laugardagur, ágúst 26, 2006

Með kaffibolla í annari og Safety Management Systems for Commercial Air Transport Operations - A Guide to Implementation prepared by the Air Transport Operations - Safety Management Group, CAP712 í hinni og tölvuna mína þar á milli sit ég á Best Barista Cafe í Wilmslow. Pullaði flugmanninn á þetta og fann frítt internet. Fyrir þá sem ekki þekkja þá er níska landlæg meðal flumanna þannig að þegar maður leggur á sig að finna eitthvað frítt eða tiltölulega ódýrt þá kallast það að pulla flugmann.
Dæmi: Hjalti flugmaður (engin sérstök ástæða að ég velji þetta nafn) ákveður að skella sér í sólarlandaferð. Hann heldur upp á afmælið sitt nokkrum mánuðum fyrr og kemur því svo fyrir að flugfreyjum frá Icelandair sé boðið. Í afmælinu nælir hann sér í eina fluffu og þau eru saman í dag. Þannig fær hann sólarlandaferð til Krítar á töluvert niðursettu verði því hún fær starfsmannaafslátt. Hann pullaði flugmanninn á þetta!

Annars er snarbiluð geðveiki að gera, sem er mér að skapi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það var mikið að þú varst látinn vinna drengur. Sleppur kannski við að verða húðlatur og leiðinlegur í staðinn :)

En já nísku ræflar....

CRUSTY

Nafnlaus sagði...

ja, tetta var einhvernvegin svona...

Hjalti

Nafnlaus sagði...

Þú ert nískur.