra heilbrigðisstarfsmanna sá ég á augabragði á blóðugu andliti mínu að best væri að skola það. Þrjár vatnsgusur í andlitið gerðu sitt gagn og í ljós kom myndarlegur skurður á utanverðri vinstri augnabrún, sirka einn og hálfur sentimeter að lengd með um fjörtíuogfimm gráðu horni við miðlínu andlits. Það var á þeim tímapunkti sem ákvörðun var tekin um að finna Strandvörð og leita ráðlegginga. Til að gera langa sögu stutt a sagði hann mér að það þyrfti að öllum líkindum ekki að sauma og að best væri að setja butterfly plástur á þetta til að halda saman. Ég ráfaði því í apóteki í nágreninu og opereraði á sjálfum mér þar. Tók svo þá ákvörðun að láta fagmann kíkja á og fór því á spítala (var búinn að skila brettinu og gallanum í millitíðinni). Fagmaður sagðist ekki þurfa að sauma og skipti mínum umbúðum út fyrir steristrip og sellófan filmu yfir sárið.
Og svo fór nú um sjóferð þá!
Að lokum við ég benda á lagið Brimbretta Baldur með hljómsveitinni Baggalút.
kveðja á klakann, nýjustu tölur benda til að heimkoma verði 4. maí

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Íþróttir eru hættulegar, ég var laminn heiftarlega í hausinn í skvassi. Það glumdi í húsinu þegar Ásgeir bombaði spaðakvikindinu í hausinn á mér.
Best að sitja bara heima og drekka bjór.
Vatnasport er engu betra...

Nafnlaus sagði...

Ja hérna, karlinn bara í vandræðum hinum megin á hnettinum???

Farðu vel með þig - okkur langar að sjá þig heilan en ekki í bútum í maí 4. eða hvenær sem það verður!

Krullus

Nafnlaus sagði...

Já, álika og a Akureyri thar sem allt heitir Akur-eitthvad... Haha.
En gaman að sjá að læknanámið sem þú kláraðir samhliða flugnáminu er loks að skila sér ;)

Lilja Dögg sagði...

æ,æ aumingja báttið! Vantaði bara Lilju hjúkku til að koma og setja plástur.. hehe.
En ég verð að prófa svona surf, örugglega mjög gaman að prófa þetta. Verð að plata Steina í surf einhverntímann.:-)
cya

d_nf sagði...

mmmmhhh stór ör ;;)