þriðjudagur, desember 18, 2007

Og.... það hlaut að koma að því, strákurinn kom heim. Ekki voru það blíðar móttökur því ég varð veðurtepptur í Köben og neyddist til að fara á Strikið, drekka þar ótæpilega af jólabruggi og afgreiða jólainnkaupin. Tólf tímum of seint, um miðja nótt, kom ég heim. Töskurnar fylgdu hinsvegar ekki með í fluginu. Það var ekkert alslæmt því ekki þurfti ég að burðast þá með þær út í rútu og heim að dyrum, það sáu öðlingarnir hjá Icelandair um daginn eftir.
Svo hefur verið látlaust rok og rigning síðan ég steig á klakann, nýji staðallinn í veðrinu hérna, skil ekki hvað mönnum gengur til með þessu!

Svo er maður heima um jólin og hvaðeina, hangikjöt og sænsk jólaskinka, piparkökur og laufabrauð, nóakonfekt og jólaöl..... svo er maður farinn aftur í blíðuna í útlöndum að safna meiri brúnku

kv,

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já - íslenskt er alltaf best... líka rokið og rigningin, þú verður að minnsta kosti ekki að ösku hér :D

Krullllllla