föstudagur, janúar 04, 2008

Bommfadderí, bommfaddera, bommfadderí fadderallala..........

Þegar veðrið er eins og það er og maður rétt stingur hausnum út um gluggann þá vill það gerast að skammhlaup eigi sér stað og ofangreindur texti heyrist. Eitthvað sem verður ekki viðráðið.
Þetta sleppur því ég er á leiðinni aftur út í blíðuna. Jakarta er það heillin, klára að koma pílagrímunum heilum heim frá fyrirheitna landinu.
Svo gæti farið að sjálfur Hjalti Grétars, sem hefur stundað það að eignast börn síðustu misserin, komi aftur til vinnu og verði jafnvel staðsettur um tíma í Jakarta. Það væri ekki leiðinlegt.

Ég kveð því klakann um tíma, jafnvel um góða stund (hversu lengi á eftir að koma í ljós) og hlakka til að koma heim aftur þegar sólin er farin að sjást ofan sjóndeildarhrings og veður eru síður válind.


kv.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

újé - sjáumst þar í Kobe-steik.

Nafnlaus sagði...

Við Sural vorum í brúðkaupi í dag - þar var frænka þín að gefa brúðhjónin saman :) Gaman að því :)

HD