miðvikudagur, október 12, 2005

Úr dagbók flugmanns í fríi:

Kæra dagbók, í morgun vaknaði ég klukkan níu. Ég leit á klukkuna og hugsaði, ahhhh fimmtán tímar af hreynni sælu framundan, svo lagði ég mig í hálftíma í viðbót.
Kæra dagbók, í dag fór ég í kringluna og keypti mér ostaskera. Þetta er enginn venjulegur ostaskeri skal ég segja þér kæra dagbók því hann er úr plasti og á ekki í neinum vandræðum með að skera mjúkan ost. Ómar keypti sér alveg eins ostaskera og var það í rauninni að hans frumvæði að við gerðum okkur ferð í Kringluna til að versla ostaskerana. Hann hafði frétt af því hjá Kára og Ragnhildi að þeir fengjust í búsáhaldabúðinni í Kringlunni og gerðum við okkur því ferð til að versla þá. Við vorum svo heppnir að að fá tvo síðustu ostaskerana af þessari týpu í búðinni. Ég læt fylgja með nokkrar myndir svo þú, kæra dagbók, áttir þig betur á því hvað ég er að fara. Fyrsta myndin er af Ómari. Hann var svo spenntur að prófa ostaskerann og svo ánægður með "performansinn" ef ég má sletta að hann hætti ekki fyrr en heilt oststykki var allt niðurkorið. Næsta myndin er af ostakeranum og eldspítustokk til að þú, kæra dagbók, áttir þig betur á stærðarhlutföllunum. Að lokum gefur svo að líta mynd af skeranum "in action", sérðu hvað skurðurinn er fínn kæra dagbók?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það má vart á milli sjá hvort sé lekkerararara... skerinn ellegar Ómarinn.

Nafnlaus sagði...

Já þetta er hinn fínasti ostaskeri enda get ég vottað góðleika hans. Ekki akkúrat þessarra 2gja skera en svona eins skera. Til lykke með skerann.

Dagbókin (SE)

p.s Líkt ómari að klára heilt stykki til að prufa. HAHAHAHHAHAHA