sunnudagur, maí 01, 2005

Þá er strákurinn kominn heim úr heljar ævintýri í svörtustu afríku. Congobúar eru hinir hressustu, elda fínasta shavarma og þá sérstaklega komi þér frá Líbanon.
Það er stutt stoppið núna. Ekki vegna þess að ég sé að selja daga heldur þvert á móti vegna þess að ég er að losa mig við daga sem ég skulda sem og að færa til daga sem ég ætla að taka í sumar.
Nú má skeiðklukkan fara í gang því nýr sími var verslaður í fríhöfninni í gær og af fyrri reynslu má ætla að það sé bara tímaspursmál hvenar ég tapa honum á einn eða annan hátt.
Svo var playstation 2 tölva versluð í París undir því yfirskyni að nota hana sem DVD spilara, virkar fínt sem slík.

kv.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Velkominn i PS2 klubbinn, nu verdur tekid a tvi eitthvert nordakveldid a klakanum goda.
BRGDS - HJALTI PS2 MEISTARI !!!

Nafnlaus sagði...

jæja velkominn loxins heim - maður kannski sér þig amk einu x áður en þú ferð - ef þú kemst útúr tölvunni HEHEHE
Krullan eina sanna

Nafnlaus sagði...

Jæja ertu farinn af landinu - eða ertu alltaf í playstation