miðvikudagur, mars 31, 2004

Düse Flugzeugführer

Nú er farið að snjóa í Eyjum og eins gott að vera á nagladekkjum svo maður fjúki ekki á næsta ljósastaur. En örvæntið ekki, Siggi stormur segir að vorið sé komin, hann sjái það á hitatölunum. Var það ekki hann sem spáði rauðum jólum?

Nú í gær barst mér tölvupóstur frá ónafngreindum aðila um að ég færi að skrifa um vissa hluti á bloggsíðunni minni. Ef ég vitna nú bara í þennan póst þá hljómar þetta einhvernvegin á þennan veg:
"Ég vil endilega að þú farir nú í það mál á þessari bloggsíðu þinni að byrja að
fara í gegnum það fólk sem þú umgengs á þessari eyju þinni."
Ég veit nú ekki alveg hvað honum gengur til með þessu en hitt veit ég að hann þekkir ágætlega flesta þá sem ég umgengst á "þessari eyju minni". Hann vill að ég taki fyrir einn aðila á dag og hótar því svo að "Ef ekkert gerist þá er ég hættur að lesa þessa bloggsíðu". Ég hef því ákveðið að verða við þessari áskorun og byrja á því að segja söguna af honum sjálfum. Hann vill reyndar að ég segi frá öðrum aðila en við skulum prófa þetta fyrst og sjá hvernig gengur.
Áður en sagan hefst er rétt að hafa vissa hluti á hreinu. Sagan er sönn að öllu leyti og ekkert er dregið undan. Til að hlífa vissum aðilum verða þeir kallaðir nöfnum úr fyrstu seríu 24 og verður aðal söguhetjan kölluð Jack Bauer.

Sagan hefst í Bæjaralandi sem er hérað hinna ríku og fallegu í Þýskalandi (sbr. sjúkrahúsið í Svartaskógi). Hetjan okkar, Bauer, frumburður móður sinnar (Kimberly Bauer) fæðist þar á haustmánuðum árið 1979. Móðirin er komin af kotbændum einhverstaðar norðan úr hafi en faðirinn gengur undir nafninu Baróninn af Eskibar, hans rétta nafn er þó Tony Almeida.
Bauer ungi sýndi það fljótt að hann var bráðvel greindur en þótti tala frekar mikið. Snemma gerðist hann mikill skáti án þess þó að ganga í skátahreyfinguna og aldrei brást það að hann hefði lögg af ofurlími á sér.
Eftir því sem árin liðu varð Bauer eldri. Árið 1998 varð það ljóst að peyjinn var orðinn 19 ára og rétt að fara að leita sér að vinnu. Hetjan landaði vinnu hjá póstdreyfingarrisanum Die Dautche Posten. Hann hóf ferilinn sem bréfberi en yfirmönnum hans varð fljótlega ljóst að afköst bréfberanna minnkuðu um 37% eftir að hann hóf störf. Ekki vegna þess að Bauer væri svo seinn til að læra heldur vegna þess að Bauer hafði svo mikið að segja að póstdreyfingarkonurnar eða der Briefträger komust ekki út í hverfin sín fyrr en um korter í þrjú. Með mikilli lægni tóks yfirmönnum hans að færa hann milli deilda og komu honum fyrir hjá David Palmer í útkeyrsludeild eða Die groβe fährbetrieb abteilung.
Jæja..................
Til að gera langa sögu stutta. Eftir að hafa unnið í drjúgan tíma í útkeyrslunni, eða Die groβe fährbetrieb abteilung ákvað Baurer að láta slag standa og skella sér í flugnám, eða Flucht Unterricht. Það gekk bara allt að óskum og í dag er hann á góðri leið með að verða þotuflugmaður, eða Düse Flugzeugführer hjá stóru flugfélagi eða Luftverkehrsgesellschaft.
En þann dag í dag verður Bauer sjaldan kjaftstopp eða sprachlos nema kanski ef hann ef gengið er fram af honum eða abstoßen.
Bauer óska ég alls hins besta og vona að hann haldi áfram að lesa síðuna mína eða mein Chronik.

Öllum hinum sem höfðu það af að lesa þessa vitleysu þakka ég áheyrnina.

Nú er ég annars á leiðinni í frí, það eru að koma mánaðarmót, debetkortinu á eftir að svíða í segulröndina eða der Magnetstreifen þegar ég hef lokið mér af!

að lokum vil ég þakka honum Leó fyrir góða þjónustu

kveðja

Engin ummæli: