sunnudagur, október 03, 2004

Hér sit ég og horfi á James Bond ganga í skrokk á manni með þriggja sæta leður sófa! Geri aðrir betur.

Ég fékk á mig ákúru fyrir að hafa uppnefnt foreldra mína. Mér er hollast að biðjast afsökunar og hef reyndar gert það í eigin persónu, mynnir mig. Það sanna í þessu máli er að þau eru ekki háöldruð, enn sem komið er allavegana.

Á morgun stendur til að fara vonandi, kanski til UK enn einusinni til að reyna að gera eitthvað gagnlegt s.s. að kaupa barnabaðsvamp fyrir Sturla í Boots og spóka sig um í nýja fína flugmóðurskipaskipstjórabúningnum mínum.
Í UK er gist í bæ sem hefur verið getið áður og heitir Crawley. Í Crawley er hið víðfræga Quality Inn Hotel sem áður var þekkt undir nafni Holliday Inn. Án þess að ég vilji vera að kasta rírð á téð hótel þá hef ég uppi vissar grunsemdir um það af hverju Holliday Inn keðjan vill ekki tengja nafn sitt lengur við téða hótelbyggingu. Má vera að það sé miglan í loftinu á baðinu, klósettið með bilaða niðursturtunarmekanismann eða kanski þjónustulundin hjá starfsfólkinu? Ég veit það ekki, maður bara spögulerar.

Á laugardaginn er Verslunarmannaballið haldið í Vestmannaeyjum. Fyrir þá sem ekki vita er verslunarmannaballið líka árshátíð Flugfélags Vestmannaeyja. Ballið gegur í raun og veru út á það að hin og þessi fyrirtæki í Vestmannaeyjum smala starfsfólki sínu í Höllina á tilteknum degi og svo er drukkið og dansað til dýrðar Flugfélagi Vestmannaeyja. Hápunktur kvöldsins er svo þegar Leðurklæddi refsarinn reynir við Önnu Kournikovu í von um að komast frá því lifandi. Á böllum í Vestmannaeyjum má alltaf treista á aktion, hvort sem það eru karatespörk eða önnur ástarmál..... nefnum engin nöfn. Mergur málsins er allavegana sá að ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að mæta á staðinn og gera garðinn frægan. kv.

Engin ummæli: