laugardagur, febrúar 19, 2005

Dagur í lífi alsírsks rútubílstjóra sem er í fríi þann daginn... aldrei þessu vant.

Mikil og stór plön gerð fyrir daginn:

8:30-8:45 Fara með einkennisfatnaðsbuxurnar og bindið í hreinsun á hótelinu
8:45-12:00 leggja sig
12:00-24:00 Láta daginn líða

Dagurinn í raun og veru:

8:30 vekjaraklukkan hringir.... ahhhhhhh ég hef til 9:00 til að fara með fötin svo ég fái þau á morgun, hvar er snooz takkinn?
8:40 vekjaraklukkan hringir... úffff... ahhh hvað er í gangi... ég hef enþá tuttugu mínútur til að redda þessu, snoozzzzzzzz
8:50 vekjaraklukkan hringir... ahhh það er nú alveg nóg að koma með þetta á slaginu, svo á ég líka einar hreinar buxur enþá þannig að þetta er ekkert stress snooz.
9:00 vekjaraklukkan hringir... hvað er í gangi hérna???? Snoooooz
9:10 vekjaraklukkan hirngir... hvaða rugl er þetta, ég er búinn að missa af hreinsuninni, get alveg sofið aðeins lengur... snoooz
9:20 vekjaraklukkan hringir.... allt of snemmt til að vakna hef ekkert að gera fram að hádegi snooz
9:30 vekjaraklukkan hringir... hvað er í gangi hérna, enginn svefnfriður? Snoooooz
9:40 vekjaraklukkan hringir.... ahhh hvað er klukkan eiginlega? Heirðu mig nú, farin að ganga tíu, rúmir tveir tímar í hádegismat snooooz
9:50 vekjaraklukkan hringir..... þetta er nú meira ruglið, snooooz
10:00 vekjaraklukkan hringir... JÆJA nóg komið.... vekjaraklukkan sett á off og svo ZZZZZZzzzzzzzZZzzzZZZzzzzzzzzzzzzzz
10:45 ranka ég við mér að sjálfsdáðum enda búinn að fá kjörsefn fyrir mann á mínum aldri.
10:50-11:30 Sendi e-mail og spjalla við HD á MSN þar til háhraða módem sambandið slitnar og ég kem út sem bölvaður dóni sem kveð ekki áður en ég læt mig hverfa
11:30-11:50 Sturta og allt sem því fylgir
11:50-12:00 Leita að einhverjum til að rölta með mér niðrí bæ til að snæða morgun/hádegisverð. Sú leit skilar engum árangri því menn eru annaðhvort flúnir til París á frídeginum (skiljanlega) eða nýbúnir að panta room service.
12:00-12:20 Gaufa í herberginu mínu
12:20-13:00 Hádegismatur þar sem nokkrir mekkar láta sjá sig, lít á klukkuna, bara sjö tímar í kvöldmat
13:00-13:50 Fæ lánaðan gítartuner og stilli gítarinn minn sem hefur verið með kvef síðustu vikurnar og þar af leiðandi verið lítið notaður. Æfi mig svo aðeins.... “Róóóóóóómeóóóóóóó, Júlíaaaaaaaaaaaaaaaaaa.....” og “Hlustá Zeppelin, og ég ferðast aftur í tímann....” Bubbi klikkar ekki. Er svo lánsamur að hafa enga nágranna í næstu herberjum þannig að maður getur óhræddur látið ljós sitt skína
13:50-14:00 Vá, klukkan bara að verða tvö, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt
14:00-14:45 Kíki meira á netið... skoða hluti á netininu sem mig bráðvantar
14:45-16:30 Les bók, “Deception Point” sem er nokkuð spennandi, þakka fyrir það í hljóði að lesa hægt því bækurnar sem ég les verða flestar nokkuð drjúgar þannig.
16:30-18:00 Annríki dagsins ber mig ofurliði og ég steinsofna þar sem ég ligg uppí rúmi og er að lesa bók
18:00-20:00 Fæ nokkra geisladiska lánaða til að rippa...
20:00-21:00 Kvöldmatur, rifja upp kynni mín við filet minjon with peppersauce sem ég hef ekki haft lyst á að smakka síðan við skiptum um hótel hérna og ég borðaði annan hvern dag í tvo mánuði.
21:00-22:30 Barinn heimsóttur... aldrei þessu vant. Stella í góðum gír eins og venjulega. James Bond (hann heitir það í alvörunni og er hálf íslenskur í þokkabót) kíkir við með gítarinn sinn. Hýrt par í sem er að eyða vikunni á hótelinu í tilefni valentínusardags fær gripinn að láni, annar spilar nokkur vel valin lög á meðan hinn reynir að syngja við með mis slæmum árangri.
22:30-22:40 Tvær DVD myndir fengnar að láni
22:40-23:20 Dýrmætum tíma eytt í að skrifa þetta blogg sem er út í hött
23:20... Horft á DVD myndir.... segi frá þeim í löngu máli á morgun.

kv.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvernig er það, er vonlaust að ná símasambandi til alsír?
bjallaðu við tækifæri,
Chieftain-inn

Nafnlaus sagði...

Vá what a day... ég verð bara þreytt við tilhugsunina.... c",)

Nafnlaus sagði...

HD by the way

Nafnlaus sagði...

Ljúfa lííííf ræræræræææææ.....letilííííf!
Snjórinn eiginlega farinn úr Hlíðarfjalli..en það getur allt gerst á þessu landi, sjáum hvernig þetta verður um páskana ;o)

Ragga