sunnudagur, apríl 10, 2005

Ljúfa lífið í París

Sveimérþá ef París er ekki bara töluvert betra en Oran þá má ég hundur heita.
Strákurinn er að taka á honum stóra sínum hérna, út að skokka á hverjum degi í garði Napoleons Bonaparte. Þess á milli er rölt niðrí bæ, menningin skoðuð, farið í bíó, kaffihús, Virgin Megastore og alla hina staðina sem var ekki hægt að gera í Oran.
Kíkti í á bíó í gær í minnsta bíó sal sem sögur fara af. Bíóið, staðsett við Bastilluna, var að sýna Hotel Rwanda sem ég mæli með að allir sjái. Fimmtán vasaklúta mynd en ekki á vemmilegan væminn hátt heldur af því að þetta er sönn saga af átökum Tútsa og Hutu í borgarastyrjöldinni sem var þar í byrjun tíunda áratugarins.

Nóg annars í bili

Engin ummæli: