mánudagur, júlí 03, 2006

Nú lýsi ég eftir stálnagla, klósettbursta, gúmmihanska og vatni í skúringafötu. Síðast sást til þessara hluta fyrir of lönu síðan og talið tímabært að því verði kippt í liðinn sem fyrst.

Aflabrestur og bræla voru á miðunum þegar laggt var fyrir á sunnudag. Spúnar af hinum ýmsu stærðum og gerðum ásamt stjaksettum möðkum voru reyndir en allt kom fyrir ekki.

Ég hef ekki verið mikil fótboltabulla í gegnum tíðina ein og allir sem eitthvað um mig vita geta vitnað um en þetta árið tók ég meðvitaða ákvörðun um að fylgjast með Hinstrakepninni í Foozball. Það hefur tekist framar öllum vonum þar sem flestir leikir sem ég hef séð, 3 af 5, hafa verið nokkuð spennandi. Mér til halds og trausts hafa verið hinir ýmsu fótboltaspekúlantar sem svarað hafa spurningum eins og:
Til hvers er hringurinn í á miðjum vellinum?
Það eru magnað margir Englendinar í þessu liði, er það ekki?
Er mikið eftir?
Osfrv..
Englendingar eru dottnir úr leik eins og frægt er orðið og ég er á leiðinni til Betuveldis á fimmtudag. Fullorðnir vælandi karlmenn, röflandi yfir rauðum spjöldum og vítaspirnum. Ég bara get ekki ákveðið mig hvort ég eigi að hafa gaman að þessu og hlægja að þeim eða þykjast þykja þetta voðalelga leitt. Kanski ég prófi bæði.

kv

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst virka best að spila með - vera geggjað sorry þegar illa gengur og svo framvegis HAHA...

Kv KRULLAN