fimmtudagur, júní 07, 2007

Jólakúkurinn Hr. Hankey

Þar sem ég sat og borðaði nýeldaða smálúðu í worchester sósu og horfði á fréttir sjónvarpsins í gær 6/6/07 var gengið fram af mér.

Fréttin var um kúk og fréttamaður sjónvarpsins VAR Á STAÐNUM! Guði sé lof því kúkur flaut upp úr skólpræsi og það er nokkuð sem upplýst fréttaþjóð þarf að vita af. Ég átti nú bágt með að trúa þessu öllu saman en í beinni útsendingu (nánast) var allur vafi tekinn af. Mér til mikil léttis fékk ég að sjá nærmyndir af kúknum og hans kumpánum, en vantaði þó bara að fréttamaður potaði í kúkinn til að staðfesta að hann væri þéttur og vel mótaður eins og hann leit út fyrir að vera.

Húrra fyrir þeim sem kúkinn átti því svo virðist sem mataræði þess aðila sé vel balanserað og trefjaríkt. Við getum sagt með nokurri vissu að kúkurinn hafi átt upptök sín í Kópavogi, bara spurning hvort hann sé afurð sanns Kópavogsbúa eða gests utan sveitafélagsins. Sannarlega verðugt fréttaefni fyrir fréttþyrsta rannsóknarblaðamenn DV!


Nú spyr ég, er þetta það besta sem fréttastofa sjónvarpsins getur notað útsendingarbíl sinn í? Þurfti fréttamaður að vera "LIVE" frá kópavogi þar sem kúkur flæðir um stræti og torg? Þurfti að sýna kúkinn í nærmynd þannig að á sjónvarpinu varð hann ca. 24cm x 5cm á stærð? Er ég kanski bara tepra?



Aðspurður, neitaði Hr. Hankey að tjá sig um málið

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til að skoða á netinu á meðan maður snæðir.
www.ratemypoo.com

Nafnlaus sagði...

HEHEHe sá þessa frétt, var reyndar ekki að borða.

CRUSTY