sunnudagur, mars 28, 2004

Biðin er á enda!

Jæja, þá er komið að því, nú skal bloggað.

Það er ástæða fyrir því að ég hef verið svona óframtaksamur undanfarna daga. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég var í fríi í bænum í síðustu viku. Var þá ekki hringt í mig til að athuga hvort ég gæti flogið eina ferð til Eyja um kvöldið og fengið þá frí einum degi lengur. Það hélt ég nú, henti tannburstanum í bakpoka og rauk niðrá völl um kvöldið og flaug til eyja með peyja úr ÍBV sem töpuðu n.b. leiknum sem þeir voru að spila. Daginn eftir, þegar kom að því að taka morgunflug í bæinn til að komast í frelsið, var komin þoka!!!! Gott og vel, spáin lofaði samt góðu þannig að ég fór í flugvirkjaleik með Hannesi alvöru flugvirkja útí skýli. Til að gera langa sögu stutta þá batnaði veðrið ekki, versnaði ef eitthvað er og ég varð veðurtepptur í fríinu mínu, tölvulaus, með mest af fötunum mínum í borginni. Það var svo ekki fyrr en í gær að ég fékk dótið mitt hingað til Eyja og gat farið að lifa lífinu á ný.

Fyrir þau ykkar sem eruð að velta því fyrir ykkur hvað klukkan er hjá henni Rúni brúnu í Indónesíu þá hafið þið það hér
Svo ef þið komist ekki alltaf á netið þá er þessi þrælsniðug til að hafa í vasanum.

Nú er ég sama sem búinn að selja hlutinn minn í Geirfugli, á bara eftir að fá $$$ í hendurnar. Það er flugstjóri hjá Icelandair sem ætar að kaupa, svoldið fyndinn náungi. Ef þið hittið hann á förum vegi þá þekkið þið hann á því að hann lætur ykkur vita að hann sé flugSTJÓRI hjá ICELANDAIR. Hann segir ykkur líka frá því að hann sé ný kominn frá Boston, á leiðinni til Barcelona á morgun og svo tekur hann New York hinn daginn. Mikið á ferðinni kallinn.
Mér var sagður brandari um daginn, skil hann samt ekki, kannast ekki við þetta....

sp. Hvernig veistu að þú sért að tala við flugmann??????

sv. Hann segir þér frá því!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Hvað er svona fyndið við þetta?

Að lokum langar mig til að benda ykkur á uppáhalds síðuna mína, síða sem ég get gleymt mér yfir tímunum saman, síða sem ég ætla að hafa sem fyrirmynd að minni síðu, síða sem mér finst að þið ættuð öll að skoða með opnum huga:
www.david-clark.com

kveðja

Engin ummæli: