fimmtudagur, október 20, 2005

Eftirfarandi texti er tekinn af síðu Reuters og þýddur yfir á íslensku:

"Amoral Scandinavian farmers strike in effort to increase sales"

Eða

Siðblindir bændur auka sölu með óhefðbundum aðferðum


Upp hefur komist um óhefðbundna viðskiptahætti bænda í skandinavíu sem þykir jaðra á við samsæri gegn hinum almenna neytanda. Samsærið á sér rætur að rekja til norðurlandanna þar sem skandinavískir kúa- og sauðfjárbændur leika lausum hala. Virðist vera að þeir fái að stunda iðju sína óáreittir þrátt fyrir svívirðileg brot á samkeppnis og neytendalögum. Hefur þetta gengið svo langt að nú hefur auðhringur bænda, Skandinavisk Ku Och Får Samforbundt AS, betur þekkt sem SKUFS teigt anga sína yfir norðursjóinn til Íslands. Svo virðist sem fátt ef nokkuð fær stöðvar framgang bændanna nema þá kanski samstillt átak ríkis og neytenda.
Ljóst þykir að íslenskir bændur eigi einhverja hlutdeild í samsærinu þrátt fyrir að vera einungis með áheirnarfulltrúa á ársþingi SKUFS ár hvert. Hallfreður Jósafatson frá Ytra Hurðarbaki í Landsveitum syðri Rangárhrepps í Húnavatnssýslu neitaði að tjá sig um málið þegar hann var inntur eftir viðbrögðum.
Í hnotskurn snýst málið um það að bændur hafa látið hanna nýjan, ómótstæðilegan ostaskera sem sker að jafnaði 1,5-2 sinnum þykkari ostasneiðar en hingaðtil hefur verið talið eðlilegt af óháða þýska prófunaraðilanum Deutscher Associaton Für Die Käse-Schneidend-Prüfung eða DAFDKSP.
Í sameiginlegri fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóraembættinu og Ríkissaksóknara kemur fram að Baugsmálið sé komið á "hold" um ótiltekinn tíma og allur mannskapur embættanna settur í að rannsaka Ostaskeramálið.

Nú dróst ég inn í hringiðu blekkinga og svika SKUFS snemma í síðustu viku þegar ég verslaði téðan ostaskera. Samdægurs var keypt rúmt kíló af lúffengum Gouda osti í Bónus. Osturinn var ætlaður til neyslu næstu vikurnar enda langt í síðasta neysludag. Nú um viku síðar er oststykkið búið á tíma sem vart hefur talist eðlilegur hingaðtil. Vil ég vara fólk við skeranum skæða og benda á SMAKA ostaskerann sem fæst á vægast sagt góðu verði í IKEA eða um hundrað krónum lægra verð en skaðræðisskerinn. SMAKA skerinn hefur þess á ofan staðist hinar ströngu MÖBELFAKTA prófanir sem þykja jafnast á við ELGS prófið í bílaiðnaðinum.

kv.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta mál verður tekið til athugunar. Þakkir til yðar.

CRUSTY