föstudagur, maí 27, 2005

Nú er sumarið komið til París með hvelli. 30°c+ sól og bongó blíða. Það er ekkert annað að gera en að skella sér niðrí bæ í stuttbuxum og ber að ofan, stoppa við hér og þar og fá sér öl og að sjálfsögðu að fara í bestu ísbúðinna í bænum til að fá sér einn kaldan..... ís. Sumir, nefnum engin nöfn, kjósa hinsvegar að fara í mollið að versla og fara svo snemma að sofa.
Skemst frá því að segja að Rúna og Steindór eru búin að vera í heimsókn í París síðustu dagana til að hamast á 747 flughermi Air France. Ég tók Rúnu í stóra Parísarrúntinn sem ég hef verið að þróa síðustu vikur með því að gæda ólíklegasta fólki hér um bæinn, Steini var hinsvega vant við látinn sbr. fyrr málsgrein.

Nú ætla gömlu hjónin að kíka í heimsókn á litla strákinn helgina áður en hann fer heim, stóðust ekki fríu gistinguna og góða veðrið og ákváðu að skella sér með stuttum fyrirvara.


kv.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ææææææææ hvað þau eru sæt við litla strákinn sinn :) (kannski eitthvað að reyna að hagnast sjálf??) Jæja þú verður þá kannski tilbúinn með háþróaðan Parísarskoðunarhring þegar þau koma! Jæja Góða ferð Dísa og Addi, og hlakka til að sjá þig Birkir soon :) CRUSTY

P.S það er líka 30°c hér þ.e. ef þú tekur núllið aftan af... hver notar annars núll???