þriðjudagur, september 26, 2006

Moldvarpan em vildi vita hver skeit á hausinn á henni

Dag einn þegar litla moldvarpan stakk hausnum upp úr jörðinni til að sjá hvort sólin væri komin upp, þá gerðist dálítið: (hann var brúnn og sívalur, ekki ósvipaður pylsu - en verst var þó að moldvarpan fékk hann beint á hausinn.)

"Þvílík ósvífni!" æpti moldvarpan. "Hver skeit á hausinn á mér?" (En hún var svo nærsýn, að hún kom ekki auga á sökudólginn.)

"Skeist þú á hausinn á mér?" spurði hún dúfuna sem flaug þar hjá.
"Ég? Nei, ertu frá þér? - Svona geri ég!" svaraði dúfan. (Og plask-slask - hvít og slepjuleg klessa lenti á jörðinni rétt hjá litlu moldvörpunni. Sletturnar gengu upp á hægri fótinn á henni.)

"Skeist þú hausinn á mér?" spurði hún hestinn sem var þarna á beit
"Ég? Nei, ertu frá þér? - Svona geri ég!" svaraði hesturinn. (Og pomp-klomp - fimm stórar og þykkar hrossataðskúlur hlunkuðust niður beint fyrir framan moldvörpuna. Hún varð svo gáttuð að hún settist beint á dindilinn.)

"Skeist þú á hausinn á mér?" spurði hún hérann.
"Ég? Nei, ertu frá þér? Svona geri ég!" svaraði hérinn. (og tatatatatatatata-fimmtán litlar kúlur þyrluðust um eyrun á moldvörpunni. Henni tókst að víkja sér fimlega undan.)

"Skeist þú á hausinn á mér?" spurði hún geitina sem var þarna að spóka sig.
"Ég? Nei, ertu frá þér? - Svona geri ég!" svaraði geitin. (Og klakkedíklakk - heil hrúga af maltbrjóstsykursbrúnum spörðum hrundi niður í grasið. Moldvörpunni þóttu þau næstum falleg."

"Skeist þú á hausinn á mér?" spurði hún grísinn.
"Ég? Nei, ertu frá þér? - Svona geri ég!" Svaraði grísinn (Og slask - lítill, mjúkur, brúnn klessa lenti á jörðinni. Moldvarpan tók fyrir nefið.

"Skituð þið á haus..." spurði moldvarpan, en hætti við þegar hún sá að þetta voru tvær feitar, grænar flugur að háma í sig mat. Loksins, einhver getur hjálpað mér, hugsaði moldvarpan. "Hver skeit á hausinn á mér?" spurði hún snöggt.

"Augnablik," suðuðu flugurnar. Og svo eftir smástund: "Alveg á hreinu: þetta er HUNDUR!"

Loksins vissi litla moldvarpan hver það var sem skeit á hausinn á henni:

DRELLIR, hundur slátrarans!

Eldsnöggt klifraði moldvarpan upp á hundakofann. (og Pling - lítil svört pylsa lenti á miðjum hunds hausnum)

Glöð g ánægð hvarf litla moldvarpan ofan í jörðina á ný.




Nú spyr ég.... er ég með nógu fjörugt ýmyndunarafl til að semja þetta?

kv

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tjahh - ég myndi ekki giska á það - en það er þó aldrei að vita hvað manni eins og þér dettur í hug.

Þetta er ofsalega falleg saga :)

Krulluhaus