sunnudagur, ágúst 20, 2006

Íslenska landnámshænan er ekki lengur í útrímingarhættu. Félag Íslensku Landnámshænunnar bjargaði málinu svo ekki mátti minna muna. "Við lá að flís færi í feitann rass" sagði Júlíus Baldursson í fréttatíma sjónvarpsins í kvöld.

Maður dettur ekkert út úr þjóðmálunum þó maður stígi fæti af skerinu. Annað markvert í fréttum er að EGD Group hefur ákveðið að segja skilið við flugrekstur að öllu leiti og fara alfarið út í annað fjármálabrask. Aðspurður hverju sætti vísaði Bjarni Ra. Garðarsson á sinn næstráðanda Guðmund Tó. Sigurðsson. Guðmundur Tó. neitaði alfarið að svara öllum spurningum en vísaði Magnús Hring Sigurjónsson. Magnús sagði að stefnan hefði lengi vel verið að selja flugvélaflota félagsins á uppsprengdu verði og leigja hann svo aftur á niðursettri óverðtryggðri leigu á erlendum vöxtum. Nýlega hafi hinsvegar fundist betri lausn á...... Þarna hringdi síminn hjá Magnúsi og eftir stutt símtal sagðist Magnús ekkert frekar geta tjáð sig um hagi eða stefnumótun félagsins og vísaði á Hjalta Gr. fjölmiðlafulltrúa félagsins. Erfiðlega gekk að ná í Hjalta en eftir að hafa flett honum upp á www.ja.is undir "Maja" fannst númer sem hann ansaði í. Hjalti vildi einungis koma því á framfæri miklum létti yfir að enginn hafi meiðst, það væri höfuðmálið, hann sló svo út með "farinn til Krítar.....QA TA POUME!"

kveðja

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað tekurðu inn þarna úti?

Krulla

Nafnlaus sagði...

snilldar pistill.
kv.
julio

Nafnlaus sagði...

boring....

Nafnlaus sagði...

Fréttatilkynning EGD Group

Mikil hækkun hefur verið undanfarna 12 daga í kauphöll Íslands. Mun EGD Group nýta sér þann mikla söluhagnað og stefna á kaupum á 2 hreyfla vél með leðri.

Nánari upplýsingar veitir Magnús Sigurjónss
;o)

MSI