miðvikudagur, október 06, 2004

Aðalatriðið

Aðalatriðið gleymdist að sjálfsögðu.

Á heimilið hefur verið verslaður Yaris Blue. Eins og kunnugir vita var 2000 árgerð af Yaris á heimilinu sem hét Yaris Xtra. Við höfum að sjálfsögðu verið að bera saman bílana, hvað er breytt o.s.frv. og komst mamma að þeirri niðurstöðu að flautan hljómar meira masculin á nýja bílnum en þeim gamla. Ástæðan er að sjálfsögðu sú að sá gamli var rauður sem er kellingalitur en sá nýji er gráblár sem er karlmanns eða meira masculin litur.

Nú vil ég fara fram á það við Rúnu Malasíumel eða Hjalta Dubaydruslu að versla fyrir mig Office Space á DVD. Sjáum hvort þetta komist til skila......

kv

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Yaris getur ekki verið masculin. Ef nýji Yarisinn hljómar meira masculin þá er þetta komið úr því að vera kellingabíll yfir í að vera samkynhneigður bíll.

Allsberi kallinn