mánudagur, mars 22, 2004

Þetta fór þá bara vel eftir allt saman.... eða hvað?

Jæja, loksins hefur maður tíma til að tjá sig aðeins aftur, veit að þið eruð öll búin að bíða spennt eftir næsta bloggi, einkum og sér í lagi vegna þess að ég hef ekki enþá komið því í verk að segja neinum frá þessu. Læt það verða mitt fyrst verk að setja þetta inná MSN nafnið mitt þegar ég hef lokið mér af hér.

Hver vill Palmer dauðan? Af hverju vilja þeir að Bauer drepi hann? Er Victor Drazen genginn ef göflunum? Á Alex Drazen eftir að lifa þetta af? Er Mason svikahrappur eða bara alveg ótrúlega grunsamleg týpa?
Þessar spurningar hafa brunnið á mér undanfarnar tvær vikurnar. Ég hef verið að horfa á 24 á þessu tímabili og verið bókstaflega hooked. Í gærkvöld tókst mér loksins að klára fyrstu seríuna og trúið mér, það er bara töluvert þrekvirki. Svörin við þessum þessum áleitnu spurningum komu manni svona mis mikið á óvart en það sem mér líkaði sérstaklega við þetta allt saman er að það er ekki þessi týpíski fallegi endir þar sem allir ganga saman út í sólarlagið með bros á vör.
Nú er maður á leið í frí í bæinn og er stefnan tekin á að fá seríu tvö að láni og reyna að ljúka henni af þannig að það sé frá!
Ég hafði heyrt af því að þetta væri nánast eins og sjúkdómur, maður gæti ekki hætt fyrr en serían væri öll. Maður hló að því svona innra með sér en í dag geri ég mér grein fyrir því að þetta er ekkert grín! Ef þið komist í þetta, gerið ráðstafanir hvað varðar sósjal líf og þessháttar, bara að fólk viti að þið séuð á lífi þegar þið eruð sem dýpst sokkin! Ef þið komist í þetta og klárið pakkann, talið þá endinlega við mig, ég stefni á það að vera búinn að koma upp tólf spora kerfi, til að trappa fólk niður, á næstu vikum. Nánari upplýsingar verður að finna á www.eg_er_hadur_tuttugu_og_fjorum.is

Annars er helgin bara búin að vera nokkuð góð, flogið slatta (fyrir utan gærdaginn), þokkalegt veður (fyrir utan gærdaginn og föstudaginn) og síðast en ekki sýst þá er Hannes flugvirki búinn að koma "nýjum" og endurbættum Ými í umferð.

nóg í bili
kv.

Engin ummæli: