mánudagur, október 17, 2005

Hvað gerði ég í dag, jú ég skal segja ykkur það, ég man það ekki. Svo svakalega renna dagarnir saman að ég er ekki klár á því hvort það var í fyrradag eða á föstudag sem ég fór síðast í sturtu. Rrrrrrrrrrrrrr tsssssssss.

Ekki drífur mikið á dagana þessa dagana, allavegana ekki neitt sem maður segir frá á opinberum vetvangi. Næstu stórtíðindi er All Star samkoma Flugfélags Vestmannaeyja í Eyjum næstu helgi. Sálin Hans Jóns Míns var fengin til að spila og er talið að um 3500 manns verði í kaupstaðnum að þessu tilefni.

Á morgun er verður Hádegisverðarklúbburinn haldinn hátíðlegur á Kaffivagninum enda formaður klúbbsinns mættur helferskur á klakann eftir vikudvöl í pakkaparadísinni Liege. Klúbburinn fer sífellt og stöðugt stækkandi sem er bara hið besta mál.

Nú er tölvan mín að verða batteríslaus og engin leið að ég nenni að standa upp til að stinga henni í samband. Af þeim sökum verður þetta ekki lengra. Góðar stundir.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úff kannast við frítímann. Deisuss hvað maður gleymir þegar maður ætti í raun að geta munað ALLT sem maður gerir síðustu dagaaaaa.

AAAAAAAAAaaaaa HD